Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 27. ágúst 2010
Minningarorð
Mín elskulega tengdamóðir Rebekka Jónsdóttir, andaðist á sjúkrahúsinu hér á Ísafirði 24. ágúst sl.
Hún fékk hjartaáfall inní sumarbústaðnum sínum í Tunguskógi 17. ágúst. Hún lá veik þessa viku með sína nánustu sér við hlið allan tímann. Og hún fékk fallegt og hægt andlát, ef hægt er að segja svo. Rebekka var yndisleg kona, ljúf og góð, vildi öllum vel og mátti aldrei heyra að einhverjum liði illa eða ætti um sárt að binda. Alltaf boðin og búinn til að hjálpa öðrum.
Ég kom inní fjölskylduna fyrir 26 árum og við áttum margar góðar stundir saman við spjall og þá var oft talað um handavinnu en Rebekka var mikil handavinnukona var alltaf með prjónana sína sér við hlið og gerði peysur, vettlinga og sokka fyrir alla í fjölskyldunni og margan barnasokkinn jafnvel á þá sem ekkert voru henni skildir, bara ef hún frétti að einhvern vantaði sokka.
Hún undi sér vel í sínum sumarbústað innií skógi og það var gaman og gott að koma til hennar og Guðmundar á meðan hann lifði. Gott spjall um kartöfluuppskeru, berjasprettu og landsins gagn og nauðsynjar. Þau voru yndislegir tengdaforeldrar og voru mér og mínum sonum góð.
Takk fyrir allt Rebekka mín, ég veit þú ert í góðum höndum hjá Guðmundi þínum Guð geymi ykkur.
Svo skrítið sem það nú er dó Adda mamma Helgu vinkonu minnar sama dag og Rebekka en þær voru mjög góðar vinkonur sérstaklega eftir að þær voru báðar komnar á Hlíf, hittust á hverjum degi og stundum oft á dag, Þær fengu báðar hvíldina með nokkra tíma á milli, sem sagt þær voru samferða.
Öddu eða Jónína Kristjánsdóttir sem hún hét er mamma Helgu minnar, sem ég hef þekkt frá því við vorum 10 ára.
Oft fór ég með Helgu í kaffi til mömmu hennar á morgnana í stóru frímínútunum því hún bjó svo stutt frá skólanum og alltaf gaf Adda mér að borða, enda langt heim. Ég var inná heimili hennar eins og eitt barnið í viðbót. Adda var alltaf svo ljúf og góð og einnig hún var dugleg að prjóna og gera aðra handavinnu á meðan hún gat. Það var líka gott að koma í kaffi á sunnudögum í Skólagötuna og fá þessar fínu rjómatertur og annað góðgæti.
Hún var búinn að vera lengi veik, og var Rebekka dugleg að vera hjá henni og spjalla.
Takk fyrir allt Adda mín og Guð geymi þig.
Nú eru horfnar á braut tvær yndislegar konur sem ég þekkti vel og á ég eftir að sakna þeirra.
Ég sendi öllum þeirra aðstandendum okkar dýpstu samúðarkvejur.
Eigið góða daga, og Guð vaki yfir ykkur.
Hún fékk hjartaáfall inní sumarbústaðnum sínum í Tunguskógi 17. ágúst. Hún lá veik þessa viku með sína nánustu sér við hlið allan tímann. Og hún fékk fallegt og hægt andlát, ef hægt er að segja svo. Rebekka var yndisleg kona, ljúf og góð, vildi öllum vel og mátti aldrei heyra að einhverjum liði illa eða ætti um sárt að binda. Alltaf boðin og búinn til að hjálpa öðrum.
Ég kom inní fjölskylduna fyrir 26 árum og við áttum margar góðar stundir saman við spjall og þá var oft talað um handavinnu en Rebekka var mikil handavinnukona var alltaf með prjónana sína sér við hlið og gerði peysur, vettlinga og sokka fyrir alla í fjölskyldunni og margan barnasokkinn jafnvel á þá sem ekkert voru henni skildir, bara ef hún frétti að einhvern vantaði sokka.
Hún undi sér vel í sínum sumarbústað innií skógi og það var gaman og gott að koma til hennar og Guðmundar á meðan hann lifði. Gott spjall um kartöfluuppskeru, berjasprettu og landsins gagn og nauðsynjar. Þau voru yndislegir tengdaforeldrar og voru mér og mínum sonum góð.
Takk fyrir allt Rebekka mín, ég veit þú ert í góðum höndum hjá Guðmundi þínum Guð geymi ykkur.
Svo skrítið sem það nú er dó Adda mamma Helgu vinkonu minnar sama dag og Rebekka en þær voru mjög góðar vinkonur sérstaklega eftir að þær voru báðar komnar á Hlíf, hittust á hverjum degi og stundum oft á dag, Þær fengu báðar hvíldina með nokkra tíma á milli, sem sagt þær voru samferða.
Öddu eða Jónína Kristjánsdóttir sem hún hét er mamma Helgu minnar, sem ég hef þekkt frá því við vorum 10 ára.
Oft fór ég með Helgu í kaffi til mömmu hennar á morgnana í stóru frímínútunum því hún bjó svo stutt frá skólanum og alltaf gaf Adda mér að borða, enda langt heim. Ég var inná heimili hennar eins og eitt barnið í viðbót. Adda var alltaf svo ljúf og góð og einnig hún var dugleg að prjóna og gera aðra handavinnu á meðan hún gat. Það var líka gott að koma í kaffi á sunnudögum í Skólagötuna og fá þessar fínu rjómatertur og annað góðgæti.
Hún var búinn að vera lengi veik, og var Rebekka dugleg að vera hjá henni og spjalla.
Takk fyrir allt Adda mín og Guð geymi þig.
Nú eru horfnar á braut tvær yndislegar konur sem ég þekkti vel og á ég eftir að sakna þeirra.
Ég sendi öllum þeirra aðstandendum okkar dýpstu samúðarkvejur.
Eigið góða daga, og Guð vaki yfir ykkur.