Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 20. febrúar 2009
Smámont
Eftir kerruævintýri og löggulæti, var reynt að slappa af og njóta sólar, vina og gleðskapar.
Þegar við vorum búinn hjá löggunni á föstudag fórum við á hitting í Las Mismosas og keyptum okkur miða á ball á laugardeginum og líka á árshátíðina hjá Fhs sem verður í mars. Bara ákveðið að slappa af.
Okkur var boðin gisting á laugardagskvöldinu hjá Helgu og Gumma og þangað fórum við seinnipart laugardags.
Fórum svo í mat og ball á sundlaugarbarnum þetta var svo gaman að hitta og heyra svona mikið af íslensku, á hverju borði.
Þarna voru spilarar að heiman og mikið dansað.
Á sunnnudag var svo borðaður fínn morgunmatur úti við laug, bacon og egg namm allir voru svangir eftir dansinn frá kvöldinu áður og rann þetta ljúft niður. Takk fyrir skemmtunina Helga, Gummi, Harpa, og Vigfús. Frábær helgi.
Ég verð nú að monta mig svolítið, ég keyrði báðar leiðir þetta er um 1/2 tíma akstur með mörgum hringtorgum en sem betur fer var lítil umferð. Þetta var nú ekki af því Dúddi væri fullur heldur hellti ég í hann Topas áður en við fórum, því hann var að fá kvef (hafði ekki fengið hvítlauk í 3 daga). Honum fannst nú eiginlega að hann ætti að vera fullur þegar svona væri stjanað við hann, hann gat bara horft út og notið ferðarinnar í fyrsta skipti.
Ég á örugglega eftir að gera þetta aftur, ekkert mál bara passa sig í hringtorgunum, því spánverjar nota þau öðruvísi en við, kann ekki að útskýra það en þeir nota aldrei innri hringinn, sumir segja að reglur hér sé að ytri hringurinn sé í rétti, en heima er það innri hringur. Sumir segja þetta og aðrir hitt svo gaman væri að fá að vita umferðarreglur á Spáni, það kann þær kannski einhver sem vill láta mig vita.
Meira mont. Ég er búin að fara tvisvar ein út að hjóla hérna, ég hef nú ekki þorað að fara mikið ein varla út að ganga, ekki veit ég hvers vegna, því allir hér eru ósköp vingjarnlegir og heilsa manni með brosi á vör. Mér finnst þetta mikið afrek hjá mér svo nú á ég örugglega eftir að fara oftar, þegar Dúddi minn er mikið upptekin í bakgarðinum.
Við höfum verið að koma nýju húsgögnunum fyrir og læra heima, þetta gengur fínt hjá okkur eða þannig. Nú eru bara tveir tímar eftir í næstu viku, svo er bara að halda áfram að tögglast á þessu.
Við erum aðeins farin að skilja Fermín betur núna, fullt til af káli, graskerjum, hvítlauk og appelsínum.
Svo var ég voða dugleg í dag þreif, bakaði brauð og brúna með brúnu.
Eigið góða daga.
Þegar við vorum búinn hjá löggunni á föstudag fórum við á hitting í Las Mismosas og keyptum okkur miða á ball á laugardeginum og líka á árshátíðina hjá Fhs sem verður í mars. Bara ákveðið að slappa af.
Okkur var boðin gisting á laugardagskvöldinu hjá Helgu og Gumma og þangað fórum við seinnipart laugardags.
Fórum svo í mat og ball á sundlaugarbarnum þetta var svo gaman að hitta og heyra svona mikið af íslensku, á hverju borði.
Þarna voru spilarar að heiman og mikið dansað.
Á sunnnudag var svo borðaður fínn morgunmatur úti við laug, bacon og egg namm allir voru svangir eftir dansinn frá kvöldinu áður og rann þetta ljúft niður. Takk fyrir skemmtunina Helga, Gummi, Harpa, og Vigfús. Frábær helgi.
Ég verð nú að monta mig svolítið, ég keyrði báðar leiðir þetta er um 1/2 tíma akstur með mörgum hringtorgum en sem betur fer var lítil umferð. Þetta var nú ekki af því Dúddi væri fullur heldur hellti ég í hann Topas áður en við fórum, því hann var að fá kvef (hafði ekki fengið hvítlauk í 3 daga). Honum fannst nú eiginlega að hann ætti að vera fullur þegar svona væri stjanað við hann, hann gat bara horft út og notið ferðarinnar í fyrsta skipti.
Ég á örugglega eftir að gera þetta aftur, ekkert mál bara passa sig í hringtorgunum, því spánverjar nota þau öðruvísi en við, kann ekki að útskýra það en þeir nota aldrei innri hringinn, sumir segja að reglur hér sé að ytri hringurinn sé í rétti, en heima er það innri hringur. Sumir segja þetta og aðrir hitt svo gaman væri að fá að vita umferðarreglur á Spáni, það kann þær kannski einhver sem vill láta mig vita.
Meira mont. Ég er búin að fara tvisvar ein út að hjóla hérna, ég hef nú ekki þorað að fara mikið ein varla út að ganga, ekki veit ég hvers vegna, því allir hér eru ósköp vingjarnlegir og heilsa manni með brosi á vör. Mér finnst þetta mikið afrek hjá mér svo nú á ég örugglega eftir að fara oftar, þegar Dúddi minn er mikið upptekin í bakgarðinum.
Við höfum verið að koma nýju húsgögnunum fyrir og læra heima, þetta gengur fínt hjá okkur eða þannig. Nú eru bara tveir tímar eftir í næstu viku, svo er bara að halda áfram að tögglast á þessu.
Við erum aðeins farin að skilja Fermín betur núna, fullt til af káli, graskerjum, hvítlauk og appelsínum.
Svo var ég voða dugleg í dag þreif, bakaði brauð og brúna með brúnu.
Eigið góða daga.