Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 2. desember 2009
Markaður og fótbolti
Eins og svo oft áður fórum við Dúddi á markaðinn í Almoradí á laugardagsmorgun eða reyndar ekki fyrr en um hádegi, því við vorum að bíða eftir spænskri konu sem við höfðum hitt hér fyrir utan húsið og hún reyndar kom hingað á föstudag bæði með barn og hund til að rabba við okkur og skoða húsið. Hún talar mjög góða ensku svo við fengum margar upplýsingar hjá henni. Svo ætlaði hún að koma á laugardagsmorgun með sænska vini sína sem langaði til að hitta okkur sem búa hér í sveitinni. Hún var ekki komin hingað um hádegið svo Dúddi hjólaði til hennar en við vitum hvar hún á heima, þá sagði maðurinn hennar að hún hefði þurft að skreppa til Murcia og hann viti bara ekki neitt.
Svo við bara fórum til Almoradí þar sem við vissum að það var heilmikið um að vera. Þetta var nú allt á lokasprettinum þar þegar við komum en þarna voru ýmis faratæki til sýnis, naut, hestar, asnar, gömul hjól og gamlir bílar. Þarna var einnig fimleikastúlka og strákar í búningum að berjast með sverðum. Þetta er einhver trúarhátíð sem ég hef nú ekki enn komist að hver er. Við keyptum okkur helling af ávöxtum og grænmeti, og líka jólarósir fékk tvær á 5 evrur voða sætar.
Á sunnudag fórum við svo til Helgu og Gumma því það var ákveðið, (látið ekki líða yfir ykkur sem til þekkið), að við ætluðum saman á pöbb til að horfa á fótbolta. Ég af öllum sem aldrei hef verið fyrir þá íþrótt á minni ævi. Bara fundist leiðinlegt að horfa á alla þessa sætu stráka elta einn bolta, það var þó skárra í gamla daga þegar buxurnar voru ekki svona síðar þá gat maður horft á falleg læri hmhm.
Nú er ég orðin svo spennt þegar viss lið eru að keppa að ég verð bara að horfa og vita hvernig úrslit ráðast. Horfði t.d. á Spánn-Argentína um daginn og var voðalega ánægð þegar Spánn vann. Eins var núna á sunnudaginn að ég varð alveg vitlaus af gleði þegar Barcelona eða börsungar unnu Real Madrid, það var bara frábært. Nú bíð ég bara eftir næsta leik verst hvað maður skilur lítið þegar verið er að tala um þessa leiki í sjónvarpinu þeir tala allir spænsku þar. En hér er voða mikið talað um fótbolta þetta er einhverskonar menningarkúltúr hér. Allir barir þar sem við vorum voru fullir af fólki að horfa bæði konur og menn og þær voru alveg jafn æstar og kallarnir bæði ungar og gamlar.
Merkilegt að fá einhverja svona áráttu á þessum aldri að fara að hafa áhuga á fótbolta, ég veit ekki einu sinni reglurnar bara horfi til að sjá skoruð mörk. Er það svona sem maður verður við að flytja til annars lands?
Ég man að 1982 fórum við Stína vinkona mín til Spánar í sólarlandaferð en þá hafði einhver keppni í fótbolta verið hér á Spáni við sáum nú engan leik en það var allt fullt af minjagripum til um þessa keppni, ég keypti voða flottan bolta fyrir strákana þar sem öll lið sem kepptu voru skráð á boltann, hann fékk aldrei að fara út úr húsi þessi bolti í mörg ár, en svo týndist hann en ég á ennþá húfu sem er merkt þessum atburði og er hún vel geymd. Þegar við komum svo heim þá var Ísafjörður að mig minnir í 1. deild og Stína sem er mikill fótboltakona fékk mig til að koma á leik með sér upp á Torfnesvöll, mikið þótti mér það leiðinlegt og svo var manni svo svakalega kalt nýkomnar úr hitanum á Spáni.
Nú bíðum við bara spennt eftir gestunum sem koma á morgun Bekku, Disu og Deddu það verður voðalega gaman að fá þær vona bara að hitinn eins og hann var í dag haldist á meðan þær eru 17. gr. og logn.
Við fórum í smá hjóltúr og týndum nokkur flísabrot.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur í jólaösinni.
Svo við bara fórum til Almoradí þar sem við vissum að það var heilmikið um að vera. Þetta var nú allt á lokasprettinum þar þegar við komum en þarna voru ýmis faratæki til sýnis, naut, hestar, asnar, gömul hjól og gamlir bílar. Þarna var einnig fimleikastúlka og strákar í búningum að berjast með sverðum. Þetta er einhver trúarhátíð sem ég hef nú ekki enn komist að hver er. Við keyptum okkur helling af ávöxtum og grænmeti, og líka jólarósir fékk tvær á 5 evrur voða sætar.
Á sunnudag fórum við svo til Helgu og Gumma því það var ákveðið, (látið ekki líða yfir ykkur sem til þekkið), að við ætluðum saman á pöbb til að horfa á fótbolta. Ég af öllum sem aldrei hef verið fyrir þá íþrótt á minni ævi. Bara fundist leiðinlegt að horfa á alla þessa sætu stráka elta einn bolta, það var þó skárra í gamla daga þegar buxurnar voru ekki svona síðar þá gat maður horft á falleg læri hmhm.
Nú er ég orðin svo spennt þegar viss lið eru að keppa að ég verð bara að horfa og vita hvernig úrslit ráðast. Horfði t.d. á Spánn-Argentína um daginn og var voðalega ánægð þegar Spánn vann. Eins var núna á sunnudaginn að ég varð alveg vitlaus af gleði þegar Barcelona eða börsungar unnu Real Madrid, það var bara frábært. Nú bíð ég bara eftir næsta leik verst hvað maður skilur lítið þegar verið er að tala um þessa leiki í sjónvarpinu þeir tala allir spænsku þar. En hér er voða mikið talað um fótbolta þetta er einhverskonar menningarkúltúr hér. Allir barir þar sem við vorum voru fullir af fólki að horfa bæði konur og menn og þær voru alveg jafn æstar og kallarnir bæði ungar og gamlar.
Merkilegt að fá einhverja svona áráttu á þessum aldri að fara að hafa áhuga á fótbolta, ég veit ekki einu sinni reglurnar bara horfi til að sjá skoruð mörk. Er það svona sem maður verður við að flytja til annars lands?
Ég man að 1982 fórum við Stína vinkona mín til Spánar í sólarlandaferð en þá hafði einhver keppni í fótbolta verið hér á Spáni við sáum nú engan leik en það var allt fullt af minjagripum til um þessa keppni, ég keypti voða flottan bolta fyrir strákana þar sem öll lið sem kepptu voru skráð á boltann, hann fékk aldrei að fara út úr húsi þessi bolti í mörg ár, en svo týndist hann en ég á ennþá húfu sem er merkt þessum atburði og er hún vel geymd. Þegar við komum svo heim þá var Ísafjörður að mig minnir í 1. deild og Stína sem er mikill fótboltakona fékk mig til að koma á leik með sér upp á Torfnesvöll, mikið þótti mér það leiðinlegt og svo var manni svo svakalega kalt nýkomnar úr hitanum á Spáni.
Nú bíðum við bara spennt eftir gestunum sem koma á morgun Bekku, Disu og Deddu það verður voðalega gaman að fá þær vona bara að hitinn eins og hann var í dag haldist á meðan þær eru 17. gr. og logn.
Við fórum í smá hjóltúr og týndum nokkur flísabrot.
Eigið góða daga og farið vel með ykkur í jólaösinni.