Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 17. febrúar 2011

Nú blæs Kári

Við vatnið í Torremendo
Við vatnið í Torremendo
« 1 af 10 »
Hér er núna alveg bálhvasst, hlýtt og sól, en varla stætt úti, þetta eru lægðir sem ganga hér yfir Spán þessa dagana og er bálhvasst um allt land, við erum nú að vona að þessu fari að linna svo að þið á Íslandi fáið ykkar snjó fyrir páska.
Við erum nú aðeins að hressast eftir þessa leiðinlegu flensu sem hefur herjað hér á okkur í rúma viku, með miklum hósta og leiðindasleni. Síðasta sunnudag reyndum við nú að fara með flensuna uppá fjall, en þangað fórum við í bíltúr til að hrista af okkur slenið eftir að vera næstum  lokuð inni í viku.
Við ákváðum að fara í bíltúr eftir hádegi á sunnudag, tókum kortið til að vita hvert skildi halda , eitthvað sem við höðfum ekki séð áður. Við tókum meira að segja Maríu GPS með, hún fékk aðeins að röfla smá stund. Við stefndum til Torremendo sem er á hæð hérna rétt hjá og þar er fallegt og stórt vatn. Þarna var margt fólk bæði að veiða og eins bara að njóta veðursins sem var mjög gott. Þarna eru fullt að möndlutrjám sem eru öll í blóma núna fallega bleik eða lillablá blóm og sjá heilu breiðurnar af þeim var alveg yndislegt, minnir mann á að vorið er á leiðinni. Nú er bara mánuður eftir af vetrinum hér.
 Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða mér finnst ég alltaf vera að skrifa hérna og kíki ég og sé að það er komin vika þá hristir maður bara hausinn. Eins og mér finnst bara alltaf vera þriðjudagur þá fer ég í skólann og það er varla tími til að læra heima því vikann er liðinn áður en maður veit af.
Ég verð orðin 100 ára bara eftir nokkur ár ef þetta gengur svona hratt, kunnið þið ekki ráð við að stoppa tímann aðeins eða að hann fari ekki  svona fjandi hratt frá manni.
Við erum búinn að panta okkur far heim 26 maí sem verður komin áður en ég sný mér við, en það verður gaman að koma heim og hitta allt fólkið sitt. Þetta er nú að verða ansi stór hópur hjá okkur Dúdda og nóg að knúsa og kyssa þegar heim kemur.
Fermín kemur hingað til okkar reglulega með eitthvað góðgæti, hvítlauk, kál, ætiþirsla og svo eigum við von á appelsínum, Dúddi fer svo oft að hjálpa honum að saga í eldinn, hann er svo slæmur í öxlinni karl anginn, hann er mikill veiðimaður og finnst gaman að fara að veiða með vinum sínum. Carmen fékk þessa slæmu flensu sem var nú ekki gott ofaní í krabbmeinið nú er flensan orðin góð en hún er þá komin með svo mikla slæmsku í mjöðmina að hún getur sig varla hreyft.
Ignacio tengdasonur þeirra hefur verið að aðstoða okkur hér við að tala við rafmagnsveituna hérna en þeir eru að fara að setja upp digital mæla í hvert hús á Spáni, svo við sleppum ekkert við það.
Allir dagar eru góðir dagar og farið vel með þá og passið ykkur á vindinum.