Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 31. janúar 2012
Pálmar og kartöflur
Það er nú svo sem ekki frá miklu að segja núna, en þó er alltaf eitthvað að ske hér í kringum mann og ýmislegt dútlað.
Kuldaboli hefur verið aðeins að líta við þá sérstaklega á nóttunni og þá er hann lengi að fara úr húsinu á morgnana, en hann hverfur alveg um miðjan daginn því þá er of heitt á hann en svo læðist hann inn aftur á kvöldin og þá verður að fara að kveikja upp í arninum eða á gasofunum. Dagurinn er því oft stuttur hjá manni því manni finnst voða gott að kúra lengi í heitu rúminu svo dagsverkið er stutt, en það er allt í lagi því ekkert er kaupið.
Við tókum okkur nú til um daginn og gáfum Fermín pálmann sem verið hefur hér í patíóinu hjá okkur hann var voða sætur og lítill þegar við keyptum hann, en hann var orðin ansi stór og digur svo við urðum að fjarlægja hann. Fjölskyldan var voða ánægð að fá svona fallegan pálma svo það var drifið í að flytja hann einn daginn. Fermín kom og hjálpaði til og var búinn að grafa holu fyrir hann hérna undir vegg hjá sér svo við getum alltaf fylgst með honum það verður gaman að sjá hann stækka. En það er nú tómlegt í horninu því hitt blómið fór líka út. Þarna ætlum við að setja annað mósaíkborðið og stól og sitja þarna í sólinni snemma á vorin og seint á haustin. Dúddi er nú að mósaika í holuna.
Svo einn daginn fór hann með Fermín að hjálpa honum að setja niður kartöfur og er svolítið öðruvísi útsæði sem hann notar hann tekur stórar kartöflur og brytjar þær niður og búmm svo koma bara kartöflur úr þessu. Við höfðum nú aldrei séð þetta áður en þetta er víst gert í Þykkvabæjnum segir Rut okkur hún er þaðan. Þetta leit samt allt bara vel út og voru þeir enga stund að þessu Fermín var reyndar búinn með hálfan garðinn þegar Dúddi kom út. Hann er bara svo slæmur í bakinu kall greyið enda engin furða eins og þeir standa við öll verk . Gaman að því að hann sendi Dúdda inn til sækja mig til að taka myndir af þeim, eins og við reyndar gerum alltaf þegar eitthvað er um að vera. Hann fylgist greinileg vel með öllu sem við gerum.
Annars er nú ekki mikið að frétta jú við erum að fara á þorrablót með íslendingum á föstudaginn og verða þar um 50 manns maturinn kemur frá Íslandi og hlakkar okkur mikið til að fá að smakka smá súrmat sérstaklega punga, bara að það komi nú nóg af þeim, það vantaði á þá í fyrra. Svo erum við að fara til Madrid 14 febrúar með Helgu og Gumma, að halda uppá afmæli og þar verðum við í 3 daga. Mikið hlakka ég til að fara þangað í fyrsta sinn það verður tekið á móti okkur með pompi og prakt af frænku okkar Jakobínu sem þekkir allt í Madrid. Þið fáið ferðasöguna síðar.
Eigið góða daga á þorra og borðið ekki yfir ykkur af þorramat.
Kuldaboli hefur verið aðeins að líta við þá sérstaklega á nóttunni og þá er hann lengi að fara úr húsinu á morgnana, en hann hverfur alveg um miðjan daginn því þá er of heitt á hann en svo læðist hann inn aftur á kvöldin og þá verður að fara að kveikja upp í arninum eða á gasofunum. Dagurinn er því oft stuttur hjá manni því manni finnst voða gott að kúra lengi í heitu rúminu svo dagsverkið er stutt, en það er allt í lagi því ekkert er kaupið.
Við tókum okkur nú til um daginn og gáfum Fermín pálmann sem verið hefur hér í patíóinu hjá okkur hann var voða sætur og lítill þegar við keyptum hann, en hann var orðin ansi stór og digur svo við urðum að fjarlægja hann. Fjölskyldan var voða ánægð að fá svona fallegan pálma svo það var drifið í að flytja hann einn daginn. Fermín kom og hjálpaði til og var búinn að grafa holu fyrir hann hérna undir vegg hjá sér svo við getum alltaf fylgst með honum það verður gaman að sjá hann stækka. En það er nú tómlegt í horninu því hitt blómið fór líka út. Þarna ætlum við að setja annað mósaíkborðið og stól og sitja þarna í sólinni snemma á vorin og seint á haustin. Dúddi er nú að mósaika í holuna.
Svo einn daginn fór hann með Fermín að hjálpa honum að setja niður kartöfur og er svolítið öðruvísi útsæði sem hann notar hann tekur stórar kartöflur og brytjar þær niður og búmm svo koma bara kartöflur úr þessu. Við höfðum nú aldrei séð þetta áður en þetta er víst gert í Þykkvabæjnum segir Rut okkur hún er þaðan. Þetta leit samt allt bara vel út og voru þeir enga stund að þessu Fermín var reyndar búinn með hálfan garðinn þegar Dúddi kom út. Hann er bara svo slæmur í bakinu kall greyið enda engin furða eins og þeir standa við öll verk . Gaman að því að hann sendi Dúdda inn til sækja mig til að taka myndir af þeim, eins og við reyndar gerum alltaf þegar eitthvað er um að vera. Hann fylgist greinileg vel með öllu sem við gerum.
Annars er nú ekki mikið að frétta jú við erum að fara á þorrablót með íslendingum á föstudaginn og verða þar um 50 manns maturinn kemur frá Íslandi og hlakkar okkur mikið til að fá að smakka smá súrmat sérstaklega punga, bara að það komi nú nóg af þeim, það vantaði á þá í fyrra. Svo erum við að fara til Madrid 14 febrúar með Helgu og Gumma, að halda uppá afmæli og þar verðum við í 3 daga. Mikið hlakka ég til að fara þangað í fyrsta sinn það verður tekið á móti okkur með pompi og prakt af frænku okkar Jakobínu sem þekkir allt í Madrid. Þið fáið ferðasöguna síðar.
Eigið góða daga á þorra og borðið ekki yfir ykkur af þorramat.