Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. nóvember 2011

Skemmtilegir dagar 2

Útsýnið frá Callosa de Segura en þangað fórum við með Bertu og Auðunn
Útsýnið frá Callosa de Segura en þangað fórum við með Bertu og Auðunn
« 1 af 10 »
Það er óhætt að segja að það séu áfram skemmtilegir dagar hérna hjjá okkur alltaf nóg að gera og ýmislegt dundað sér til ánægju. Nú eru Berta og Auðunn farinn heim og Helga og Lilli flutt til okkar. Þau komu á laugardaginn og hefur tíminn síðan flogið áfram.
Á sunnudag var hér hörkupartý með góðum vinum, við Helga elduðum matinn og voru ostar í forrétt, kakúnn í mangósósu í aðalrétt og ostakaka  með aðalbláberjum i eftirrétt.
Við vorum eiginlega að halda uppá 25 ára brúðkaupsmafmælið sem við Dúddi áttum í sumar en þá var nú ósköp fátt gert enda mikið að gera þá eins og alltaf á Íslandi.
Það eru ósköp lítið til að skrifa um annað en veðrið hefur verið hálfleiðinlegt að undanförnu riging og hvasst en í dag skein sólin aftur og ég fór í skólann, en ég hef verið í fríi í tvær vikur og nú verður ekkert sluksað meira í vetur þetta verður að ganga hjá mér þessi lærdómur, enda er þetta voða gaman að glíma við.
Fermín er alltaf að gefa okkur grænmeti kál og góða hvítlaukinn fékk ég í dag og bjó þá til tortilla eða omelettu, með hvítlauk, graskeri, púrru og lauk svaka gott og allir borðuðu vel.
Á morgun förum við í ferðalag með íslenska golfklúbbnum hérna til Mojacar og verðum þar á hóteli í tvo daga og hlökkum við mikið til að breyta um svæði og skoða nýja staði. Fermín mun að sjálfsögðu passa húsið fyrir okkur á meðan.
Það verður kannski eitthvað meira að skrifa um eftir þá ferð.
Eigið góða daga og hafið það sem best.