Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 21. janúar 2011
Skólinn, haninn og annað lauflétt
Það er voða gaman að vera byrjuð aftur í spænskunámi, þetta hjálpar manni að nota heilann svo maður verður kannski ekki eins gleyminn fyrir vikið. Við erum bara 3-4 í bekk með einn kennara sem talar næstum eingöngu spænsku, hún svona útskýrir eitt og eitt orð fyrir englendingana, ég er þess vegna líka að læra ensku en er ekkert að borga fyrir það. Þetta gengur bara þokkalega, hér heima hef ég bara báðar orðabækurnar ef ég þarf, kennslubókin er öll á spænsku, það er gott að geta notað orðabókina í tövlunni þá er maður fljótari að leita að orðunum og getur sett eina setningu í einu.
Um daginn skrifaði ég aðeins um hanann sem var orðin svo flynkur að syngja búinn að æfa sig svo vel og söng eins og Pavarotti,
en sl. fimmtudag þá var ég uppá þaki bara svona að skoða mig um þá sá ég að haninn var laus, hafði sem sagt strokið úr búrinu, búinn að gera stórt gat, þarna trítlaði hann um eins rígmontinn hani sperrti sig allan og dillaði sér svona eins og hana er siður. Hann var alveg komin að tröppunum og ég hugsaði skildi hann kunna að fara niður tröppur, var eiginlega hissa á að hann skildi geta gengið svona langt, alltaf læstur inní búri. Jæja nema hvað ég fer niður þegar ég er búinn að fylgjast með honum dágóða stund. Það vesta var með aumingja kalkúninn honum leið ekkert vel að sjá hanann þarna, var altaf vælandi með sínu skrítna hljóði.
Svo fór ég niður og gleymdi hananum, svo fór ég að hengja út þá sá ég hann hvergi ekki í búrinu eða á þakinu en þá gaggaði hann og hljóðið kom ú skrítinni átt, sem hann átti ekki að komast, nema hann var komin yfir á hitt þakið hjá Fermín og komst ekki neitt. Ég kallaði í Dúdda og fór hann til Fermíns að láta vita og þeir komu hlaupandi upp á þak og Fermín teygði sig í hanan því hann hafði farið fyrir vegginn. Hann náði honum ekki en hávaðinn var mikill í hananum, svo reyndu þeir aftur en þá búmm" datt hann niður um þakið og inní garð hjá Fermín, svo þeir hlupu þangað og þar hljóp haninn í hringi og þeir á eftir, loks stökk Dúddi og greyp hann og rétti Fermín sem hélt svo á honum um vængina, og sagði " hann á nú að drepast á mánudaginn", ég hugsaði bara aumingja haninn, þarna hefur hann fengið mikla lífsreynslu, fá að fljúgja aðeins, detta ofan af þaki, fá að spossera úti eins og montinn hani og svo er bara lífið tekið og sett í súpu, sem er nú líklega búið að elda ef ekki borða líka, en hann átti góðan vin sem saknaði hans mikið á mánudaginn, aumingja kalkúnninn hann grét í tvo tíma á eftir, blessuð sé mining hanans. Nú kemur líklega nýtt gengi af hönum í búrið, þegar fer að hlýna aðeins en þeir kunna bara ekkert að syngja, ég kann vel við hanagal það er svo vinalegt hér í sveitinni.
En nú búum við Dúddi í svaka fínu húsi það er búið að mála húsið hvítt, eins og ein konan sagði sem labbaði hjá Casa Blanca like Obama. En þetta er voða flott og það birti yfir götunni þegar helv. rósa liturinn vr farinn, það eru allir hér í kring voða hrifnir af þessu framtaki hjá okkrur. Dúddi fékk góða hjálp frá Gumma við að mála. Hann var sjálfur búinn að taka gluggana í gegn og flísaleggja þá að innan með hvítum flísum og undirbúa að öðru leiti. Þetta er bara eins og nýtt hús.
