Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 18. nóvember 2009
Snákurinn og hjólatúrinn
Það hefur nú ýmislegt verið að gerast hér í sveitinni okkar, það er alltaf verið að punta hér og þar, nú er búið að laga allar gangastéttar í Mudamiento þannig að hjólastólar komist þar um og verið að malbika eina af fáu götunum þar. Voða fínt.
Einn daginn er við sátum hér úti Dúddi í smá pásu, kom Fermin og talaði mikið og við reyndum að skilja, hann dinglaði lyklum framan í okkur og benti bak við hús. Ég var alveg viss um að hann vildi að við pössuðum húsið fyrir hann eða eitthvað svoleiðis,
neinei, hann benti þá bara Dúdda að elta sig og fór með hann bak við hús, en þar er smá ræma sem við eigum en höfum ekki einu sinni aðgang að hann sagði honum að þetta yrðum við að þrífa. Þarna var allt fullt af yllgresi sem bara þurfti að rífa upp og gekk bara vel,tveir fullir ruslapokar.
Svo var það einn daginn að ég sat úti og var að prjóna í góða veðrinu að mér var litið upp á svona lítinn vasa á veggnum með rauðum plastblómum, að mér fannst eitthvað einnkennilegur litur á þessu og fór að kíkja, var þá ekki snákur í blóminu.
Ég kallaði auðvitað á Dúdda sem kom og fannst þetta alveg voða skemmtilegt en við kunnum ekkert á svona dýr og vissum ekkert hvort þetta er eitthvað sem getur bitið mann. Svo það var kallað á Fermin til að skoða þetta og hann fór og greyp kóstinn til að drepa hann, en þá kom Carmen og tók af honum kóstinn "ekki með honum,, sagði hún.
Hann náði þá í bambusstöng og byrjaði að ýta í hann en hann hafði sko bara byrjað að skírða upp vegginn, svaka flottur snákur, en hann náði honum niður og það var tekinn af honum hausinn, eins og þeim fyrri sem kom í vor og ég sagði frá hér. Já það er fjör í sveitinni.
Á sunnudaginn var svo farið í langan hjóltúr til að vita hvernig nýja hjólið reyndist ojoj, ekki alveg nógu vel, það brakar i öllum gírum það er vont að skipta um gír, ég veit aldrei í hvaða gír ég er, svo ég kalla bara " í hvaða gír er ég núna,, Það eru sem berur fer bara fáir í kringum okkur og enginn sem skilur það ylhýra.
En við fórum sem sagt alla leið til Cox, þangað er líklega 1/2 tíma ferð ef lítið er stoppað og góðir hjólastígar við hjóluðum í gegnum bæinn og vorum að leita að uppgöngu á hólinn þar sem virkið er, þetta er sem sagt gamalt virki ekki kapella eins og ég hélt.
Við fundum stíg og leiddum hjólin áleiðs upp svo enginn sæi þau og þeim yrði ekki stolið svo var þeim læst rækilega við tré. Upp fórum við gegnum urð og grjót og nokkra kaktusa en við fórum upp á þak og þvílíkt útsýni váááá´.
Þar sem við stóðum og vorum að líta niður sáum við þennan svaka fína göngustíg hellulagðan hinu meginn við það sem við vorum að krönglast upp. Svo ég fór niður þar og Dúddi tók hjólin niður fyrir þá gömlu sætur í sér alltaf.
Þegar við svo komum heim eftir 3 tíma hjól og göngutúr var ég allavega ansi þreytt á góðan hátt.
Barnabörnin hans Fermin voru hér að leika sér í sólinni.
Í gær fórum við svo aðeins í bæinn eins og við segjum þurftum nefnilega að fá nýja petalasveif á hjólið hún var ónýt svo það þurfti oft að stoppa til að laga í hjóltúrnum. Í búðinni sem við keyptum hjólið í fengum við bara nýja sveif og ekkert mál.
Við fórum í heimsókn til Unnsteins og Rutar og fengum þar alveg dýrlegan hádegisverð og kaffi og meðí.
