Pólitík og pípulagnir
Jæja nú eru afstaðnar kosningar á Spáni og þessir rauðu unnu, vonandi okkur öllum fyrir bestu, því þessir bláu höfðu ákveðið að allir sem flyttu til Spánar yrðu að læra spænsku annars gætu þeir bara hunskast heim. En við erum nú að læra þó seint gangi.
Við vorum svo dugleg í síðustu viku að taka blómabeðið handan við veginn sem tilheyrir okkur víst, við vorum að hreinsa, henda rusli og laga kantsteina svo þetta lítur voða vel út núna. Og þar er eitt avokadótré það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.
5. mars fengum við góða gesti frá Íslandi Ásta og Jón Vet. komu í heimsókn og verða hér til páska alveg æðislegt að hafa þau. Jón var strax settur í vinnu við pípulagnir, vegna þess að það hefur ekki verið neitt heitt vatn í eldhúsinu, en því hef ég alveg haldið leyndu. Það var brunað til Auðuns Kals og fengið lánaður stærðar bor sem þurfti til að bora gegnum 50 cm þykkan vegg sem gekk bara nokkuð vel að mér skilst, en þessar elskur eru núna að leggja síðustu hönd á verkið svo nú er kátt hjá Þórdísi í eldhúsinu við uppvaskið. Annars eru svo margir uppvaskarar hér núna. Ásta kom með góða tillögu um að breyta í eldhúsinu og var það gert á augnabliki eitt kvöldið svo nú er það fínt og meira pláss.
Við fórum í góðan göngutúr upp fjallið okkar í Callosa snarbrattur vegur upp að kapellu en þaðan eru stígar upp á fjallið sem ekki var farið í þetta sinni, þau hin lulla sér þetta kannski einhvern daginn hver veit.
Einnig var farið á markaðinn á laugardag og verslað mikið grænmeti og ávextir.
Það var gaman að fylgjast með Dúdda og Fermin en það heitir nágranninn, þegar Dúdda vantaði að taka vatnið af, mikið um handamál og enginn skildi neitt, endað var með því að hringja í Helgu Þyri til að túlka gegnum síma. Svo komu Jón og Ásta með saltfisk fyrir okkur sem við færðum þeim og það var mikil gleði hjá frúnni hún brosti allan hringinn og fannst þetta nú aðeins of mikið, en það komu svo ætiþirstlar í gær 6 stk. sem verða borðaðir í kvöld.
Annars eru þetta bara góðir dagar hér og alltaf að hlýna og fer að styttst í sumarið.