Hér er annars allt rólegt kuldaboli á eitthvað að vera á ferðinni hérna um helgina, en úti skín sólin eins og er, en það er kalt mikill raki. Hlýtt inni, hlýtt í hjarta og svo hugsa ég hlýtt til ykkar allra sem heimsækið mig hér.
Eigið góða og ljúfa daga.
Um daginn skrifaði ég aðeins um hanann sem var orðin svo flynkur að syngja búinn að æfa sig svo vel og söng eins og Pavarotti,
en sl. fimmtudag þá var ég uppá þaki bara svona að skoða mig um þá sá ég að haninn var laus, hafði sem sagt strokið úr búrinu, búinn að gera stórt gat, þarna trítlaði hann um eins rígmontinn hani sperrti sig allan og dillaði sér svona eins og hana er siður. Hann var alveg komin að tröppunum og ég hugsaði skildi hann kunna að fara niður tröppur, var eiginlega hissa á að hann skildi geta gengið svona langt, alltaf læstur inní búri. Jæja nema hvað ég fer niður þegar ég er búinn að fylgjast með honum dágóða stund. Það vesta var með aumingja kalkúninn honum leið ekkert vel að sjá hanann þarna, var altaf vælandi með sínu skrítna hljóði.
Svo fór ég niður og gleymdi hananum, svo fór ég að hengja út þá sá ég hann hvergi ekki í búrinu eða á þakinu en þá gaggaði hann og hljóðið kom ú skrítinni átt, sem hann átti ekki að komast, nema hann var komin yfir á hitt þakið hjá Fermín og komst ekki neitt. Ég kallaði í Dúdda og fór hann til Fermíns að láta vita og þeir komu hlaupandi upp á þak og Fermín teygði sig í hanan því hann hafði farið fyrir vegginn. Hann náði honum ekki en hávaðinn var mikill í hananum, svo reyndu þeir aftur en þá búmm" datt hann niður um þakið og inní garð hjá Fermín, svo þeir hlupu þangað og þar hljóp haninn í hringi og þeir á eftir, loks stökk Dúddi og greyp hann og rétti Fermín sem hélt svo á honum um vængina, og sagði " hann á nú að drepast á mánudaginn", ég hugsaði bara aumingja haninn, þarna hefur hann fengið mikla lífsreynslu, fá að fljúgja aðeins, detta ofan af þaki, fá að spossera úti eins og montinn hani og svo er bara lífið tekið og sett í súpu, sem er nú líklega búið að elda ef ekki borða líka, en hann átti góðan vin sem saknaði hans mikið á mánudaginn, aumingja kalkúnninn hann grét í tvo tíma á eftir, blessuð sé mining hanans. Nú kemur líklega nýtt gengi af hönum í búrið, þegar fer að hlýna aðeins en þeir kunna bara ekkert að syngja, ég kann vel við hanagal það er svo vinalegt hér í sveitinni.
En nú búum við Dúddi í svaka fínu húsi það er búið að mála húsið hvítt, eins og ein konan sagði sem labbaði hjá Casa Blanca like Obama. En þetta er voða flott og það birti yfir götunni þegar helv. rósa liturinn vr farinn, það eru allir hér í kring voða hrifnir af þessu framtaki hjá okkrur. Dúddi fékk góða hjálp frá Gumma við að mála. Hann var sjálfur búinn að taka gluggana í gegn og flísaleggja þá að innan með hvítum flísum og undirbúa að öðru leiti. Þetta er bara eins og nýtt hús.
Hér er annars allt rólegt kuldaboli á eitthvað að vera á ferðinni hérna um helgina, en úti skín sólin eins og er, en það er kalt mikill raki. Hlýtt inni, hlýtt í hjarta og svo hugsa ég hlýtt til ykkar allra sem heimsækið mig hér.
Eigið góða og ljúfa daga.