Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 31. desember 2007

Síðasti dagur ársins 2007

Dúddi í spönskukennslu
Dúddi í spönskukennslu
« 1 af 7 »
Hvað fær fólk á sjötugsaldri til að hleypa heimdraganum? Fara frá börnum, barnabörnum og tengdabörnum, öðrum ættingjum og vinum. Ákveða að nú förum við í ferðalagið, að vísu eftir smá umhugsun. Förum uppí  9 ára gamlan bíl, skellum okkur um borð í Norrænu og stefnum á Spáni. Þetta hlýtur auðvitað að vera gamall draumur.
Höldum sem leið liggur til Danaveldis , þaðan til Þýskalands og kaupum hjólhýsi, sem var svo reyndar stolið frá okkur. Keyrum í gegnum Þýskalands til Frakklands hægt og rólega. Svo sjáum við fyrirheitna landið rísa í sólinni og það var eins og við værum komin heim.
Við erum búinn að hugsa þetta oft á leiðinni og komumst að því að frá því árið 1985, þegar við fórum fyrst til Mallorca hefur okkur langað til að eignast hús á Spáni. Og þegar við fórum með krakkana árið 1987 fórum við meira að segja að skoða staði.  Í hvert sinni sem við höfum komið hingað á þetta svæði hefur hugsunin komið upp, og nú hefur þessi draumur ræst, þó ótrúlegt sé. Ætluðum nú bara að kaupa lítið hús í sveitinni svona til að ditta að, en nú erum við bara komin með stórt hús í sveitinni á yndislegum stað, þar sem sólin skín alla daga.
Það fer nú ýmsilegt í gegnum kollinn á manni þegar ég stend ein í eldhúsinu og er að útbúa mat á gamlársdag fyrir okkur Dúdda tvö, alltaf hafa nú verið fleiri í mat, eða okkur boðið í mat ef vinir okkar vissu að við yrðum tvö. Þetta verður nú öðruvísi áramót en maður en vanur. Við eigum ekkert sjónvarp ennþá en það stendur til bóta á nýju ári. Svo við ætlum að fá okkur göngutúr niður í þorp. En hér á Spáni er lítið um að vera þeir horfa mest á snónvarpið á þessu kvöldi svo hittast þeir á torgum kl. 12 og borða 12 vínber, um leið og þeir telja niður. Þetta ætlum við að gera í kvöld.
Í gær var hangikjötið borðað sem Óli kom með og komu góðir gestir í mat til okkar Helga, Jesu og Ivan Snær. að var svo Fromac í eftirrétt sem tókst bara vel og svo fórum við í göngutúr gegnum bæinn og svo var borðaður Dísudraumur áður en þau fóru heim. Mjög íslenskt á okkar heimili.
Óli er á leiðinni til Barcelona á hjólinu og ætlar að vera þar yfir áramótin.
Gleðilegt nýtt ár góðir ættingjar og vinir og takk fyrir gamla árið sjáumst vonandi öll hress á komandi ári þegar við komum heim yfir sumarið og verðum í Sílakoti.
Guð blessi ykkur öll. Nýjárkveðjur