Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 21. janúar 2010
Rólegt í sveitinni
Hér er allt með ró og spekt og lífið gengur sinn vanagang. Fórum hjólandi til Rafal í morgun að kaupa ávexti og grænmeti á markaðnum. Nú á ég nefnilega svona mixara til að búa til safa og spæna í sundur ávexti, veit ekki hvað þetta er kallað, og nú er svoleiðis drukkið á hvegjum morgni, þannig að vítamínið það vellur í okkur allan daginn og svo er borðað grænmeti á kvöldin með matnum, svakalega hollt og gott. Allt er nú þetta gott í hófi, maður má nú ekki ofgera sér á hollustunni svo maður læðir með svona einu og einu rauðvínsglasi, til að styrkja hjartað, ekki satt?
Ég sagði ykkur um daginn að ég horfði alltaf á kokkinn Karlos kl. 3 á daginn, bæði til að læra spænsku og svo líka til að sjá hvernig hann fer með ýmsan mat sem maður er ekki vanur að elda og hef ég ýmislegt lært af honum, sérstaklega að fara með grænmetið. En í gær fór hann næstum alveg með það. Ég var ekki heima heldur hjá Helgu frænku og við sátum í sólinni svo fórum við inn að borða og hún kveikir á snjónvarpinu svo ég fer að horfa á Karlos minn.
Þátturinn var byrjaður svo ég sá ekkert hvað hann var að elda, nema við sjáum að hann veiðir grænmeti úr pottinum og að í honum eru kjúklingabaunir, svo þetta er súpa hugsa ég, hann tekur grænmetið sem var laukur, gulrót og púrra, mixar það saman og setur svo aftur í súpuna, en við hliðina á eldavélinni er einhver matur sem ég sá ekki strax hvað var. Ég varð voða spennt, sýndist þetta vera fiskur en þó ekki. Hann tekur síðan utan af eggjum, svo tekur hann þetta stykki og fer að skera það og ég veina upp, "Helga hann er að elda svínseyru ojjjjjjjjjjjjjjjjj", það fór hrollur niður eftir bakinu á mér og mig klíjaði við þessu. Ég sé hann yfirleitt aldrei smakka á matnum en þarna skar hann bút af eyranu og stakk upp í sig og smjattaði á þessu, úff og ojjjjjj. Honum þótti þetta alveg örugglega mjög gott. Svo setti hann þau út í súpuna sem var örugglega góð en ekki með þessu út í. Ég hef oft séð svínseyru hér í búðum en aldrei dottið í hug hvernig þetta væri notað eða eldað, þetta fór alveg með mig , ég fæ enn hroll. Nú skil ég útlendinga sem koma heim og sjá okkur skófla upp í okkur sviðum.
Við vorum boðin í afmæli í gær en þá varð Sólmar Aron sonur Helgu Þurý og Jesú, 1 árs. Þar voru á borðum þessar líka fínu hnallþórur að hætti Helgu en hún er svakadugleg að baka góðar íslenskar tertur sem smakkast svakalega vel. Súkkulaðikaka með frosting og marenskaka með rjóma og aðalbláberjum nammmmm. Í síðustu viku varð Ivan 3 ára og þá vorum við líka mætt. Takk fyrir okkur kæra fjölskylda alltaf gaman að hitta ykkur.
Framundan eru bara rólegheit og að fara út í góða veðrið en í dag var 18. gr. og sól.
Okkur langar bara svolítið í þorramat en það gengur yfir eins og annað.
Allir dagar eru góðir dagar og njótum þeirra vel.
Ég sagði ykkur um daginn að ég horfði alltaf á kokkinn Karlos kl. 3 á daginn, bæði til að læra spænsku og svo líka til að sjá hvernig hann fer með ýmsan mat sem maður er ekki vanur að elda og hef ég ýmislegt lært af honum, sérstaklega að fara með grænmetið. En í gær fór hann næstum alveg með það. Ég var ekki heima heldur hjá Helgu frænku og við sátum í sólinni svo fórum við inn að borða og hún kveikir á snjónvarpinu svo ég fer að horfa á Karlos minn.
Þátturinn var byrjaður svo ég sá ekkert hvað hann var að elda, nema við sjáum að hann veiðir grænmeti úr pottinum og að í honum eru kjúklingabaunir, svo þetta er súpa hugsa ég, hann tekur grænmetið sem var laukur, gulrót og púrra, mixar það saman og setur svo aftur í súpuna, en við hliðina á eldavélinni er einhver matur sem ég sá ekki strax hvað var. Ég varð voða spennt, sýndist þetta vera fiskur en þó ekki. Hann tekur síðan utan af eggjum, svo tekur hann þetta stykki og fer að skera það og ég veina upp, "Helga hann er að elda svínseyru ojjjjjjjjjjjjjjjjj", það fór hrollur niður eftir bakinu á mér og mig klíjaði við þessu. Ég sé hann yfirleitt aldrei smakka á matnum en þarna skar hann bút af eyranu og stakk upp í sig og smjattaði á þessu, úff og ojjjjjj. Honum þótti þetta alveg örugglega mjög gott. Svo setti hann þau út í súpuna sem var örugglega góð en ekki með þessu út í. Ég hef oft séð svínseyru hér í búðum en aldrei dottið í hug hvernig þetta væri notað eða eldað, þetta fór alveg með mig , ég fæ enn hroll. Nú skil ég útlendinga sem koma heim og sjá okkur skófla upp í okkur sviðum.
Við vorum boðin í afmæli í gær en þá varð Sólmar Aron sonur Helgu Þurý og Jesú, 1 árs. Þar voru á borðum þessar líka fínu hnallþórur að hætti Helgu en hún er svakadugleg að baka góðar íslenskar tertur sem smakkast svakalega vel. Súkkulaðikaka með frosting og marenskaka með rjóma og aðalbláberjum nammmmm. Í síðustu viku varð Ivan 3 ára og þá vorum við líka mætt. Takk fyrir okkur kæra fjölskylda alltaf gaman að hitta ykkur.
Framundan eru bara rólegheit og að fara út í góða veðrið en í dag var 18. gr. og sól.
Okkur langar bara svolítið í þorramat en það gengur yfir eins og annað.
Allir dagar eru góðir dagar og njótum þeirra vel.