Ţórdís Guđmundsdóttir | mánudagurinn 10. október 2011
Sól og hiti í október
Það hefur bara verið ansi mikið að gera síðan við komum hingað út. Þvælast hingað og þangað til að hitta vini og kunningja sem maður hefur eignast hér gegnum árin og er það bara mjög gaman og svo er maður að kynnast nýju fólki hér líka.
Það hefur verið Fiesta í Rafal núna í rúmlega viku og höfum við farið tvö kvöld til að fylgjast með þessum skemmtilegu skrúðgöngum. Ignacio tengdasonur Fermín hefur sent okkur boð á Face og látið okkur vita kl. hvað þetta hefst.
Jú við mættum auðvitað tímanlega til að fá gott sæti og sjá vel en við sátum held ég í klukkutíma áður en allt hófst, bæði kvöldin. Fólkið var að týnast að með stóla og nammi til að hafa það kósý áður en gamanið hófst. Þetta eru engar venjulegar skúðgöngur, fyrri daginn voru mest börn í allavega búningum, það voru geimfarar, kínverjar, blöðrufólk, baðstrandarfólk á fillerýi, kokkar og margt fleira þetta var fyrra kvöldið, og þar sáum við litla Michael barnabarn Fermín með blöðrur og mamma að hjálpa hann er nú bara 4 ára.
Sl. föstudagskvöld var svo svakaleg skrúðganga, márar og kristnir heitir þetta, ég er nú ekki góð í þessum fræðum. Þarna gat að líta flottar dansmeyjar sem dönsuðu magadags og voru hálf naktar en voða fallegir búningar sem voru smáir í sniðum. Svo komu stríðsmenn í fullum skrúða og höfðingjar og höfðingafrúr og þrælar þeirra og kvennbúr, þetta var alveg ótrúlega flott. Ég á bara ekki nógu góða myndavél til að taka af þessu goðar myndir þar sem komið er kvöld þegar þetta hefst allt. Skrúðgangan var ekki búin kl. 12 um kvöldið en þá vorum við búin að fá nóg og fórum heim.
Það er gaman að fylgjast með því hvað menning okkar er ólýk, og hvað það er margt öðruvísi, þó ekki sé svo ýkja langt á milli þessara landa. En það er veðráttan sem er svo miklu öðruvísi, og því er hér svo margt sem skeður utanhús og bara ekki hægt að gera heima.
Ég sé nú ekki okkar ungdóm fara í svona búinga og fara í skrúðgöngu ég hugsa að þau mundu nú fussa margir ungir menn, en hér taka allir þátt bæði ungir og gamlir og gaman að sjá hvað þetta fólk er margt samtaka og unga fólkið hér fylgir þeim gömlu.
Við fengum í heimsókn nýja landnema á Spáni þau Önnu Þóru og Magna en þau eru hér í leiguíbúð og höfum við aðeins verið að segja þeim frá ýmsu hér sem gott er að vita, þau komu hér í heimsókn með okkur á föstudagskv. og var voða gaman að spjalla við þau. Hvað þau gera svo kemur bara í ljós. Takk fyrir skemmtilegan dag Anna Þóra og Magni.
Nú er ég komin á fullt í spænskunni fer í annan tímann á morgun svo nú sit ég á morgnana og reyni að rifja upp frá í vor þetta kemur vonandi og eitthvað bætist við með tímanum, en heilinn er bara orðin svo gamall að það er erftii að fá eitthvað til að tolla þarna lengi nema maður sé alltaf að berja hann dag og nótt.
Fermín gaf okkur þrjú grasker áðan svo nú ætla ég að finna uppskrift af graskerssúpu og vita hvernig hún smakkast eitthvað verð ég að gera við þetta allt, nú vanta mig Helgu Þurý hún hefur alltaf fengið eitt eða tvö. Held að hún komi frá Madrid á fimmtudaginn þá fær hún eitt. Í gærkveldi vorum við í mat og fíneríi hjá Unnsteini og Rut, takk fyrir kvöldið kæru vinir.
Eigið góða daga
Það hefur verið Fiesta í Rafal núna í rúmlega viku og höfum við farið tvö kvöld til að fylgjast með þessum skemmtilegu skrúðgöngum. Ignacio tengdasonur Fermín hefur sent okkur boð á Face og látið okkur vita kl. hvað þetta hefst.
Jú við mættum auðvitað tímanlega til að fá gott sæti og sjá vel en við sátum held ég í klukkutíma áður en allt hófst, bæði kvöldin. Fólkið var að týnast að með stóla og nammi til að hafa það kósý áður en gamanið hófst. Þetta eru engar venjulegar skúðgöngur, fyrri daginn voru mest börn í allavega búningum, það voru geimfarar, kínverjar, blöðrufólk, baðstrandarfólk á fillerýi, kokkar og margt fleira þetta var fyrra kvöldið, og þar sáum við litla Michael barnabarn Fermín með blöðrur og mamma að hjálpa hann er nú bara 4 ára.
Sl. föstudagskvöld var svo svakaleg skrúðganga, márar og kristnir heitir þetta, ég er nú ekki góð í þessum fræðum. Þarna gat að líta flottar dansmeyjar sem dönsuðu magadags og voru hálf naktar en voða fallegir búningar sem voru smáir í sniðum. Svo komu stríðsmenn í fullum skrúða og höfðingjar og höfðingafrúr og þrælar þeirra og kvennbúr, þetta var alveg ótrúlega flott. Ég á bara ekki nógu góða myndavél til að taka af þessu goðar myndir þar sem komið er kvöld þegar þetta hefst allt. Skrúðgangan var ekki búin kl. 12 um kvöldið en þá vorum við búin að fá nóg og fórum heim.
Það er gaman að fylgjast með því hvað menning okkar er ólýk, og hvað það er margt öðruvísi, þó ekki sé svo ýkja langt á milli þessara landa. En það er veðráttan sem er svo miklu öðruvísi, og því er hér svo margt sem skeður utanhús og bara ekki hægt að gera heima.
Ég sé nú ekki okkar ungdóm fara í svona búinga og fara í skrúðgöngu ég hugsa að þau mundu nú fussa margir ungir menn, en hér taka allir þátt bæði ungir og gamlir og gaman að sjá hvað þetta fólk er margt samtaka og unga fólkið hér fylgir þeim gömlu.
Við fengum í heimsókn nýja landnema á Spáni þau Önnu Þóru og Magna en þau eru hér í leiguíbúð og höfum við aðeins verið að segja þeim frá ýmsu hér sem gott er að vita, þau komu hér í heimsókn með okkur á föstudagskv. og var voða gaman að spjalla við þau. Hvað þau gera svo kemur bara í ljós. Takk fyrir skemmtilegan dag Anna Þóra og Magni.
Nú er ég komin á fullt í spænskunni fer í annan tímann á morgun svo nú sit ég á morgnana og reyni að rifja upp frá í vor þetta kemur vonandi og eitthvað bætist við með tímanum, en heilinn er bara orðin svo gamall að það er erftii að fá eitthvað til að tolla þarna lengi nema maður sé alltaf að berja hann dag og nótt.
Fermín gaf okkur þrjú grasker áðan svo nú ætla ég að finna uppskrift af graskerssúpu og vita hvernig hún smakkast eitthvað verð ég að gera við þetta allt, nú vanta mig Helgu Þurý hún hefur alltaf fengið eitt eða tvö. Held að hún komi frá Madrid á fimmtudaginn þá fær hún eitt. Í gærkveldi vorum við í mat og fíneríi hjá Unnsteini og Rut, takk fyrir kvöldið kæru vinir.
Eigið góða daga