Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 23. september 2008

Síðustu dagar á Íslandi í bili

Silakot kvatt í góður veðri eins og alltaf
Silakot kvatt í góður veðri eins og alltaf
« 1 af 10 »
Það hefur nú margt verið að gerast þessa síðustu vikur hér heima á Fróni. Við fórum í árlega Mallakútaveislu hjá Höllu og Hafsteini yndislegur matur og veigar eins vant er og frægt.
Þá var haldið inni á Skarðseyri í Sílakot til að ganga frá fyrir veturinn og vorum við þar frá mánud. til fimmtudags í vitlausu veðri allt uppi 23 msk. það hvein og brast í kofanum og rigingin alveg rosaleg ja eins og hellt væri úr fötu. En það gekk vel að koma öllu fyrir . Bátarnir settir á sinn stað og meira að segja Járntjaldið var pakkað inn fyrir veturinn og er þar í geymslu.
Þá tókum við þátt í tónlistardeginum mikla á Ísafirði sl. laugardag eða bara um kvöldið því við vorum í jarðarför um daginn.
Við mættum á torgið og sungum með lagið eftir Abba svo var gengið niður í Edinborgarhús og þar sungu hinir hressu strákar í Fjallabræðrum þeir eru alveg rosalegir sungu hátt og voru svo glaðlegir og skemmtilegir.
Svo á sunnudaginn keyrum við hingað suður og gistum hjá Helenu og Harry í Kópavoginum og erum boðin í mat öll kvöld. En á næsta laugardag 26 sept förum við svo í flug til Spánar og hlökkum mikið til að sjá aftur heimili okkar þar.
Við erum með nýtt email silakot@gmail.com sem ég kann nú ekki mikið á ennþá endilega sendið mér línu svo auðveldara sé fyrir mig að setja ykkur á póstlistann þar.
Annars langar mig til að þakka ykkur öllum sem kíkið á síðuna okkar fyrir heimsókina og athugasemdir og gestir það er svo gaman að heyra frá ykkur og líka hvetjandi til að halda áfram að skrifa nokkrar línur. Eigið öll góða daga.
Góðir dagar búnir að vera og fleiri framundan. Spánarsímar taka við eftir laugardag.