Eigið góða daga
Ég set inn fleiri myndir af snáknum og hjóltúrnum og fleira í möppuna myndir á síðunni ef ykkur langar að kíkja.
Einn daginn er við sátum hér úti Dúddi í smá pásu, kom Fermin og talaði mikið og við reyndum að skilja, hann dinglaði lyklum framan í okkur og benti bak við hús. Ég var alveg viss um að hann vildi að við pössuðum húsið fyrir hann eða eitthvað svoleiðis,
neinei, hann benti þá bara Dúdda að elta sig og fór með hann bak við hús, en þar er smá ræma sem við eigum en höfum ekki einu sinni aðgang að hann sagði honum að þetta yrðum við að þrífa. Þarna var allt fullt af yllgresi sem bara þurfti að rífa upp og gekk bara vel,tveir fullir ruslapokar.
Svo var það einn daginn að ég sat úti og var að prjóna í góða veðrinu að mér var litið upp á svona lítinn vasa á veggnum með rauðum plastblómum, að mér fannst eitthvað einnkennilegur litur á þessu og fór að kíkja, var þá ekki snákur í blóminu.
Ég kallaði auðvitað á Dúdda sem kom og fannst þetta alveg voða skemmtilegt en við kunnum ekkert á svona dýr og vissum ekkert hvort þetta er eitthvað sem getur bitið mann. Svo það var kallað á Fermin til að skoða þetta og hann fór og greyp kóstinn til að drepa hann, en þá kom Carmen og tók af honum kóstinn "ekki með honum,, sagði hún.
Hann náði þá í bambusstöng og byrjaði að ýta í hann en hann hafði sko bara byrjað að skírða upp vegginn, svaka flottur snákur, en hann náði honum niður og það var tekinn af honum hausinn, eins og þeim fyrri sem kom í vor og ég sagði frá hér. Já það er fjör í sveitinni.
Á sunnudaginn var svo farið í langan hjóltúr til að vita hvernig nýja hjólið reyndist ojoj, ekki alveg nógu vel, það brakar i öllum gírum það er vont að skipta um gír, ég veit aldrei í hvaða gír ég er, svo ég kalla bara " í hvaða gír er ég núna,, Það eru sem berur fer bara fáir í kringum okkur og enginn sem skilur það ylhýra.
En við fórum sem sagt alla leið til Cox, þangað er líklega 1/2 tíma ferð ef lítið er stoppað og góðir hjólastígar við hjóluðum í gegnum bæinn og vorum að leita að uppgöngu á hólinn þar sem virkið er, þetta er sem sagt gamalt virki ekki kapella eins og ég hélt.
Við fundum stíg og leiddum hjólin áleiðs upp svo enginn sæi þau og þeim yrði ekki stolið svo var þeim læst rækilega við tré. Upp fórum við gegnum urð og grjót og nokkra kaktusa en við fórum upp á þak og þvílíkt útsýni váááá´.
Þar sem við stóðum og vorum að líta niður sáum við þennan svaka fína göngustíg hellulagðan hinu meginn við það sem við vorum að krönglast upp. Svo ég fór niður þar og Dúddi tók hjólin niður fyrir þá gömlu sætur í sér alltaf.
Þegar við svo komum heim eftir 3 tíma hjól og göngutúr var ég allavega ansi þreytt á góðan hátt.
Barnabörnin hans Fermin voru hér að leika sér í sólinni.
Í gær fórum við svo aðeins í bæinn eins og við segjum þurftum nefnilega að fá nýja petalasveif á hjólið hún var ónýt svo það þurfti oft að stoppa til að laga í hjóltúrnum. Í búðinni sem við keyptum hjólið í fengum við bara nýja sveif og ekkert mál.
Við fórum í heimsókn til Unnsteins og Rutar og fengum þar alveg dýrlegan hádegisverð og kaffi og meðí.
Eigið góða daga
Ég set inn fleiri myndir af snáknum og hjóltúrnum og fleira í möppuna myndir á síðunni ef ykkur langar að kíkja.