Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 12. apríl 2009

Páskadagur

Á sunnudagsmarkaðnum
Á sunnudagsmarkaðnum
« 1 af 10 »
GLEÐILEGA PÁSKA!!
Kominn páskadagur, ósköp er tíminn fljótur að líða veturinn búinn og við bráðum á leiðinni heim, en svona gengur þetta víst.
Við fórum í gærkveldi með góða gesti sem höfðu verið hér hjá okkur í viku, út á flugvöll þau voru að fara heim til Íslands.
En Lóa og Guðmundur voru hér hjá okkur í viku í góðu yfirlæti vona ég og var voða gaman að fá þau í heimsókn.
Við kíktum á sunnudagsmarkaðinn og einnig á Torreviejasvæðið. Við fórum einnig með þau á ströndina í Gudarmar og La Marina svæðið svona til að þau viti nú um hvað við erum að tala. Í gær keyrðum við svo upp til Callosa og sýndum þeim útsýnið og bæinn þar.
 Guðmundur fékk nátturúlega að taka aðeins til hendinni og hjálpaði Dúdda að setja krana á vatnsinntakið svo hægt sé að skrúfa fyrir þegar við förum heim. Einnig fékk Lóa að losa baunir úr belgjum en Fermín hellti hérna yfir okkur helling af baunum á meðan þau voru hér svo nú er frystinn næstum fullur. Og svo fengum við fullann poka af ætiþirslum í gær frá hinum nágrönnunum svo ég er alveg í vandræðum hvað ég á að gera við þetta allt, og hann lofaði að koma með eitthvað kál í dag upps.
Ég er nú að reyna að koma þessu út hérna til vina minna en það eru nú ekki allir vanir að borða þetta. Á þessu heimili er þetta í öll mál. Enda mjög hollt og gott. Við fórum í gær í heimsókn til Santa Pola að heimsækja Elín Þóru og Jón en þau voru að koma út aftur og ætla að vera hér í mánuð.
Það koma nú ekki margar myndir með þessum pisli ég var búin að fá allar myndirnar frá Guðmundi og setja í folder og fínt voða montin og færði svo mínar þangað líka og svo ætlaði ég aðeins að taka til, en þá bara fóru þær allar í ruslið og eru þar og ég næ þeim víst ekki til baka, eða kann það ekki og get því ekki sett með þessum pisli nema nokkrar sem voru teknar fyrsta daginn. Kannski getur einhver kennt mér að sækja þær aftur við tækifæri.
Það er svona að vakna snemma og geta ekki sofnað aftur og ætlar sér að gera eitthvað, nota tímann þá fer allt í rusl.
Nú galar haninn í sífellu, þessi sem enn lifir,  þessi rámi fór í pottinn nú um páskana greyið, þessi kemur til, það pirrar hann ábyggilega að sjá ljósglampa svona snemma héðan frá okkur.
Núna á eftir ætlum við til Almoradí til að horfa á skúðgöngu með flottum líkneskjum blómum skreytt, eins og hefur verið hér alla páskavikuna, en við ekki komist til að sjá. Svo förum við í 40 ára afmæli hjá nýja frænda mínum syni Helgu og Gumma það verður gaman að hitta allt það fólk aftur. Meira um það seinna.
Ég fékk sent páskaegg nr. 6, frá ungri góðri vinkonu minni henni Kristínu Guðmunds. og hún hafði mikinn áhuga á að vita málsháttinn, hann er bara nokkuð góður og hljóða svo:
Settu ekki kommu þar sem samviskan segir þér að eigi að vera punktur.
Takk fyrir eggið Kristín og Hálfdán.
Eigið góðan páskadag gott fólk, það ætlum við að gera í sólinni.
Tókst að ná myndunum úr ruslinu og set nokkrar i viðbót.