Skemmtun í Rafal
Það hefur allt gengið sin vanagang hér hjá okkur, á fimmtud. í síðustu viku fór Dúddi til Rafal að vesla á hjólinu þá var þar markaður í gangi svo hann keypti aðeins græmeti og hjólaði um Rafal. Þá rakst hann á svæði þar sem var verið að koma upp sviði, ljósum, sölubásum og fleiru, og hann spurði hvað um væri að vera og honum sagt að það væri Fiesta á föstud.kv. svo við fórum þangað um kl 21:00 og þar var þá að steyma fólk að. Þarna komu litlar sætar senjórítur í fínu kjólunum sínum og hælaháum skóm rétt 2 ára það var yndisllegt að sjá þær. Fyrsta fólkið sem við mættum voru hjón sem eiga litla tvíbura 2 ára sem koma hingað á hverjum sunnudegi til mömmu í mat, svo það var gaman að sjá framan í einhvern sem maður vissi hver var. En þarna heyrðum við ekki í neinum öðrum en spánverjum. Þetta kvöld var heilmikil hestasýning sýning flottir og flínkir hestar að dansa um svæðið. Svo fréttum við að þetta væri líka á laugardag og sunnudag. Við fórum á laugardagskv. kl 21:30 þá var ekkert byrjað en þá voru Flamencodansarar á öllum aldri alveg frá 2 ára bæði stelpur og strákar. Við nentum nú ekki að vera lengi og fórum heim um kl 23:00. Á sunnudag sátum við bara heima.
Það er svo öðruvísi hér en heima skemmtanir byrja aldrei fyrr en eftir kl 21:00 á kvöldin og þá mæta allir úr fjölsk. börn og táningar og fylgjast með, auðvitað táningar í hópum saman en þau mæta þó verið sé að dansa Flamenco. Hvergi sást vín á manni og við vorum líka edrú, hugsa sér. Þarna fær fólk sér að borða kvöldmatinn, sem er Tapas en hann er yfirleitt ekki borðaður fyrr en eftir kl 21:00 á kvöldin og þá er hægt að skemmta sér og haldið á fram á rauða nótt. Við tókum myndir en þær eru voða dökkar set þær bestu með.
Nú eru framkvæmdir í Mudamiento, verið að leggja gangstéttir og haldið áfram að byggja raðhúsin svo það fer að fjölga hér í kringum okkur. Dúddi er úti að hjóla og skoða framkvæmdir og taka myndir. Hann kom nú að vísu með eitt barnareiðhjól hér inn áðan sem einhver hefur kastað á haugana bara lítið að gera við segir hann, vantar hnakk og dekk.
Á föstudag í síðustu viku komu Elín Þór, Jón, Högni og Kristrún í kaffi en við fórum til La Marina til að hitta þau svo eltuþau okkur hingað til að sjá húsið, og til að rata hingað næst.
Svo í dag komu Þura, Örn, Eygló og Flosi en við buðum þeim í súpu, það er altaf svo gaman að fá gesti, takk fyrir komuna í sveitina.
Góður dagur í sveitinni okkar.