Þórdís Guðmundsdóttir | mánudagurinn 31. október 2011
Skemmtilegir dagar
Já það er óhætt að segja að það séu búnir að vera skemmtilegir dagar hjá okkur. Helga og Lilli eru komin út og höfum við verið saman í viku í gamla húsinu þeirra í Las Mismosas. Þar var haldið uppá afmælið hans Lilla. Þar bauð hann nokkrum gestum og við Helga elduðum fyrir gestina og okkur salfisk og kjúkling saman á fati og var það mjög gott. Þetta er uppskrift frá Magna á Seljalandi bróðir mínum, hún bragaðist bara mjög vel hjá okkur svona í fyrsta skipti, það á alveg örugglega eftir að elda þennan rétt aftur. Eftirrétturinn var svo ísterta og svo auðvitað þessi hefðbundi. Því miður tók ég engar myndir svo ekki er hægt að sýna ykkur þær. En gestirnir voru Helga og Gummi og Ólína Halldórs. og Arnaldur maðurinn hennar. Reglulega skemmtilegt kvöld.
Takk fyrir það.
Við höfum svo verið að flækjast um aðeins fara á markaði og annað. Það komu rigningardagar og þá var setið inni og prjónað á fullu. Lilli og Dúddi fóru í golf, Dúddi sem caddy og það er búið að skrá Lilla í golfklúbbinn hérna sem Íslendingar eru með hér, og erum við að fara með þeim í golfferð og gistum tvær nætur á hóteli hérna aðeins fyrir sunnan Cartagena. Þetta verður ábyggilega skemmtileg ferð.
Auðunn og Berta systir Helgu er svo hérna núna með þeim í húsinu þau komu hingað á laugardaginn og voru fram á sunnudag við elduðum góðan mat og höfðum það skemmtilegt, farið í göngutúr og litið inn hjá Carmen á barnum.
Nú eru hérna frídagar og ekkert opið allir í fríi Hallowin er það víst og svo er dagur hinna dauðu á morgun, en það er hann kallaður hérna skilst mér. Svo nú er frí í skólanum á morgun ég fór að vísu ekkert síðasta þriðjudag svo þetta er að verða ansi langt frí hjá mér og þá dettur alveg botninn úr mér, verð að hafa mikið fyrir því að koma mér af stað aftur, en ég kíki á þetta svona stöku sinnum yfir daginn.
Það er ansi hlýtt hérna í dag og bara gott að sitja hérna í eldhúsinu og skrifa þessar línur þó andinn sé ekki yfir mér í þetta sinn, en svona til að láta ykkur vita að við höfum það mjög gott og erum eiginlega lúxusfólk að vera í svona indislegu umhverfi og hita á meðan allt er að fara á kaf í snjó í henni Ameríku og eins hjá ykkur, sem mér skilst á fréttum að heiman.
Nú erum við að fara í afmælisveislu í kvöld hjá Felí og Klaka ásamt vinum og verður gaman að fara í heimsókn til spánverja og fá að borða afmælismat á spænsku. Ég ætla ekki að gleyma myndavélinni núna.
Eigið góða daga alla daga.
Takk fyrir það.
Við höfum svo verið að flækjast um aðeins fara á markaði og annað. Það komu rigningardagar og þá var setið inni og prjónað á fullu. Lilli og Dúddi fóru í golf, Dúddi sem caddy og það er búið að skrá Lilla í golfklúbbinn hérna sem Íslendingar eru með hér, og erum við að fara með þeim í golfferð og gistum tvær nætur á hóteli hérna aðeins fyrir sunnan Cartagena. Þetta verður ábyggilega skemmtileg ferð.
Auðunn og Berta systir Helgu er svo hérna núna með þeim í húsinu þau komu hingað á laugardaginn og voru fram á sunnudag við elduðum góðan mat og höfðum það skemmtilegt, farið í göngutúr og litið inn hjá Carmen á barnum.
Nú eru hérna frídagar og ekkert opið allir í fríi Hallowin er það víst og svo er dagur hinna dauðu á morgun, en það er hann kallaður hérna skilst mér. Svo nú er frí í skólanum á morgun ég fór að vísu ekkert síðasta þriðjudag svo þetta er að verða ansi langt frí hjá mér og þá dettur alveg botninn úr mér, verð að hafa mikið fyrir því að koma mér af stað aftur, en ég kíki á þetta svona stöku sinnum yfir daginn.
Það er ansi hlýtt hérna í dag og bara gott að sitja hérna í eldhúsinu og skrifa þessar línur þó andinn sé ekki yfir mér í þetta sinn, en svona til að láta ykkur vita að við höfum það mjög gott og erum eiginlega lúxusfólk að vera í svona indislegu umhverfi og hita á meðan allt er að fara á kaf í snjó í henni Ameríku og eins hjá ykkur, sem mér skilst á fréttum að heiman.
Nú erum við að fara í afmælisveislu í kvöld hjá Felí og Klaka ásamt vinum og verður gaman að fara í heimsókn til spánverja og fá að borða afmælismat á spænsku. Ég ætla ekki að gleyma myndavélinni núna.
Eigið góða daga alla daga.