Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 11. janúar 2013

Nýtt ár og hvað er framundan?

Þetta er orðin fallegur hópur hjá okkur Dúdda.
Sjáið vettlingana!!!
Þetta er orðin fallegur hópur hjá okkur Dúdda. Sjáið vettlingana!!!
« 1 af 9 »
Nú er komið nýtt ár og maður spyr sig, hvað er framundan á því nýja? Það verður bara spennandi að vita hvað tekur við.
Hvað tekur maður sér fyrir hendur, það verður gaman að vita, og ég ætla bara að halda áfram að skrifa hérna á þessa síðu mína á meðan ég nenni og hef eitthvað að segja. Það er líka svo gott að geta bara flett upphérna til að vita hvað var ég að gera hér og þar á þessum árum síðan ég byrjaði á þessu. Þið eruð líka ansi mörg sem kíkið hérna inn svo ég hugsa alltaf oo ég verð að fara að skrifa og þetta heldur mér við efnið, takk fyrir það öll sem kíkið hér inn. Þið megið nú alveg segja halló öðru  hvoru það þarf ekki meira til að gleðja mína litlu sál, sérstaklega þegar ég er á Spáni og hef kannski engan talað við lengi.
Nú erum við Dúddi búin að vera bara ansi dugleg síðan á áramótum við að laga litlu íbúðina okkar hérna á Ísafirði. Ég er búin að mála eldhúsið á meðan hann er að rífa niður baðherbergið sem var orðið ansi ljótt og illa farið. Baðkarið farið út og verður notað sem sandkakki í Sílakoti, laga í kringum gluggann og annað. Klósettið og vaskurinn fjúka svo eftir helgina og nýtt kemur í staðin, að sjálfsögðu. Settar verða fínar plötur á veggina og korkur á gólfið, þetta er voða spennandi.
Svo verð ég að skrifa eitthvað um veðrið. Nú er fínt veður nærri heiðskírt og maður sér smá geisla sólarinna skína á skýjin og hitinn um 5 gr. Ótrúlegt eins og veðrið var fyrir 10 dögum síðan þegar allt fór á kaf í snjó, nokkrum dögum seinna kom rigning og nú er næstum allur snjór farinn og götur auðar, hálka var ansi mikil en er farin. Ég veit að það er sól pg fínt veður á Spáni núna og er mér oft hugsað þangað en það er gaman að upplifa þetta veðurfar uppá nýtt.
Á morgun ætlum við að halda hér matarboð fyrir Mallakúta, í fyrsta skipti hérna og verður gaman að vita hvernig það tekst með 6 gesti, en þröngt mega sáttir sitja, stendur einhversstaðar.
Nú ætla ég að skella hérna nokkrum myndum sem Ágúst tók í sumar þegar fjölskyldan hittist í sælunni í sveitinni, þetta var helgin 17 júní og gistu allir í tjöldum, gestahúsi, hjólhýsi og auðvitað bústaðnum líka og var þetta mjög skemmtilegt, vonandi verður þetta sem oftast.
Nú erum við búin að hitta allt fólkið okkar nema Óla og Elísabetu, Óli kemur hingað á fimmtudaginn en hann var í Perú á jólunum og Elísabet er að vinna í London, hitti hana vonandi smástund áður en við förum út því hún kemur líklega í byrjun febrúar, í smá frí.
Eigið góða daga á nýju ári og farið vel með ykkur.