Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 24. desember 2009

Skötuveislan

Skötuhópurinn,Björg, Úlfar,Dúddi, Harpa, Helga, Ása, Lilli, Gummi, Helga og Visnhu
Skötuhópurinn,Björg, Úlfar,Dúddi, Harpa, Helga, Ása, Lilli, Gummi, Helga og Visnhu
« 1 af 10 »



GLEÐILEG JÓL


FELIZ NAVIDAD





Það var kátt á hjalla hér í gær þegar haldin var skötuveisla að gömluð og góðum sið á Þorláksmessu.
Skatan var að sjálfsögðu vestfisk og mörinn líka og mikið var þetta gott, Helga bakaði rúgbrauð og þetta rann ljúft niður með sterku víni í litlum glösum, og rauðvín, hvítvín og bjór. Rauðvín er bara ansi gott með skötunni.
Hér var góður hópur af íslendingum bæði sem eru hér í jólafríi og þeir sem búa hér yfir veturinn eins og við. Við borðuðum inni en vorum svo úti á palli því það var 17 gr. hiti og logn en ekki mikil sól. Svona öðruvísi þorláksmessa en maður á að venjast.
Nú er veðrið voða gott hér, um 17. gr. logn og aðeins rigning. Við erum bara í afslöppun og erum bara að bíða eftir að tíminn líði til að fara að borða hjá Helgu frænku og Gumma með öllu fólkinu sem var hér í gær.
Við verðum svo hér heima á morgun jóladag og líka á annan í jólum. Þá koma Auðunn og Fríður hingað til okkar í mat.

Við óskum ykkur öllum Innilega GLEÐILEGRA JÓLA og hafið það sem best um hátíðina.
hvar sem þið eruð stödd í heiminum
Takk fyrir öll innlitin á síðuna okkar, það er gaman að sjá hvað margir kíkja við hjá okkur.
Eigið góða daga um jólin