Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 31. mars 2010
GLEÐILEGA PÁSKA
Hér er mikið um hátíðahöld af tilefni páksanna, í hverjum bæ hér í kring allavega, er mikið um skrúðgöngur og hátíðlegheit.
Sjónvarpið er á fullu með beinar útsendingar frá hinum ýmsu bæjum hér í kring, nú er verið að sýna beint frá Alicante, Jesú og María í fullum skrúða óskaplega fallegt og flott og þetta bera menn og konur um þröngar götur ábyggilega um 500 kg. hvert. Það eru konur sem bera Maríu.
Við Dúddi fórum á þriðjudagskvöldið kl. 22:00 til Almoradí og þá var skrúðganga hinna þöglu þetta var eitthvað Hermanadad Silencio er ekki alveg viss, er ekki góð í biblíusögum. Þetta var voða hátíðlegt. Fyrst komu þeir með stórt líkneski af Jesú og svo kom María út úr kirkjunni fallega böðuð kertaljósum, ég missti alveg andann þegar styttan af Maríu kom þetta var svo fallegt. Þá styllti fólkið sér upp með stór kerti og það labbaði með kertaljós kring um torgið og tók þetta um 2 tíma. Það var ótrúlegt að sjá alla þessa spánverja svona þögla allan þennan tíma. Já það var slökkt á öllum götuljósum, börum og heimahúsum þar sem skrúðgangan fór hjá, ég er enn svolítið hissa á þessu öllu þegar ég fer að hugsa um þetta, hvað trúin hér er sterk hjá fólki, maður sér bæði konur og menn gráta við þessi tilefni.
Þetta var á þriðjudaginn við höfum svo sem ekki mikið varið að gera síðan.Dúddi þurfti reyndar aðeins að laga bílinn svo hann fái skoðun.Á fimmtudagsmorgun fórum við svo hjólandi til Rafal á markað þar sem verið var að selja kanínur til slátrunar og var gaman að horfa á konuna sem var að kaupa, velja hana. Hún tók í afturlappirnar og lét kanínuna sveigja sig alla til svo valdi hún líklega þá liðugustu og sem var með bestu vöðvana. Svo var okkur boðið í mat til Helgu og Gumma með Binnu sem á húsið í Andalúsíu, Ágústa var líka með og fengum við grillaða bjórkjúklinga voða góða, skemmtilegt kvöld og mikið hlegið, takk fyrir okkur.
Í morgun páskadag fórum við svo til Almoradí að horfa á skrúðgönguna þar sem er alltaf svo flott og skemmtileg. Ótrúlegt líka að sjá mennina sem bera þessi líkneski þeir voru flestir með eitt,48 fílhrautir karlmenn að bera og þeir meira segja dönsuðu með þetta. Ég saði nú kannski frá þessu í fyrra líka en mér finnst þetta bara svo flott að ég vil deila þessu með ykkur.
Ég hef nú aðeins verið að fylgjast með hvað er að ske á Ísafirði og sé að þar er nóg um að velja og gaman að sjá það, og mikið stuð, ég fæ nú alltaf pylsu og kók fýlingu þegar það eru páskar, bæði síðan maður var krakki á dalnum og biðja um pylsu sem maður fékk nú ekki oft, eða þegar maður var að vinna í skálnum á páskum, þær eru ófáar pylsurnar sem maður afgreiddi þá. Eða munið eftir kvöldvökunum með vinsælustu hjólmsveitum landsins í þá daga eins og Flowers og fl. man ekki nöfnin á þeim lengur, alltaf voða fjör, svo mikið drullumall fyrir utan að það þurfti að smúla suma sem voru úti að slást, skemmtilegar minningar af gömlum skíðavikunum á dalum. Hér höfum við ekkert Aldrei fór ég suður eða Vegir liggja til allra átta nei, hér höfum við allar stórmyndirnar í sjónvarpinu, Ben Húr, Spartakus, Jesú, Móse og allar hinar Jesú og Maríu myndir voða flottar og gamlar með þessum gömlu leikurun.
Eigið góða daga öll og guð veri með ykkur.
