Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 26. desember 2009
Maturinn og jólin
Þetta hafa verið yndislegir dagar með góðu og skemmtilegu fólki. Aðfangadagur rann upp bjartur og fagur, við Helga fórum og kíktum aðeins til Rafal til að kaupa rækjurnar sem voru í matinn á jóladag hjá okkur, við ákváðum að hafa þetta svolítið spánsk og keyptum okkur kassa af stórum rækjum sem hér heita Langostino. Og auðvitað kíktum við apðeins á markaðinn en hann var nú ósköp lelegur því það hafði rignt um nóttina. Við dubbuðum okkur svo upp til að fara að borða hangikjöt og uppstúf og tilheyrandi heima hjá Helgu frænku og Gumma ásamt öllum hinum sem voru hér í skötu. Húsfreyjan bjó til sína jólaaspassúpu sem var mjög góð, svo var hangikjöt sem hennar gestir höfðu komið með að heiman ásamt Orabaunum (vantaði bara appelín og malt)þessu var öllu gerð góð skil með fínu rauðvíni. Eftirrétturinn af minum og Helgu Svenna sið ananasfrómas sem við bjuggum til. Allir komu með eitthvað og þetta var alveg draumur að vera svona mjörg saman á þessum aldri. Síðan voru jólapakkarnir opnaðir en allir gáfu öllum eitthvað smávegis. Takk fyrir yndislegt kvöld kæru vinir.
Jóladagur rann líka upp enn bjartari en hinn, það var glaðasólskin og við drifum okkur eftir morgunmat í langan göngutúr hér um svæðið 1/1/2 tíma. Seinnipartinn var orðið skíjað og þá fórum við í bíltúr upp að vatni, sem er hér rétt hinumegin við fjöllinn.
Svo voru eldaðar Langostinur en þær eru soðnar þegar maður kaupir þær og svo hendir maður þeim aðeins á heita pönnu og borðar þetta eins og villimaður með höndunum og hefur sítrónu og aiolisósu með,algjört sælgæti. Hvort spánverjar borða þetta svona veit ég ekki en ég held það eftir því sem ég hef séð. Síðan steikti ég andabringur í appelsínusósu namm gott. Eftirrétturinn var framreiddur af Lilla sem lagaði expresso kaffi og Helga skenkti Carlos I, fljótlegt og gott.
Annar í jólum er nú ekki til á dagatali spánverja nema það er frí í skólum. Við fórum á markaðinn eins og venjulega, fórum og keyptum mat til að hafa í kvöldmatinn Auðunn og Fríður voru hér með okkur í mat í kvöld og það var nýr svínahryggur með brúnuðum kartöflum, sveppasósu og alles, voða gott og var jólaísinn hennar Helgu í eftirrétt. Gott kvöld og gaman að fá þau í heimsókn.
Eins og þið sjáið þá er bara talað um mat, það eru nú einu sinni jólin og við Helga saman þá kemur alltaf eitthvað gott uppúr pottunum.
Í fyrramálið ætlum við svo að skreppa á sítrónumarkaðinn áður en við förum í næsta partý sem verður hjá Hörpu og Visnhu, meira um það síðar.
Eigið góða daga og ég vona að þið sem lesið þetta hafið gaman af svona bulli um mat.
Jóladagur rann líka upp enn bjartari en hinn, það var glaðasólskin og við drifum okkur eftir morgunmat í langan göngutúr hér um svæðið 1/1/2 tíma. Seinnipartinn var orðið skíjað og þá fórum við í bíltúr upp að vatni, sem er hér rétt hinumegin við fjöllinn.
Svo voru eldaðar Langostinur en þær eru soðnar þegar maður kaupir þær og svo hendir maður þeim aðeins á heita pönnu og borðar þetta eins og villimaður með höndunum og hefur sítrónu og aiolisósu með,algjört sælgæti. Hvort spánverjar borða þetta svona veit ég ekki en ég held það eftir því sem ég hef séð. Síðan steikti ég andabringur í appelsínusósu namm gott. Eftirrétturinn var framreiddur af Lilla sem lagaði expresso kaffi og Helga skenkti Carlos I, fljótlegt og gott.
Annar í jólum er nú ekki til á dagatali spánverja nema það er frí í skólum. Við fórum á markaðinn eins og venjulega, fórum og keyptum mat til að hafa í kvöldmatinn Auðunn og Fríður voru hér með okkur í mat í kvöld og það var nýr svínahryggur með brúnuðum kartöflum, sveppasósu og alles, voða gott og var jólaísinn hennar Helgu í eftirrétt. Gott kvöld og gaman að fá þau í heimsókn.
Eins og þið sjáið þá er bara talað um mat, það eru nú einu sinni jólin og við Helga saman þá kemur alltaf eitthvað gott uppúr pottunum.
Í fyrramálið ætlum við svo að skreppa á sítrónumarkaðinn áður en við förum í næsta partý sem verður hjá Hörpu og Visnhu, meira um það síðar.
Eigið góða daga og ég vona að þið sem lesið þetta hafið gaman af svona bulli um mat.