Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 31. janúar 2011
Rólegt í sveitinni
Hér hefur nú verið ansi rólegt hjá okkur í síðustu viku, aðalega verið hér heimavið og dittað að einu og öðru. Veðrið í síðustu viku var nefnilega hundleiðinlegt og varla farið út úr húsi, nema Dúddi fór og hljóp sinn hring, duglegur hann Dúddi minn.
Við erum nú oft að segja að það sé kalt, en þessi kuldi er allt öðruvísi en heima og sá kuldi sem fer verst í okkur hér er kuldinn í húsinu. T.d. hérna hjá okkur, við höfum einn stóran arinn í eldhúsinu sem er suma daga kynntur allan daginn því hitinn hérna í eldhúsinu þegar við komum fram á morgnana er ekki nema 10 gr. og hitinn úti kannski 5. Við erum svo með voða góðan gasofn í herberginu sem við sitjum í á kvöldin að horfa á sjónvarpið eða prjóna eða æfa sig á hljómborðið. Svo erum við með rafmagnsofna til að hita upp herbergin eða það er bara gert svona rétt áður en maður fer að sofa.
Okkur finnst dýrt að kynda á Íslandi en ætli það sé ekki helmingi dýrara hér. En hér þarf maður bara að kynda í 3 mán. ekki 12. En svo á daginn þegar sólin skín þá opnar maður alla glugga og dyr til að hún hiti húsið. En það hefur bara verið lítil sól undanfarið kemur kannski svona part úr degi. Þar sem ég sit núna í eldhúsinu og skrifa þetta er ég með kynt upp í arninum það eru núna komin 13 gr. úti en bara 15 hérna hjá mér. Stundum bara vont að halda eldinum þó góðar spýtur séru notaðar, ég er náttúrulega klaufi að halda eldinum við. En ég er orðin þessu svo vön á góðar peysur og sokka svo fer ég á eftir út að labba. Dúddi er að vinna við pálma núna í dag. En nýja fína vélin sem þeir keyptu hefur verið að stríða þeim svo þeir hafa lítið getað gert undanfarið.
Það var nú samt ansi mikið fjör hérna hjá okkur á laugardagskvöldið, það var haldið Þorrablót á einum veitingastað hérna í Algorfa sem er stutt hjá okkur. Þarna voru 40 Íslendingar að borða mjög góðan þorramat. Það tóku sig til nokkrir ungir landar sem búa í Algorfa og undirbjuggu þetta kvöld, sem var alveg mjög skemmtilegt. Það var lesið uppúr sögu sem ein er að skrifa, svo voru sagðir brandarar og síðast en ekki síst var fjöldasöngur og spilað undir á nikku. Þetta var frábært kvöld, við kíktum líka á Cafe Sofá sem er í eigu Íslendinga í Algorfa. Svo var tekinn leigubíll heim.
Mig langar til það þakka þessu unga fólki sem tók að sér að gera þetta kvöld svona fínt, takk fyrir, Theódóra, Steinunn, Stefán, Steingerður, þetta eru nöfn sem ég man að eiga þátt í þessu takk fyrir enn og aftur.
Annars sit ég nú vanalega hérna á hverjum morgni og læri heima í svona tvo tíma á dag og mér finnst ég bara hafa lært heilmikið.
Nú við gerðum mjög góð vöruskipti á helginni, við fengum nýjan sófa í stofuna og gátum látið kojur í staðinn svo nú er gamli guli sófinn kominn í annað hús hér í götunni. Það er ungt fólk sem sá gula sófann og varð heillað auðvitað og þau fóru með hann heim til sín, gott að einhver getur notað hann þau eiga held ég ekki mikið þessi hjón, tvær ungar stelpur og önnur er eitthvað skert, hef sagt frá þeim.
Nú er best að fara að koma sér út Fermin ætlar að gefa mér hvítlauk í dag, það komu tveir kálhausar í gær, ég fer að baula bráðum af öllu þessu káli.
Eigið góða daga og passið ykkur á bílunum.
Við erum nú oft að segja að það sé kalt, en þessi kuldi er allt öðruvísi en heima og sá kuldi sem fer verst í okkur hér er kuldinn í húsinu. T.d. hérna hjá okkur, við höfum einn stóran arinn í eldhúsinu sem er suma daga kynntur allan daginn því hitinn hérna í eldhúsinu þegar við komum fram á morgnana er ekki nema 10 gr. og hitinn úti kannski 5. Við erum svo með voða góðan gasofn í herberginu sem við sitjum í á kvöldin að horfa á sjónvarpið eða prjóna eða æfa sig á hljómborðið. Svo erum við með rafmagnsofna til að hita upp herbergin eða það er bara gert svona rétt áður en maður fer að sofa.
Okkur finnst dýrt að kynda á Íslandi en ætli það sé ekki helmingi dýrara hér. En hér þarf maður bara að kynda í 3 mán. ekki 12. En svo á daginn þegar sólin skín þá opnar maður alla glugga og dyr til að hún hiti húsið. En það hefur bara verið lítil sól undanfarið kemur kannski svona part úr degi. Þar sem ég sit núna í eldhúsinu og skrifa þetta er ég með kynt upp í arninum það eru núna komin 13 gr. úti en bara 15 hérna hjá mér. Stundum bara vont að halda eldinum þó góðar spýtur séru notaðar, ég er náttúrulega klaufi að halda eldinum við. En ég er orðin þessu svo vön á góðar peysur og sokka svo fer ég á eftir út að labba. Dúddi er að vinna við pálma núna í dag. En nýja fína vélin sem þeir keyptu hefur verið að stríða þeim svo þeir hafa lítið getað gert undanfarið.
Það var nú samt ansi mikið fjör hérna hjá okkur á laugardagskvöldið, það var haldið Þorrablót á einum veitingastað hérna í Algorfa sem er stutt hjá okkur. Þarna voru 40 Íslendingar að borða mjög góðan þorramat. Það tóku sig til nokkrir ungir landar sem búa í Algorfa og undirbjuggu þetta kvöld, sem var alveg mjög skemmtilegt. Það var lesið uppúr sögu sem ein er að skrifa, svo voru sagðir brandarar og síðast en ekki síst var fjöldasöngur og spilað undir á nikku. Þetta var frábært kvöld, við kíktum líka á Cafe Sofá sem er í eigu Íslendinga í Algorfa. Svo var tekinn leigubíll heim.
Mig langar til það þakka þessu unga fólki sem tók að sér að gera þetta kvöld svona fínt, takk fyrir, Theódóra, Steinunn, Stefán, Steingerður, þetta eru nöfn sem ég man að eiga þátt í þessu takk fyrir enn og aftur.
Annars sit ég nú vanalega hérna á hverjum morgni og læri heima í svona tvo tíma á dag og mér finnst ég bara hafa lært heilmikið.
Nú við gerðum mjög góð vöruskipti á helginni, við fengum nýjan sófa í stofuna og gátum látið kojur í staðinn svo nú er gamli guli sófinn kominn í annað hús hér í götunni. Það er ungt fólk sem sá gula sófann og varð heillað auðvitað og þau fóru með hann heim til sín, gott að einhver getur notað hann þau eiga held ég ekki mikið þessi hjón, tvær ungar stelpur og önnur er eitthvað skert, hef sagt frá þeim.
Nú er best að fara að koma sér út Fermin ætlar að gefa mér hvítlauk í dag, það komu tveir kálhausar í gær, ég fer að baula bráðum af öllu þessu káli.
Eigið góða daga og passið ykkur á bílunum.