Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 24. ágúst 2011
Nýtt barnabarn og fleira
Það er óhætt að segja að mikið sé að gera hjá okkur, nýbúið að skíra einn kút, þegar annað barnbarn fæðist.
17. ágúst eignuðust Atli Geir og Edda litla stúlku sem var 17 merkur og 54 cm. og hefur verið nefnd Ásta Lind
fallegt nafn á fallegri lítilli stúlku. Ég fór suður til að sjá hana og fjölskylduna og var hjá þeim yfir helgina síðustu.
Ásta Lind er róleg og góð með dökkt hár og líkist pabba sínum. Aron og Bjarney eru mjög ánægð og stolt af litlu systir og við auðvitað líka þetta er nú alltaf kraftaverk þegar lítið barn fæðist.
Það hefur líka verið sorg í sumar hjá okkur eins og gengur í öllum fjölskyldum, en minn elskulegi frændi Siggi Sveins frá Góustöðum dó í sumar. Hann hefur verið minn uppáhaldsfrændi síðan ég man eftir mér, alltaf var hann svo góður og elskulegur við okkur. Hans er sárt saknað og er stórt tómarúm sem hann skilur eftir sig hjá fjölsykdunum hérna á Ísafirði þá meina ég okkur systkinum börnum Guðmundar Sveins. Blessuð sé minning hans.
Einnig fór ég í jarðarför hjá konu Gunnars Sveinssonar, Fjólu en þau búa í Keflavík, þannig að för mín suður var bæði gleðileg og sorgleg. Fjóla var yndisleg kona sem gaman var að ræða við og gott var að heimsækja þau hjón heim.
Blessuð sé minning Fjólu.
Annars gengur lífið sinn vanagang við erum komin á Ísafjörð núna og búið að loka sumarparadísinni fyrir veturinn þar sem við höfum ekki tíma til að vera þar lengur í ár. Dúddi hefur verið duglegur að fara til berja og við getum tekið með okkur einhver ber til Spánar þegar við förum þangað sem verður líklega ekki fyrr en um mán.mót sept. okt.
Harpa og Vishnu komu í heimsókn og gistu hjá okkur eina nótt og Dúddi dreyf þau með sér til berja í Skötufirðinum og voru þau mjög ánægð og var gaman að hafa þau hjá sér, takk fyrir komuna, sjáumst á Spáni.
Í ár var Saga Líf vinnumaðurinn, hún hjálpaði afa að pakka saman trambólíni, aparólunni og fleira dóti, þau voru bara tvö í sveitinni í tvo daga þar sem ég stakk af suður og var hún voða góð hjá afa sínum á meðan. Hrefna kom svo og sótti hana á laugardagsmorgun þegar hún og þau voru að fara aftur á Bifröst. Og nú er sú litla Saga Líf byrjuð í skóla 6 ára.
Ég lofaði að tala um verlunarmannahelgina en hún var ósköp hefðbundin ekki margir gestir þetta árið en góðir, sólin skein, það var vindur, regn, og allur pakkinn af veðri nema snjókoma, bálið var á sínum stað og kúturinn líka, nema núna var haldið af honum brotið svo hann er í smá lamasessi en verður lagaður fyrir næsta ár.
Ég er nú farin að hlakka til að komast aftur til Spánar í húsið mitt og hætta þessu flakki hérna heima maður er aldrei á sama stað nema stutta stund í einu, það verður fínt að komast í rólegheit í sólinni og prjóna. Þó ég sé nú alltaf að prjóna hérna líka.
Eigið góða berjadaga.
Set hérna líka myndir frá versló.
17. ágúst eignuðust Atli Geir og Edda litla stúlku sem var 17 merkur og 54 cm. og hefur verið nefnd Ásta Lind
fallegt nafn á fallegri lítilli stúlku. Ég fór suður til að sjá hana og fjölskylduna og var hjá þeim yfir helgina síðustu.
Ásta Lind er róleg og góð með dökkt hár og líkist pabba sínum. Aron og Bjarney eru mjög ánægð og stolt af litlu systir og við auðvitað líka þetta er nú alltaf kraftaverk þegar lítið barn fæðist.
Það hefur líka verið sorg í sumar hjá okkur eins og gengur í öllum fjölskyldum, en minn elskulegi frændi Siggi Sveins frá Góustöðum dó í sumar. Hann hefur verið minn uppáhaldsfrændi síðan ég man eftir mér, alltaf var hann svo góður og elskulegur við okkur. Hans er sárt saknað og er stórt tómarúm sem hann skilur eftir sig hjá fjölsykdunum hérna á Ísafirði þá meina ég okkur systkinum börnum Guðmundar Sveins. Blessuð sé minning hans.
Einnig fór ég í jarðarför hjá konu Gunnars Sveinssonar, Fjólu en þau búa í Keflavík, þannig að för mín suður var bæði gleðileg og sorgleg. Fjóla var yndisleg kona sem gaman var að ræða við og gott var að heimsækja þau hjón heim.
Blessuð sé minning Fjólu.
Annars gengur lífið sinn vanagang við erum komin á Ísafjörð núna og búið að loka sumarparadísinni fyrir veturinn þar sem við höfum ekki tíma til að vera þar lengur í ár. Dúddi hefur verið duglegur að fara til berja og við getum tekið með okkur einhver ber til Spánar þegar við förum þangað sem verður líklega ekki fyrr en um mán.mót sept. okt.
Harpa og Vishnu komu í heimsókn og gistu hjá okkur eina nótt og Dúddi dreyf þau með sér til berja í Skötufirðinum og voru þau mjög ánægð og var gaman að hafa þau hjá sér, takk fyrir komuna, sjáumst á Spáni.
Í ár var Saga Líf vinnumaðurinn, hún hjálpaði afa að pakka saman trambólíni, aparólunni og fleira dóti, þau voru bara tvö í sveitinni í tvo daga þar sem ég stakk af suður og var hún voða góð hjá afa sínum á meðan. Hrefna kom svo og sótti hana á laugardagsmorgun þegar hún og þau voru að fara aftur á Bifröst. Og nú er sú litla Saga Líf byrjuð í skóla 6 ára.
Ég lofaði að tala um verlunarmannahelgina en hún var ósköp hefðbundin ekki margir gestir þetta árið en góðir, sólin skein, það var vindur, regn, og allur pakkinn af veðri nema snjókoma, bálið var á sínum stað og kúturinn líka, nema núna var haldið af honum brotið svo hann er í smá lamasessi en verður lagaður fyrir næsta ár.
Ég er nú farin að hlakka til að komast aftur til Spánar í húsið mitt og hætta þessu flakki hérna heima maður er aldrei á sama stað nema stutta stund í einu, það verður fínt að komast í rólegheit í sólinni og prjóna. Þó ég sé nú alltaf að prjóna hérna líka.
Eigið góða berjadaga.
Set hérna líka myndir frá versló.