Páskavikan hér, Semana santa
GLEÐILEGA PÁSKA
Hér er mikið um hátíðahöld af tilefni páksanna, í hverjum bæ hér í kring allavega, er mikið um skrúðgöngur og hátíðlegheit.
Sjónvarpið er á fullu með beinar útsendingar frá hinum ýmsu bæjum hér í kring, nú er verið að sýna beint frá Alicante, Jesú og María í fullum skrúða óskaplega fallegt og flott og þetta bera menn og konur um þröngar götur ábyggilega um 500 kg. hvert. Það eru konur sem bera Maríu.
Við Dúddi fórum á þriðjudagskvöldið kl. 22:00 til Almoradí og þá var skrúðganga hinna þöglu þetta var eitthvað Hermanadad Silencio er ekki alveg viss, er ekki góð í biblíusögum. Þetta var voða hátíðlegt. Fyrst komu þeir með stórt líkneski af Jesú og svo kom María út úr kirkjunni fallega böðuð kertaljósum, ég missti alveg andann þegar styttan af Maríu kom þetta var svo fallegt. Þá styllti fólkið sér upp með stór kerti og það labbaði með kertaljós kring um torgið og tók þetta um 2 tíma. Það var ótrúlegt að sjá alla þessa spánverja svona þögla allan þennan tíma. Já það var slökkt á öllum götuljósum, börum og heimahúsum þar sem skrúðgangan fór hjá, ég er enn svolítið hissa á þessu öllu þegar ég fer að hugsa um þetta, hvað trúin hér er sterk hjá fólki, maður sér bæði konur og menn gráta við þessi tilefni.
Þetta var á þriðjudaginn við höfum svo sem ekki mikið varið að gera síðan.Dúddi þurfti reyndar aðeins að laga bílinn svo hann fái skoðun.Á fimmtudagsmorgun fórum við svo hjólandi til Rafal á markað þar sem verið var að selja kanínur til slátrunar og var gaman að horfa á konuna sem var að kaupa, velja hana. Hún tók í afturlappirnar og lét kanínuna sveigja sig alla til svo valdi hún líklega þá liðugustu og sem var með bestu vöðvana. Svo var okkur boðið í mat til Helgu og Gumma með Binnu sem á húsið í Andalúsíu, Ágústa var líka með og fengum við grillaða bjórkjúklinga voða góða, skemmtilegt kvöld og mikið hlegið, takk fyrir okkur.
Í morgun páskadag fórum við svo til Almoradí að horfa á skrúðgönguna þar sem er alltaf svo flott og skemmtileg. Ótrúlegt líka að sjá mennina sem bera þessi líkneski þeir voru flestir með eitt,48 fílhrautir karlmenn að bera og þeir meira segja dönsuðu með þetta. Ég saði nú kannski frá þessu í fyrra líka en mér finnst þetta bara svo flott að ég vil deila þessu með ykkur.
Ég hef nú aðeins verið að fylgjast með hvað er að ske á Ísafirði og sé að þar er nóg um að velja og gaman að sjá það, og mikið stuð, ég fæ nú alltaf pylsu og kók fýlingu þegar það eru páskar, bæði síðan maður var krakki á dalnum og biðja um pylsu sem maður fékk nú ekki oft, eða þegar maður var að vinna í skálnum á páskum, þær eru ófáar pylsurnar sem maður afgreiddi þá. Eða munið eftir kvöldvökunum með vinsælustu hjólmsveitum landsins í þá daga eins og Flowers og fl. man ekki nöfnin á þeim lengur, alltaf voða fjör, svo mikið drullumall fyrir utan að það þurfti að smúla suma sem voru úti að slást, skemmtilegar minningar af gömlum skíðavikunum á dalum. Hér höfum við ekkert Aldrei fór ég suður eða Vegir liggja til allra átta nei, hér höfum við allar stórmyndirnar í sjónvarpinu, Ben Húr, Spartakus, Jesú, Móse og allar hinar Jesú og Maríu myndir voða flottar og gamlar með þessum gömlu leikurun.
Eigið góða daga öll og guð veri með ykkur.