Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 15. maí 2010
Ruta Verde Nocturna- Græna næturleiðin
Á föstudagskvöldið fórum við í mjög skemmtilega göngu sem byrjaði á torginu í Almoradí kl 21:30. Þetta var kvöldganga og svona verið að slútta Ruta Verde göngutúrunum eftir veturinn. Þegar við stóðum á torginu og vorum að bíða eftir fararstjóranum sem við þekktum í sjón, leist okkur ekkert á þetta því þetta voru eintómir spánverjar, foreldrar með börnin sín allt niður í 5-6 ára og þetta hafa ábyggilega verið svona hátt í 100 manns. Það var skrítið að heyra enga ensku, en það var bara gott. Það var arkað af stað með lögregluna á undan og út um allt þeir heita Protection Civil og eru alltaf með í ferðum og sjá um að stoppa umferð svo allir komist slysalaust út úr bænum á þessa stíga sem gengið er um. Við fórum þessa ferð í björtu í vor svo við vissum hvert við vorum að fara. Það var svolítið skrítið að ganga þarna í svarta myrkri en það var gott hvað margir voru með vasaljós, við höfðum nú ekki vit á því. En það var farið framhjá stóra trénu áleiðis niður að Rio Segura og það var svolítið vatn í ánni. Þetta var 50 mín. gangur. þar var komið í lítið rjóður þar sem var búið að kveikja á ljósum og þar voru borð og bekkir voða kósí. Þarna var okkur boðið uppá samloku og vatn, við settumst hjá ósköp vinalegu fólki sem bauð okkur velkomin og spurðu strax hvaðan við værum og við sögðum það, ó volcano islandía, þetta vita núna allir. Elskuleg ung stúlka sat þarna hjá okkur og af öllu þessu fólki þá hittum við á stúlku sem á vinkonu á Íslandi, spænska að sjálfsögðu, en hún fór til Íslands í ár til að læra ensku!!!!! og vill helst ekki koma strax heim aftur. En hugsið ykkur tilviljunina að setjast hjá akkúrat henni. Hana langar til Íslands til þess að sjá norðurljósin. En þarna var setið, borðað og horf á leikþátt og var Dúddi tekinn uppá svið eins og alltaf. Sem betur fer þurfti hann nú ekkert að segja og skildi nú ósköp lítið af því sem fram fór en þetta var voða gaman. Svo var að arka heim aftur og vorum við komin hingað í hús kl. 00:30 ansi þreytt eftir langa göngu og langan dag. Þetta var bara hressandi og engar harðsperrur daginn eftir enda fólk í þjálfun hmhm.
Helgina lágum við bara i leti að njóta sólarinnar áðum er við förum heim í kuldann, enda var óvenju rólegt hér í götunni á sunnudaginn við heyrum ekki mannssins mál allan daginn, eða bíl fara um götuna. Þegar við svo fórum seinipartinn á sunnudaginn til að taka mynd af stóra trénu sem við vorum búinn að lofa að setja mynd af hér, þá sáum við ábyggilega 3-4 hoppukastala bæði fyrir utan heimahús, veitingastað og ein gatan í Almoradí var lokuð af hoppukastala þeir eru vinsælir hér í veislum, því núna er verið að ferma börnin hérna á Spáni eða allavega hér í kring. Þessvegna var svo hljótt hérna, allir í veislum.
Í gær fórum við í heimsókn til Unnsteins og Rutar og þar var boðið upp á grill að hætti Unnsteins, kjúklingalæri mjög gott, takk fyrir okkur kæru vinir, alltaf svo gott að koma til ykkar og ekki spillti það nú að fá fallega rós frá grillmeistaranum.
Hér er yndislegt veður dag eftir dag eins og Spánn á að vera, enginn kuldaboli lengur.
Myndirnar úr gönguferðinni eru ansi dökkar en því miður á ég bara ekki betri myndavél.
Eigið góða daga elskurnar og takk fyrir öll innlitinn og sérstakleg hrósið um orminn.
Helgina lágum við bara i leti að njóta sólarinnar áðum er við förum heim í kuldann, enda var óvenju rólegt hér í götunni á sunnudaginn við heyrum ekki mannssins mál allan daginn, eða bíl fara um götuna. Þegar við svo fórum seinipartinn á sunnudaginn til að taka mynd af stóra trénu sem við vorum búinn að lofa að setja mynd af hér, þá sáum við ábyggilega 3-4 hoppukastala bæði fyrir utan heimahús, veitingastað og ein gatan í Almoradí var lokuð af hoppukastala þeir eru vinsælir hér í veislum, því núna er verið að ferma börnin hérna á Spáni eða allavega hér í kring. Þessvegna var svo hljótt hérna, allir í veislum.
Í gær fórum við í heimsókn til Unnsteins og Rutar og þar var boðið upp á grill að hætti Unnsteins, kjúklingalæri mjög gott, takk fyrir okkur kæru vinir, alltaf svo gott að koma til ykkar og ekki spillti það nú að fá fallega rós frá grillmeistaranum.
Hér er yndislegt veður dag eftir dag eins og Spánn á að vera, enginn kuldaboli lengur.
Myndirnar úr gönguferðinni eru ansi dökkar en því miður á ég bara ekki betri myndavél.
Eigið góða daga elskurnar og takk fyrir öll innlitinn og sérstakleg hrósið um orminn.