Ţórdís Guđmundsdóttir | fimmtudagurinn 6. nóvember 2008

Sítrónuleiđin

Sítrónubörkur í sólbađi
Sítrónubörkur í sólbađi
« 1 af 10 »
Hér hefur verið skrítið veður undanfarna daga, svona eins og á íslandi stundum rigning, stundum hvasst og lítið af sól en hiti svona um 15 til 18 stig breytilegt veður. En það hefur nú samt verið farið í göngutúra og hjóltúra hmhm.
En einn daginn fórum við í óvissuferð með okkur tveim, löbbuðum veg sem við höfum aldrei farið áður og vorum svo orðin rammvillt komin langleiðna til Almoradí eftir ökrum og illfærum vegum og svo vorum við bara alltí einu strand og urðum að snúa við, en sem betur fer var bóndi þarna sem við gátum spurt hvar Mudamiento væri, þá vorum við löngu komin framhjá. En svo sáum við kirkjuna í Mudamiento og stefndum bara beint á hana eftir öðrum ökrum þetta varð 1 1/2 tím göngutúr fyrir vikið, bara fínt.
Á þessum göngutúr okkar fundum við mörg glerbrot og mosaíksteina sem ég er að safna. Þar var einnig mjög skrítin vinnsla í gangi, fyrst sáum við fullt af sítrónum sem búið var að taka börkinn af, svo sáum við börkinn liggjandi í sólbaði, svo Dúddi kíkti inní skúrinn sem var þar hjá og þá hékk sítrónubörkurinn á snúrum þar inni líka, hvað svo er gert við þetta vitum við ekki. En ef myndin er nógu skýr þá getið þið séð sítrónubörk hangandi á snúru!!!!!
Á sunnudaginn færðum við bóndanum og hans stórfjölskyldu sem var í mat eins og alla sunnudaga, rjómapönnukökur og sögðum þeim að þetta væri gott með kaffi eða mjólk, þau urðu voða hissa en fannst þetta mjög gott sagði frúin þegar hún skilaði mér diskunum.
Daginn eftir fór svo bóndin með Dúdda út í garð í ísskápinn sinn og gaf honum tvö granítepli tvo ála sem hann hafði veitt um nóttina, þeir voru lifanndi inní ísskáp. Úpps við kunnum sko ekkert að elda ál, svo það var reynt að hringja í Magna kokk ættarinnar sem svaraði ekki svo við vorum eiginlega alveg mát, því við vissum að það þurfti að elda hann næstum lifandi. Svo Dúddi hringdí í næsta kokk sem er Harry tengdasonur og gaf hann okkur góð ráð eftir öðrum kokkum svo við steiktum álinn inní ofni upp úr olíu, salti og pipar. Svo var hann roðflettur og borðaður. Hann bragaðist svona eins og rauðmagi ekkert sérstakur. Helga Þurý og co kom svo í heimsókn daginn eftir og þá var hann eldaður fyrir þau Jesu fannst hann góður enda vanur svona mat. Þau hjálpuðu okkur svo með sitthvað sem við ekki skiljum í spænsku. Ivan litli er orðin svo stór og duglegur og er farin að segja nokkur orð á íslensku.
Í morgun fórum við svo hjólandi til Rafal á markaðinn til að kaupa grænmeti í súpuna sem við buðum Línu og Adda í.
Við vorum svona 15 mínútur að hjóla hvora leið og gekk þetta bara vel hjá mér, en ég verð voða hrædd þegar ég er hjá kanalnum og þarf að mæta bíl, en vonandi lagast það. Já ég keypti mér líka bleika innskó, á 3 evrur, svaka flottir
Takk fyrir innlitið á síðuna okkar, vonandi eigið þið öll góða daga.