Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 29. desember 2007
Milli jóla og nýjárs
Ja, nú er rólegt hér i kotinu ég ligg í leti, en Dúddi er úti að mála í 15 gr. hita. Óli fór á hjólinu til Madrid á annan í jólum, fór þaðan í dag áleiðis til Barcelona, ætlar að vera í Zaragoza í nótt og halda svo áframá morgun. Svo hann verður í Barcelona og fagnar nýju ári, hann kemur svo hingað lílega 3. jan. Við verðum því bara tvö á gamlárskvöld, en það er bara fínt sjáum hvað nágrannarnir gera. Við fórum og keyptum okkur í matinn, töskukrabba eða Buey del mar og lítinn kalkún eða Pavo það verður nú fjör að elda þetta, svo verður drukkið eðal kampavín með sem gömlu eigendurnir skildu eftir handa okkur.
En þið sem voruð með kvíða yfir vatninu í glösunum hjá okkur þá get ég sagt ykkur að við drukkum hvítvín með rækjunum, eins og sést á myndinni af öndinni þá drukkum við eðalrauðvín með henni sem heitir Marqués de Céreces. Sem einhverjir kannast nú við ha.
Við erum núna að læra spönsku á hverjum degi. Óli kom með þrjá geisladiska með spönskukennslu, mjög gott að fá framburðinn, svo þetta smásíast inn.
Guðmundur og Lóa sendu okkur pakka og þar í ásamt fleiru var líka spönskukennsludiskur sem er svona líkur tölvuleik og er ansi góður við sitjum við tölvuna og leikum og lærum. Takk kærlega fyrir pakkann við höfum varla farið úr peysunum Takk,takk elskurnar.
Takk fyrir jólakortin og pakkana, og kveðjurnar hér á síðunni það er svo gott að finna að fylgst sé með okkur.
Passið ykkur á myrkrinu og snjónum.
En þið sem voruð með kvíða yfir vatninu í glösunum hjá okkur þá get ég sagt ykkur að við drukkum hvítvín með rækjunum, eins og sést á myndinni af öndinni þá drukkum við eðalrauðvín með henni sem heitir Marqués de Céreces. Sem einhverjir kannast nú við ha.
Við erum núna að læra spönsku á hverjum degi. Óli kom með þrjá geisladiska með spönskukennslu, mjög gott að fá framburðinn, svo þetta smásíast inn.
Guðmundur og Lóa sendu okkur pakka og þar í ásamt fleiru var líka spönskukennsludiskur sem er svona líkur tölvuleik og er ansi góður við sitjum við tölvuna og leikum og lærum. Takk kærlega fyrir pakkann við höfum varla farið úr peysunum Takk,takk elskurnar.
Takk fyrir jólakortin og pakkana, og kveðjurnar hér á síðunni það er svo gott að finna að fylgst sé með okkur.
Passið ykkur á myrkrinu og snjónum.