Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 6. júlí 2009
Mikið að gera
Set nokkrar línur hér inn. Það er svo mikið að gera í sveitinni í bústaðnum að enginn tími er til að blogga hér.
Margir hafa litið við og haldið hefur verið uppá afmæli og sitthvað gert.
Nú er verið að smíða nýjan pall við húsið svo allur tími fer í það.
Atli Geir og fjölskylda voru hjá okkur í heila viku, og hjálpað mikið til við pallin, svo hann er langt komin núna.
Komum í bæinn til að sækja meira timbur, en erum svo á leiðinni aftur inneftir.
Það var smá kerruævintýri hjá okkur um daginn þegar við fórum með fyrsta farminn af timbrinu. Gamla góða kerran hans Dúdda sem hefur nú þjónað okkur oft og mörgum fleirum, brotnaði á leiðinni, við vorum komin til Súðavíkur þegar hún fór bara í tvennt. Við vorum svo heppin að hitta fólk á göngu sem vísaði okkur á mann sem ætti kerru. Það var hringt í hann og við fengum aðra á stundinni, alltaf gott að þekkja gott fólk. Þetta var okkur líkt að lenda í svona veseni.
Annars eru bara góðir og heitir dagar hjá okkur núna. Sólin skín og jörðin ilmar.
Eigið góða daga.
Margir hafa litið við og haldið hefur verið uppá afmæli og sitthvað gert.
Nú er verið að smíða nýjan pall við húsið svo allur tími fer í það.
Atli Geir og fjölskylda voru hjá okkur í heila viku, og hjálpað mikið til við pallin, svo hann er langt komin núna.
Komum í bæinn til að sækja meira timbur, en erum svo á leiðinni aftur inneftir.
Það var smá kerruævintýri hjá okkur um daginn þegar við fórum með fyrsta farminn af timbrinu. Gamla góða kerran hans Dúdda sem hefur nú þjónað okkur oft og mörgum fleirum, brotnaði á leiðinni, við vorum komin til Súðavíkur þegar hún fór bara í tvennt. Við vorum svo heppin að hitta fólk á göngu sem vísaði okkur á mann sem ætti kerru. Það var hringt í hann og við fengum aðra á stundinni, alltaf gott að þekkja gott fólk. Þetta var okkur líkt að lenda í svona veseni.
Annars eru bara góðir og heitir dagar hjá okkur núna. Sólin skín og jörðin ilmar.
Eigið góða daga.