Ţórdís Guđmundsdóttir | mánudagurinn 5. janúar 2009
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka" orti skáldið. 2008 er liðið og nýtt tekið við.
Það hefur nú ýmislegt drifið á dagana á gengnu ári en ég ætla nú ekki að telja það allt upp. Þá skoðar maður bara bloggið til að rifja upp mest af því sem skeði, en yfirleitt var það gott ár allaveg fyrir okkur.
Hér í Mudamiento gengur lífið sinn vanagang. Ég hef nú lítið verið að segja frá því sem bóndinn færir okkur en það rignir alltaf yfir okkur annað slagið allavega káli, appelsínum, sítrónum, hvítlauk og ýmsu öðru góðgæti. Ég hugsa að nú séu til um 10 kg. af appelsínum, bara gott.
Þessir nágrannar okkur eru svo ótrúlega hjálpsamt fólk að maður á varla til eitt einasta orð.
Nokkru fyrir áramót kallaði Fermin bóndi á Dúdda og sýndi honum þakkantinn á húsinu sem snýr inn í sameiginlega portið, hann var alveg að hrinja niður svona steypuklumpar (Spænskbygging). Eitthvað smá hafði hrunið. Svo Dúddi fór uppá þak til að reyna að taka þetta en það gekk nú ekki svo auðveldlega. Hætta stafaði af þessu og stórfjölskyldan i mat í næsta húsi hjá frænku.
Þá kemur Manuelo tengdasonur (hann á þrjá) til að sækja sér bjór og fer að benda og tala á fullu og býðst til að þeir komi eftir áramótin til að laga þetta fyrir okkur. Við eigum ekki að gera neitt þeir komi með stillas og efni svo eitthvað hafa þeir verið búnir að skoða þetta. Þá kom Ignacio líka tengdasonur og allt er ákveðið. Mikið talað bent og patað.
Svo um nóttina þá datt niður annað stykki með háum kvell, en við sváfum og það var búið að sópa og henda öllu draslinu þegar við komum á fætur. Svo við vorum bara róleg og báðum bara Guð um að ekki mynda rigna mikið inní vegginn og hann blotna. Engin varð rigningin utan nokkrir dropar seinni partinn sem ekki olli neinum skaða.
Áttum fín áramót með nýja frændfólkinu mínu og leið bara vel.
Svo komu þeir á laugardagsmorguninn eldsnemma við ekki vöknuð og voru byrjaðir að vinna, Dúddi fór og var snúnigastrákur hjá þeim og sá gamli stóð og horfði á. Þeir voru búnir að pússa hálfan vegginn setja þaksteina og gera þetta voða fínt á hádegi, svo nú er bara eftir að mála sem verður líklega gert fljótlega.
Svo komu þeir með reiking fyrir efninu en vinnan var gefin, ótrúlegt, við sem getum varla talað við þau nema á fingramáli.
Þeim var svo boðið upp á kaffi og bjór á eftir skonur og súkkulaðismákökur með. Í gær á sunnudegi fengu þau öll eina ég meina stórfjölskyldan, Brúna með brúnu, það verður gaman að vita hvernig þeim finnst hún á brgaðið.
Hér er voða lítið um að konur baki heima þær kaupa allt í bakaríunum og það er allt svo dýsætt, úðað sykri.
Við erum búinn að skrá okkur á námskeið í spænsku! við byrjum næsta mánudag og verðum í 2 tíma á mánudögum og miðvikudögum, þurfum að vísu að keyra til Torrevieja en það er nú í lagi. Það er ensk kona sem er með þessi námskeið og hefur verið með þau í mörg ár og þetta kostar heldur ekki mikið. Segi ykkur betur frá þessu í næsta bloggi.
Nú eru semsagt gömlu hjúin að setjast á skólabekk og reyna eitthvað á gömlu sellurnar sem eru nú orðnar ansi gleymnar en við höfum nú bara gott af því að reyna eitthvað á þetta líffæri, ekki satt?
Nú eru sólkinsdagur á Spáni en sólin hefur varla sést á þessu ári fyr.
