Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 3. september 2009
Mallakútar
Fyrir nokkrum árum eða mörgum, var okkur boðið að koma í matarklúbb með skemmtilegu fólki og sem við vissum að væri mikið fyrir að elda góðan mat. Þá voru í klúbbnum, Halla, Hafsteinn, Magni, Svana, Harpa, og Baldur, en þau hættu nú fljótlega þar sem þau voru bæði að fara í skóla í borginni. Við vorum þá sex eftir og var úr vöndu að ráða hvað fólk við vildum fá með okkur eða hvort við ættum bara að vera sex. En svo var ákveðið að gera tilraun með Óla Reynir og Böddu og þau sluppu bara strax inn, fleiri tilraunir þurfti ekki að gera.
Hvað árin eru mörg skptir ekki öllu máli því þau líða svo hratt, en þegar við byrjuðum áttum við heima á Urðarvegi 26 og þar byrjuðu Óli og Badda líka svo þetta eru bara nokkur ár. Þau hafa líka verið skemmtileg og góður matur alla tíð, þemakvöld voru á tímabili voða vinsæl, matur frá Víetmam, Ítalíu, Spáni og Mexíkó og svo var íslenskt kvöld og Sushimatur eldaður af sushisnilling honum Óla syni mínum.
Það hefur líka verið svo gaman að þau hafa alltaf haldið Mallakúta þegar við höfum komið heim frá Spáni, þannig að þó við skeppum í burtu í nokkra mánuði þá erum við enn í klúbbnum, sem ég vildi nú ekki missa, það er líka svo dýrmætt að eiga góða vini sem mann hlakkar til að hitta þegar heim kemur.
Þann 22. ágúst komum við svo saman í Sílakoti til að skemmta okkur og borða góðan mat. Það var mætt snemma veðrið var gott. Við fengum okkur fordrykk, á eftir var farið í Krikkett eins og venja er til hjá okkur ef hópar koma. Forrétturinn var svona ýmsir smáréttir með grilluðu brauði. Svo var gert smá hlé á meðan lærin kraumuðu í holunni. Dúddi hafði farið og náð í krækling og ígulker og voru ígulkerin svona milliréttur sem allir smökkuðu á og fannst bara gott. Japanir eru vitlausir í þau, þar sem eiga að espa kyngetuna.
Svo var sest að borði undir bláhimni sem frúin og Badda voru búnar að skreyta með birkigreinum, ljósaséríum og mörgum kertum og leit þetta bara vel út og var hlýlegt og gott, aldrei séð undir bláhimni svona flottann. Aðalrétturinn var holusteikt læri kryddað með krækiberjalyngi, aðalbláberjalyngi með berjum á og salti og pipar og var þetta bara mjög bragðgott, einnig var grillað grænmeti í bökkum, hvítlaukur í alpappír og krispýkartöflur og piparsósa. Smakkaðist bara vel. Á eftir voru svo ávextir grillaðir í bakka með sykurpúðum, súkkulaði og smá mandarínulíkjör borðað með rakspírarjóma.
Einnig var dansað úti í myrkrinu færeyskir dansar og drukkið koníak í koníaksstofunni sem var búin til.
Þetta var voðalega skemmtilegt kvöld og allir gátu gist svo enginn þurfti að fara heim um nóttina.
Takk fyrir yndislegar stundir kæru Mallakútar.
Svo var hjálpast að við að taka saman bláhimninn sem hafði staðið upp síðan á versló og ganga frá ýmsu dóti.
Við erum nú komin út á Ísó, þar sem það var orðið ansi kalt á okkur í bústaðnum og komum við hingað bæði með kvef og smá flensu svo við höfum nú ekki farið neitt ennþá.
Við eigum svo pantað far út 10. okt. en suður förum við um mánaðarmótin.
Eigið góða daga.
Hvað árin eru mörg skptir ekki öllu máli því þau líða svo hratt, en þegar við byrjuðum áttum við heima á Urðarvegi 26 og þar byrjuðu Óli og Badda líka svo þetta eru bara nokkur ár. Þau hafa líka verið skemmtileg og góður matur alla tíð, þemakvöld voru á tímabili voða vinsæl, matur frá Víetmam, Ítalíu, Spáni og Mexíkó og svo var íslenskt kvöld og Sushimatur eldaður af sushisnilling honum Óla syni mínum.
Það hefur líka verið svo gaman að þau hafa alltaf haldið Mallakúta þegar við höfum komið heim frá Spáni, þannig að þó við skeppum í burtu í nokkra mánuði þá erum við enn í klúbbnum, sem ég vildi nú ekki missa, það er líka svo dýrmætt að eiga góða vini sem mann hlakkar til að hitta þegar heim kemur.
Þann 22. ágúst komum við svo saman í Sílakoti til að skemmta okkur og borða góðan mat. Það var mætt snemma veðrið var gott. Við fengum okkur fordrykk, á eftir var farið í Krikkett eins og venja er til hjá okkur ef hópar koma. Forrétturinn var svona ýmsir smáréttir með grilluðu brauði. Svo var gert smá hlé á meðan lærin kraumuðu í holunni. Dúddi hafði farið og náð í krækling og ígulker og voru ígulkerin svona milliréttur sem allir smökkuðu á og fannst bara gott. Japanir eru vitlausir í þau, þar sem eiga að espa kyngetuna.
Svo var sest að borði undir bláhimni sem frúin og Badda voru búnar að skreyta með birkigreinum, ljósaséríum og mörgum kertum og leit þetta bara vel út og var hlýlegt og gott, aldrei séð undir bláhimni svona flottann. Aðalrétturinn var holusteikt læri kryddað með krækiberjalyngi, aðalbláberjalyngi með berjum á og salti og pipar og var þetta bara mjög bragðgott, einnig var grillað grænmeti í bökkum, hvítlaukur í alpappír og krispýkartöflur og piparsósa. Smakkaðist bara vel. Á eftir voru svo ávextir grillaðir í bakka með sykurpúðum, súkkulaði og smá mandarínulíkjör borðað með rakspírarjóma.
Einnig var dansað úti í myrkrinu færeyskir dansar og drukkið koníak í koníaksstofunni sem var búin til.
Þetta var voðalega skemmtilegt kvöld og allir gátu gist svo enginn þurfti að fara heim um nóttina.
Takk fyrir yndislegar stundir kæru Mallakútar.
Svo var hjálpast að við að taka saman bláhimninn sem hafði staðið upp síðan á versló og ganga frá ýmsu dóti.
Við erum nú komin út á Ísó, þar sem það var orðið ansi kalt á okkur í bústaðnum og komum við hingað bæði með kvef og smá flensu svo við höfum nú ekki farið neitt ennþá.
Við eigum svo pantað far út 10. okt. en suður förum við um mánaðarmótin.
Eigið góða daga.