Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Mundamiento

Mundamiento húsið okkar
Mundamiento húsið okkar
Þá er það staðfest, við höfum eignast hús á Spáni!!! allt gengið upp og allir oappírar eru komnir þeir eru svona 1 kg að þyngd ekkert smáræðis pappírsflóð. En við fengum  þá afhenta um hádegi í gær. Og fórum auðvitað uppeftir að skoða betur og tókum eitthvað af öllum þessum farangri sem voru nokkrar flíkur í plastpokum því við misstum jú allar okkar töskur, en við fórum og keyptum eina hjá kínverja í gær. Þetta lítur mjög vel út en það þarf sko að taka til hendinni svo Dúddi hefur alveg nóg að gera í vetur við að dunda þarna í mörgu.  Þetta var ekkert þrifið svo nú er að bretta upp ermarnar og byrja að skrúbba nú væri gott  að fá  duglegar hendur. En við höfum svo mikinn tíma og við gerum þetta bara á spánverjahraða og segjum manjana.  Við sendum ykkur myndir þegar við verðum búinn að fá okkur nýja vél.  Ég kann alltaf betur og betur við svæðið það er við verðum, þarna eru bara spánverjar og ein ensk hjón sem er nú ágætt, en nú er bara að hella sér í spönsknám svo hægt sé að tala við nágrannan sem er allt svo eldra fólk og virðist vera mjög elskulegt.  Húsgögni eru ansi flott og konan skildi eftir fullt af glösum bollum og öðru í eldhúsið, þegar hún frétti að við höfðum verið rænd. Gömul vín sem við vitum ekki einu sinni hvað er við bíðum með að drekka það þangað til Harrý hefur komið í heimsókn  og getur sagt okkur hvað þetta er.
Nú erum við að fara að versla inn og það verður eins og að byrja fyrst að búa, ekkert til.
Mig langar til að þakka ykkur öllum fyrir fallegar og góðar hugsanir til okkar vegna hjólhýsisins, við erum svona að jafna okkur á þessu en erum voða vör um okkur finnst alltaf eins og verið se´að fylgjast með okkur, sofum ekki nógu vel. Bíllinn er kyrfilega læstur en við spyrjum alltaf á verjum morgni er hann þarna? Þetta lagast vonandi þegar við komum þarna uppeftir því þar eru húsin varla læst en okkar verður harðlæst.
Er búinn að finna netkaffi í Almoradí sem er í 10 mín keyrslu að heiman þangað get ég farið næst en þar er ekki hægt að vera með sína tölvu.
Læt adressuna koma seinna því mig vantar póstmúmerið, við vorum að panta síma og internet og eigum að fá það 15 des. en við trúm nú ekki að það verði alveg svo gott en sjáum til lukkudísin er að koma til okkar aftur. Við erum hress og tilbúinn í átökin við húsið.