Eigið góða daga
heimasími: (Spánn 0034)
966753340
gsm:
636736571
email:
silakot@gmail.com
Nýtt ár
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka" orti skáldið. 2008 er liðið og nýtt tekið við.
Það hefur nú ýmislegt drifið á dagana á gengnu ári en ég ætla nú ekki að telja það allt upp. Þá skoðar maður bara bloggið til að rifja upp mest af því sem skeði, en yfirleitt var það gott ár allaveg fyrir okkur.
Hér í Mudamiento gengur lífið sinn vanagang. Ég hef nú lítið verið að segja frá því sem bóndinn færir okkur en það rignir alltaf yfir okkur annað slagið allavega káli, appelsínum, sítrónum, hvítlauk og ýmsu öðru góðgæti. Ég hugsa að nú séu til um 10 kg. af appelsínum, bara gott.
Þessir nágrannar okkur eru svo ótrúlega hjálpsamt fólk að maður á varla til eitt einasta orð.
Nokkru fyrir áramót kallaði Fermin bóndi á Dúdda og sýndi honum þakkantinn á húsinu sem snýr inn í sameiginlega portið, hann var alveg að hrinja niður svona steypuklumpar (Spænskbygging). Eitthvað smá hafði hrunið. Svo Dúddi fór uppá þak til að reyna að taka þetta en það gekk nú ekki svo auðveldlega. Hætta stafaði af þessu og stórfjölskyldan i mat í næsta húsi hjá frænku.
Þá kemur Manuelo tengdasonur (hann á þrjá) til að sækja sér bjór og fer að benda og tala á fullu og býðst til að þeir komi eftir áramótin til að laga þetta fyrir okkur. Við eigum ekki að gera neitt þeir komi með stillas og efni svo eitthvað hafa þeir verið búnir að skoða þetta. Þá kom Ignacio líka tengdasonur og allt er ákveðið. Mikið talað bent og patað.
Svo um nóttina þá datt niður annað stykki með háum kvell, en við sváfum og það var búið að sópa og henda öllu draslinu þegar við komum á fætur. Svo við vorum bara róleg og báðum bara Guð um að ekki mynda rigna mikið inní vegginn og hann blotna. Engin varð rigningin utan nokkrir dropar seinni partinn sem ekki olli neinum skaða.
Áttum fín áramót með nýja frændfólkinu mínu og leið bara vel.
Svo komu þeir á laugardagsmorguninn eldsnemma við ekki vöknuð og voru byrjaðir að vinna, Dúddi fór og var snúnigastrákur hjá þeim og sá gamli stóð og horfði á. Þeir voru búnir að pússa hálfan vegginn setja þaksteina og gera þetta voða fínt á hádegi, svo nú er bara eftir að mála sem verður líklega gert fljótlega.
Svo komu þeir með reiking fyrir efninu en vinnan var gefin, ótrúlegt, við sem getum varla talað við þau nema á fingramáli.
Þeim var svo boðið upp á kaffi og bjór á eftir skonur og súkkulaðismákökur með. Í gær á sunnudegi fengu þau öll eina ég meina stórfjölskyldan, Brúna með brúnu, það verður gaman að vita hvernig þeim finnst hún á brgaðið.
Hér er voða lítið um að konur baki heima þær kaupa allt í bakaríunum og það er allt svo dýsætt, úðað sykri.
Við erum búinn að skrá okkur á námskeið í spænsku! við byrjum næsta mánudag og verðum í 2 tíma á mánudögum og miðvikudögum, þurfum að vísu að keyra til Torrevieja en það er nú í lagi. Það er ensk kona sem er með þessi námskeið og hefur verið með þau í mörg ár og þetta kostar heldur ekki mikið. Segi ykkur betur frá þessu í næsta bloggi.
Nú eru semsagt gömlu hjúin að setjast á skólabekk og reyna eitthvað á gömlu sellurnar sem eru nú orðnar ansi gleymnar en við höfum nú bara gott af því að reyna eitthvað á þetta líffæri, ekki satt?
Nú eru sólkinsdagur á Spáni en sólin hefur varla sést á þessu ári fyr.
Eigið góða daga
heimasími: (Spánn 0034)
966753340
gsm:
636736571
email:
silakot@gmail.com