Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 19. apríl 2011

Skólaferðalagið til Orihuela

Kona Johns, ég og Eillin skólasystkinin
Kona Johns, ég og Eillin skólasystkinin
« 1 af 10 »
Hingað til hef ég bara farið í skólaferðalag með Gaggó á Ísafirði, en nú var komið að því að fara í ferðalag með skólanum hér í Almoradí, þar sem ég er að læra spænsku. Kvöldið áður höfðum við fengið góða gesti frá Íslandi Helgu og Lilla, það var farið illa með þau fyrsta daginn, bara skilin eftir heima og látin sjá um sig sjálf, höfðu ekki einu sinni bíl, því hér í sveitinni er langt í allt. En þau fóru í göngutúr og sólbað og höfðu það bara fínt held ég. Okkur var svo boðið í súpu um kvöldið til Eyrúnar og Guðfinns.
Ferðalagið hjá okkur hófst kl 8:30 um morguninn þá fórum við á okkar bíl til Orihuela, við þurftum að nota Maríu GPS til að finna réttan stað þar sem við áttum að hitta fólkið, en það gekk nú brösulega, því bílstjórinn vildi ekki láta Maríu ráða, en við fundum þetta fyrir rest og vorum ekki síðust. Þetta var mikill göngutúr frá kl. 10:00 til kl 14:00 um daginn við byrjuðum á að skoða voða flott nýtt safn með frægum málverkum og styttum og allavega fínerí þetta safn heitir Mueso de arte Sacro.
Þaðan var farið í kirkju rétt hjá sem heitir Catedral del Salvador voða falleg eins og þær eru nu flestar, þar var orgel sem var sett langt upp í lofti og er síðan 1600 og eitthvað og er enn notað í kirkjunni. Á báðum þessum stöðum er bannað að taka myndir.
Síðan var aftur farið í langt labb til að skoða flotta og eldgamla kirkju þar sem við máttum ekki einu sinni koma við veggina og er ekki opin fyrir hvern sem er en þetta er líka skóli bæði barnaskóli og unglingaskóli ásamt þessari kirkju og flottum garði og bókasafn með eldgömlum bókum sem enginn má snerta, þetta var ein af ríkustu kirkjum á Spáni. Þetta flotta hús heitir Convento de Santo Domingo. Loks fórum við svo að skoða húsið sem einn frægasti rithöfundur Spánar átti heima í sinni bernsku, held að hann hafi verið ljóðskáld. Casa del poeta Miguel Hernández. Þetta er lítið hús með minnsta eldhús sem ég hef séð en flottum garði og góðum útihúsum fyrir dýrin. Þegar þarna var komið voru allir orðnir svangir og þyrstir og labbað til baka þar sem við hittumst. Veitingastaðurinn sem við fórum að borða á var þar nálægt í svona sundlaugargarði þetta var allt nýtt, þarna var stór sundlaug bæði úti og inni.
Þetta var 6 rétta máltíð og var maður alveg að springa eftir þetta og vitandi að maður átti að fara í matarboð  um kvöldið.
Þetta er matseðillin: Menú: Jamón Y queso, croquetas, ensalada, caldo con pelota, arroz y costra, tarta de chocolate og svo nóg að drekka með eins og hver vildi. Caldo se pelota er súpa með einni stórri kjötbollu í allt í lagi en ekkert sérstök.
Arroz y costra er hrísgrjón neðst, þá kemur kjúlli og kalkúnn, þá allavega pylsur og síðast eru sett hrærð egg ofan á allt saman og bakað í ofni, þetta er réttur sem er bara gerður í Orihuela og Elshe, sagði kennslukonan þetta er svolítið sérstakt að borða en kom bara of seint því maður var að verða saddur af öllu hinu.
Þetta var voða skemmtilegur dagur þó ekki lærði maður mikið í spænsku því þetta voru allt englendingar og lærði maður bara ´því meira í því máli.
Við fórum svo í annað partý um kvöldið og skemmtum okkur voða vel.
Á laugardag var farið á markað í Almoradí og seinna um daginn var brunað og keypt gasgrill og um kvöldið voru grillaðir kjúklingar. Sunnudagurinn var einnig markaðsdagur og farið í sólbað og svona.
Í dag er engin sól en 18, stiga hiti og við Helga búnar að fara í einn göngutúr og ætlum að fara aftur seinna í dag, Lilli er nefnilega í golfi og Duddi að þrífa flísarnar á þakinu.
Eigið góða daga og gleðilega páska.