Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 4. mars 2010

Skrifa smá

Gamall brauðofn og aðrir munir ú gömlu eldhúsi
Gamall brauðofn og aðrir munir ú gömlu eldhúsi
« 1 af 9 »
Á sl. laugardagskvöld fórum við Dúddi til Rafal á tónleika til styrktar börnum á Haití. Við vissum nú ekkert hvað við vorum að fara héldum að þetta væri á toginu en þar var enginn rétt fyrir 8 þegar þetta átti að byrja. Svo við fórum nú að líta í kringum okkur og sáum þá að fólk fór inn í Ráðhúsið sem er á torginu. Við fórum á eftir því og komum þá í fínan sal sem er svona á stærð við Alþýðuhúsið heima bara flottari, stórt svið og svaka góðir stólar. Við biðum svo eftir listamanninum sem átti að syngja þarna og heitir Luis Guerterra eitthvað svoleiðis. Hann mætti á sviðið kl. 8 1/2. Það var nú ekki margt fólk þarna og allir komu um sama leiti og listamaðurinn því spánverjar eru alveg svakalega óstundvísir. Við vorum þarna í um klukkutíma og var þetta voða fínn söngvari en hann talaði bara svo mikið á milli laga og við skildum ekki neitt nema kannski orð og orð að við fórum bara heim, enda var ég með steik í ofninum og hún var nú orðin aðeins of steikt en allt í lagi. Þetta var bara ágætis skemmtun. Bassaleikarinn var alveg frábær hann var á fleigiferð allan tímann stór og bangsalegur.
Við höfum verið ansi mikið á ferð og flugi þessa vikuna, fara með bílinn í skoðun, fara og láta snyrta sig og eitt og annað mér finnst ég bara aldrei heima svo það gengur seint með litaverkið þið fáið að sjá myndir þegar það er búið og afhjúpun hefur farið fram.
Við fórum á markað á laugardagsmorgun til Almoradí þá var verið að sýna gamla muni úr eldhúsi, gamlan brauðofn og annað.
Það var labbað um og svo fórum við í búð og keyptum á mig pils og skó, Dúddi stjórnaði þessu alveg, sagði bara mátaðu þetta og mátaðu hitt, þetta er alveg það sem ég þarf ef það á að kaupa eitthvað til að fara í. Flott silkipils á 25 evrur sem átti að kosta 275. Góð kaup og skórnir á 10 evrur.
Í dag kom Helga Þurý með prinsana sína í heimsókn og við fórum í göngutúr. Við löppuðum til Mudamiento og þegar við fórum framhjá einu gömlu húsi sem við förum alltaf framhjá kallaði gamli maðurinn á okkur, við fórum til hans og Helga talaði við hann eins og ekkert væri. Hann bauð okkur inn og þar voru fullt af málverkum sem hann hefur málað í gegnum tíðina, hann situr þarna á daginn á stól við dyrnar og málar. Eða gerði það, hann er með fullt af gömlum myndum sem hann hefur gert, ansi fallegar sumar og það var nú alveg yndislegt að koma þarna inn og sjá þetta hús en það býr enginn þarna núna. Hann á heima í Mudamiento og kemur þarna þegar gott er veður. Helga hélt nú að hann hafi tekið feil á sér og einhverri annari.
Í dag er fallegt veður 22 gráður og sól enginn vindur, en það spáir víst rigningu um helgina og við erum að fara á árshátíð á laugardaginn og gistum á hóteli, það verður voða gaman að fara og hitta alla þessa íslendinga sem þar verða.
Eigið góða daga og ljúfar stundir.