Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 5. desember 2007

Mudamiento

Bæjarskiltið
Bæjarskiltið
« 1 af 8 »
Nú erum við búinn að vera í húsinu í 4 nætur og hefur það bara gengið vel, vöknum við hanagal á hverjum morgni og sofnum við gelt á kvöldin, en rólegt yfir næturnar engir ræningjar á ferð. Það er mikið að gera við að þrífa og koma sér fyrir með þetta litla dót, en gott er að hafa fengið öll þessi husgögn. Gamla frúin skildi eftir handa okkur fullt af glösum einn grunnan disk nokkra djúpa og einn fylgidisk svo við höfum getað fengið okkur að borða af diskum. Svo var fullt af gömlum glösum í fína skápnum og gamlir bollar svona einn og einn stakur gott fyri bollasafnara kanski maður byrjai bara á því hér.
Það var ansi kallt í húsinu fyrstu tvo dagana sérstaklega á kvöldi og nóttunni því sólin er ekki sterk núna og hitinn fer niður í 10 gr, á nótunni en þetta er allt að lagast og við að læra að láta sólina verma húsið.
Erum búinn aðfara í nokkra göngutúra um svæðið, í gengum appélsínu og sítrónuakra þar sem trén svigna undan þessu, en nú á víst bráðum að fara tína þetta af.
Á laugard0gum er markaður í næsta næ sem heitir Almoradí 10 mín akstur og þar versluðum við grænmeti og ávexti ásamt ýmsu öðru smálegu.
á nú eftir að hreinsa kalkúnastíjur sem voru á baklóðinni og kemur ansi vond lykt af því en þetta verður tekið núna. Kalkúnarnir fylgdu ekki með í kaupunum en þá borða spánverjar um jólin.
Okkur sýnist að nágrannarnir séu besta fólk en við höfum nú ekki mikið reynt að tala við þau enn enda ekki orðin góð í spænsku.
En þetta er heimilisfangið okkar hér:
Þórdís eða Dúddi
Ur Barrio de los Perros 3
03369 Mudamiento
Orihuela Alicante
Espana