Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 12. september 2012
Smá kveðja
Þá er komið að því að kveðja skerið, og mikið er það nú gott þegar svona hryssingsveður er úti, lemjandi rigning og rok allavega hér í Kópavoginum. Það hefur skipst á skin og skúrir eins og alltaf.
Við leggjum annars í hann í fyrramálið eldsnemma heim til Spánar en heim kalla ég þar sem ég á kodda og sæng en það er á þrem stöðum núna.
Við höfum verið hér á höfuðborgarsvæðinu í rúma viku svona til að kveðja börn og barnabörn og tengdabörn og alla hina líka. Búinn að fara í mörg matarboð og haft það mjög gott. Það voru margir sem ekki var hægt að hitta og gerum við það bara seinna. Meiningin er að koma aftur um jólin og vera með fólkinu okkar.
Það verður meira spennandi sem maður skrifar næst okkur er farið að hlakka til að hitta Fermín og fjölskyldu og alla hina vinina á Spáni. Það verður margt að ske.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.
Við leggjum annars í hann í fyrramálið eldsnemma heim til Spánar en heim kalla ég þar sem ég á kodda og sæng en það er á þrem stöðum núna.
Við höfum verið hér á höfuðborgarsvæðinu í rúma viku svona til að kveðja börn og barnabörn og tengdabörn og alla hina líka. Búinn að fara í mörg matarboð og haft það mjög gott. Það voru margir sem ekki var hægt að hitta og gerum við það bara seinna. Meiningin er að koma aftur um jólin og vera með fólkinu okkar.
Það verður meira spennandi sem maður skrifar næst okkur er farið að hlakka til að hitta Fermín og fjölskyldu og alla hina vinina á Spáni. Það verður margt að ske.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur.