Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 6. febrúar 2010
Ruta Cultural
í dag fórum við í gönguferð um Almoradí sem er kallað Ruta Cultural það var klukkutíma gangur, að skoða, leikhúsið þeirra, litla kapellu og svo kirkjuna. Þetta var ansi skemmtilegt og þarna var um 40 manns englendingar, spánverjar og við.
Leikhúsið var gefið bænum á 18 öld af ríkum manni sem var frá norður Spáni, hann gaf það eftir jarðskjálftann 1829 sem lagði Almoradí í rúst, en það var opnað 1909, því var svo lokað í einhver ár og drabbaðist niður en var svo opnað aftur árið 1988, með stæl, það er allt rautt í plussi, og tekur um 500 manns í sæti. þetta er voða fallegt hús sem þeir kalla súkkulaðimolann. Þarna eru settar upp sýningar og þar eru sýnd bíó sem kostar bara 1 evru inná. Þeir voru að sýna Avatar þar í síðustu viku. Þar eru líka haldnir tónleikar. Við höfum nú ekki enn farið að sjá neitt þar því við erum búinn að gleyma því um kvöldið að við ætluðum að fara, minni er farið að förlast hm.
Litla kapellan sem við fórum svo í var eitt sinn í einkaeigu og var flott og ríkt fólk sem átti hana, hinumeginn sem var heimili fólksins var svo rekinn bæði sjúkrahús og svo seinna stelpnaskóli eða um árið 1930. En nú rekur bærinnn þetta og þarna eru haldin brúpskaup og minni athafnir, voða falleg.
Síðan fórum við að skoða kirkjuna en hún hefur verið byggð þrisvar sinnum bæði fór hún illa í jarðskálfta sem var 1650 og svo ílíka í jarðskjálft 1829. Hún er svaka falleg með mörgum fallegum líkneskjum af mörgum, Maríu mey og Jesú, ég kann ekki skil á þessu öllu. Svo þegar við komum út var lúðrasveit að spila á tröppunum, þetta var voða gaman og fróðlegt að vita vildi bara að ég hefði heyrt betur í stúlkunni og skilið betur enskuna. Þessi jarðskjálfti sem kom hér 1829 fór svakalega illa með bæinn og er því lítið til að gömlum húsum í bænum og engar þröngar götur eins og í bæjum hér í kring því það hrundi allt.
Í byrjun vikunnar kom Helga Þurý með litlu prinsana sína í heimsókn og hún fór með mér til læknis sem túlkur og Dúddi passaði frændur sína á meðan og gekk það allt vel. Við borðum svo hér saman íslenskan steinbít sem okkur var gefið í haust og hefur alltaf verið að spara að borða, Hann var alveg svakalega góður steiktur eins og mamma gerði og allir voru mettir og fengu svo pönnukökur með rababarasultu og rjóma á eftir.
Svo hefur verið farið í göngu og hjóltúra til að safna flísabrotum, kannski fáið þið að sjá hvað ég ætla að gera við þau seinna.
Sólin skein heitt í dag 20 gr. hiti og alveg yndislegur dagur.
Eigið góða daga á þorranum, og látið ykkur ekki verða kalt.
Leikhúsið var gefið bænum á 18 öld af ríkum manni sem var frá norður Spáni, hann gaf það eftir jarðskjálftann 1829 sem lagði Almoradí í rúst, en það var opnað 1909, því var svo lokað í einhver ár og drabbaðist niður en var svo opnað aftur árið 1988, með stæl, það er allt rautt í plussi, og tekur um 500 manns í sæti. þetta er voða fallegt hús sem þeir kalla súkkulaðimolann. Þarna eru settar upp sýningar og þar eru sýnd bíó sem kostar bara 1 evru inná. Þeir voru að sýna Avatar þar í síðustu viku. Þar eru líka haldnir tónleikar. Við höfum nú ekki enn farið að sjá neitt þar því við erum búinn að gleyma því um kvöldið að við ætluðum að fara, minni er farið að förlast hm.
Litla kapellan sem við fórum svo í var eitt sinn í einkaeigu og var flott og ríkt fólk sem átti hana, hinumeginn sem var heimili fólksins var svo rekinn bæði sjúkrahús og svo seinna stelpnaskóli eða um árið 1930. En nú rekur bærinnn þetta og þarna eru haldin brúpskaup og minni athafnir, voða falleg.
Síðan fórum við að skoða kirkjuna en hún hefur verið byggð þrisvar sinnum bæði fór hún illa í jarðskálfta sem var 1650 og svo ílíka í jarðskjálft 1829. Hún er svaka falleg með mörgum fallegum líkneskjum af mörgum, Maríu mey og Jesú, ég kann ekki skil á þessu öllu. Svo þegar við komum út var lúðrasveit að spila á tröppunum, þetta var voða gaman og fróðlegt að vita vildi bara að ég hefði heyrt betur í stúlkunni og skilið betur enskuna. Þessi jarðskjálfti sem kom hér 1829 fór svakalega illa með bæinn og er því lítið til að gömlum húsum í bænum og engar þröngar götur eins og í bæjum hér í kring því það hrundi allt.
Í byrjun vikunnar kom Helga Þurý með litlu prinsana sína í heimsókn og hún fór með mér til læknis sem túlkur og Dúddi passaði frændur sína á meðan og gekk það allt vel. Við borðum svo hér saman íslenskan steinbít sem okkur var gefið í haust og hefur alltaf verið að spara að borða, Hann var alveg svakalega góður steiktur eins og mamma gerði og allir voru mettir og fengu svo pönnukökur með rababarasultu og rjóma á eftir.
Svo hefur verið farið í göngu og hjóltúra til að safna flísabrotum, kannski fáið þið að sjá hvað ég ætla að gera við þau seinna.
Sólin skein heitt í dag 20 gr. hiti og alveg yndislegur dagur.
Eigið góða daga á þorranum, og látið ykkur ekki verða kalt.