Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 21. mars 2011
Minningarorð um Carmen
Langar að skrifa nokkur fátækleg orð um góða konu sem ég þekkti nú lítið en var nágranni okkar í 4 ár, hefði alveg viljað kynnast henni meira en málaörugleikar hömluðu því.
Klukkan átta í morgun vorum við vakinn með banki á dyrnar og sagt að Carmen væri dáinn. Aftur var bankað kl. níu og sagt að jarðarförin væri kl. hálf fimm í dag.
Okkar yndislega nágrannakona, hún veiktist af krabbameini í lungum sl. sumar og var slæm þegar við komum hingað út, en hresstist svo um jólin en í janúar fékk hún slæma flesnu og eftir það í mjaðmirnar svo hún gat ekki gengið og þurfti mikla umhyggju sem hún fékk af dætrum sínum sem eru þrjár, þær voru hér allan sólahringinn.
Ég man að fyrsta veturinn okkar hér var hún alltaf að þrífa, hún skúraði út úr dyrum á hverjum degi, byrjaði snemma morguns og söng við sína vinnu fallega sálma sem ég þekkti ekki. Þegar búið var að þrífa þá var byrjað að elda og hér ilmaði alltaf af góðum mat milli eitt og tvö á daginn og svo var borðað. Seinnipartinn notaði hún svo til að hvíla sig og fara í göngutúra með frænkum og vinkonum sínum hérna í götunni. Carmen og Fermín eiga 5 barnabörn sem voru hér næstum uppá hvern dag og var hún viljug að vera með þau hér úti, fara labbitúr með þau og alveg örugglega hafa þau fengið eitthvað gott í goggin hjá ömmu. Það má segja að Carmen og Fermín hafi tekið okkur í fóstur síðan við komum hingað, færandi okkur grænmeti og annað, sem ég hef nú reyndar oft sagt frá hér á þessari síðu.
Jarðarförin var sem sagt líka í dag og fórum við Dúddi þangað að sjálfsögðu, vissum nú reyndar lítið hvernig á að haga sér en þetta gekk samt allt vel hjá okkur. Athöfnin byrjaði á að kistan stóð fyrir utan kirkjudyrnar og presturinn blessaði hana. Síðan var kistan borin inn og sett við altarið eins og venja er. Fermín og dæturnar gengu fyrst inn. Krikjan var þéttsetinn og við stóðum allan tímann ásamt fleirum. Fyrir utan þá sem voru úti, en þar voru margir. Þessi athöfn var falleg og allt allt öðruvísi en maður á að venjast. Presturinn talaði um Carmen, einn sálmur sunginn, gengið til altaris en öðruvísi en hjá okkur. Svo var farið út og við rekin inní bíl,(ekki samt okkar því hann var heima), til að fara í kirkjugarðinn. Þar var ótrúlegt að sjá. Við vorum með svo góðri konu að hún setti okkur fremst og þegar kistan var opnuð til að gá hvort væri verið að jarða rétta manneskju, náði ég aðeins að blessa hana, en það var gler yfir kistunni. Þarna lá hún falleg og friðsöm á leið til Guðs. Lokið var síðan sett á aftur. Kistan svo sett inn í skáp og múrað fyrir. Guð blessi Carmen og hennar fjölskyldu og styrki þau í sinni sorg.
Eigið góða daga.
Klukkan átta í morgun vorum við vakinn með banki á dyrnar og sagt að Carmen væri dáinn. Aftur var bankað kl. níu og sagt að jarðarförin væri kl. hálf fimm í dag.
Okkar yndislega nágrannakona, hún veiktist af krabbameini í lungum sl. sumar og var slæm þegar við komum hingað út, en hresstist svo um jólin en í janúar fékk hún slæma flesnu og eftir það í mjaðmirnar svo hún gat ekki gengið og þurfti mikla umhyggju sem hún fékk af dætrum sínum sem eru þrjár, þær voru hér allan sólahringinn.
Ég man að fyrsta veturinn okkar hér var hún alltaf að þrífa, hún skúraði út úr dyrum á hverjum degi, byrjaði snemma morguns og söng við sína vinnu fallega sálma sem ég þekkti ekki. Þegar búið var að þrífa þá var byrjað að elda og hér ilmaði alltaf af góðum mat milli eitt og tvö á daginn og svo var borðað. Seinnipartinn notaði hún svo til að hvíla sig og fara í göngutúra með frænkum og vinkonum sínum hérna í götunni. Carmen og Fermín eiga 5 barnabörn sem voru hér næstum uppá hvern dag og var hún viljug að vera með þau hér úti, fara labbitúr með þau og alveg örugglega hafa þau fengið eitthvað gott í goggin hjá ömmu. Það má segja að Carmen og Fermín hafi tekið okkur í fóstur síðan við komum hingað, færandi okkur grænmeti og annað, sem ég hef nú reyndar oft sagt frá hér á þessari síðu.
Jarðarförin var sem sagt líka í dag og fórum við Dúddi þangað að sjálfsögðu, vissum nú reyndar lítið hvernig á að haga sér en þetta gekk samt allt vel hjá okkur. Athöfnin byrjaði á að kistan stóð fyrir utan kirkjudyrnar og presturinn blessaði hana. Síðan var kistan borin inn og sett við altarið eins og venja er. Fermín og dæturnar gengu fyrst inn. Krikjan var þéttsetinn og við stóðum allan tímann ásamt fleirum. Fyrir utan þá sem voru úti, en þar voru margir. Þessi athöfn var falleg og allt allt öðruvísi en maður á að venjast. Presturinn talaði um Carmen, einn sálmur sunginn, gengið til altaris en öðruvísi en hjá okkur. Svo var farið út og við rekin inní bíl,(ekki samt okkar því hann var heima), til að fara í kirkjugarðinn. Þar var ótrúlegt að sjá. Við vorum með svo góðri konu að hún setti okkur fremst og þegar kistan var opnuð til að gá hvort væri verið að jarða rétta manneskju, náði ég aðeins að blessa hana, en það var gler yfir kistunni. Þarna lá hún falleg og friðsöm á leið til Guðs. Lokið var síðan sett á aftur. Kistan svo sett inn í skáp og múrað fyrir. Guð blessi Carmen og hennar fjölskyldu og styrki þau í sinni sorg.
Eigið góða daga.