Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 26. apríl 2012

Nú er stutt í heimferð

Nú er hann á heimleið eftir langa útiveru
Nú er hann á heimleið eftir langa útiveru
« 1 af 10 »
Já, nú er stutt í að maður fari að leggja af stað í langa heimferð, sem mér fannst vera langt í burtu þegar pantað var í febrúar en á laugardaginn hefst ferðin heim með bílinn. Hann er nú búinn að þjóna okkur vel hér á Spáni en nú er hann kominn með heimþrá svo það er best að koma honum heim áður en hann verður hirtur af okkur eða eitthvað kemur uppá. 5 ár er langur tími fyrir góðan bíl að fá ekkert að spóla eða erfiðast neitt með 4 drifum þó jepplingur sé.
Við leggjum af stað á laugardagsmorgun og er fyrsti áfangi ansi langur allaleið að mörkum Frakklands í lítinn bæ þar sem gott fólk ætlar að hýsa okkur í tvær nætur þau Þóra og Stefán. Það verður gaman að skoða sig um á þeim slóðum. Þaðan höldum við svo í gegnum Frakkalnd með gistingu á einum stað á hóteli kannski tvær nætur við sjáum til hvernig okkur líst á það. Þaðan liggur svo leiðin til Frankfurt til að heimsækja Óla og Gíslu og stelpurnar þar fáum við kannski að vera í 2 daga ætlum bara að láta það ráðast. Þaðan höldum við svo til Ágústu Óla frænku Dúdda sem býr við landamæri Danmerkur og þýskalands og þar fáum við að vera eina nótt áður en við höldu í síðasta áfangann til Sissu og Óla í Randers. Þar ætlum við að stoppa fram til 12 maí, halda uppá afmælið hans Dúdda 10 maí og gera eitthvað skemmtilegt með þeim, það er orðið langt síðan við höfum hist eitthvað að ráði kominn tími til. Til landsins komum við svo 15 maí og er óráðið hvenær við höldum svo vestur á Ísafjörð eða í sumarbústaðinn en þangað er hugurinn kominn og til allra barnanna.
En í dag erum við að pakka og dunda okkur við eitt og annað fórum á markaðinn í Rafal og keyptum fullt af möndlum fyrir Sissu þær eru víst svo dýrar í danaveldi og hún borðar mikið af þeim. Keyptum líka strigaskó á 12 evrur á eitt barnið, þarna voru heilu slárnar af allavega fínum og líka ljótum bolum sem kostuðu ekki nema 1-3-5 evrur stundum gastu fengið 2 fyrir 5 evrur. Við létum grænmetið og ávextina eiga sig núna, en okkur var heilsað því fólk er farið að kannast við okkur í Rafal, það er voða gaman að fara á þennan markað hann er lítill en fallegt og ódýrt græmeti þarna.
Í dag erum við svo að fara í mat til Bertu og Auðunns í Gamla húsinu en þau eru stödd þar núna og verður gaman að hitta þau.
Í fyrri viku var okkur boðið í mat til Guðrúnar og Kára í 5 rétta máltíð með öllu tilheyrandi og var voða gaman þetta kvöld það má segja að þetta hafi verið svona slútt á vetrarfagnaðinum hjá okkur hérna því þá var síðasti vetrardagur á Íslandi.Takk fyrir skemmtilegt kvöld kæru vinir.
Svo voru Dúddi og Gummi einn dagin að fella stærðar tré úr garinum hjá Palla og fæst þá góður eldiviður fyrir næsta vetur.
Hér er vor enn, sumarið kemur ekki fyrr en 21 júní. Hitinn er bara þokkalegur svona um 25 gr. yfir daginn en kólnar svo á kvöldin en þetta er voða gott samt, kemur hita í skrokkinn og manni líður vel.
Ég hugsa að ég setji nú eitthvað  af ferðasögunni hér inn með nokkrum myndum, ef ég kemst í internetsamabnd sem er víst orðið auðvelt í dag. Heimferðin verður að fara í dagbókina mína eins og ferðin hingað út.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á Íslandi í sumar.
Eigið góða daga og farið varlega það ætlum við að gera.