Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 24. febrúar 2011

Sólardagar

Fyrir utan veitingastaðinn í Mudamiento
Fyrir utan veitingastaðinn í Mudamiento
« 1 af 10 »
Nú hefur veðrið leikið við okkur síðustu daga, sól á hverjum degi og hitinn farið uppí 22 gr, yfir daginn. Við höfum verið mikið uppá þaki, ég að leika mér að nýju að gera mosaíkborð og Dúddi dundar við hitt og þetta, steypa og mála.
Síðasta laugardag fórum við út að borða á barnum hér í Mudamiento sem er svaka vinsæll matsölustaður alla daga í hádeginu eða milli 2 og 4 á daginn þegar spánverjar borða sína aðalmáltíð, þá standa þarna fyrir utan allir flottu bílarnir með flottu merkjunum þið vitið. Okkur hefur oft langað til að fara þangað að borða og fórum einu sinni með Kiddý og Gulla þegar þau voru hér en þá vissum við ekkert hvað við vorum að borða eða hvað þá heldur að panta. Þarna fer allt fram á spænsku og þú færð engan matseðil, þjónninn kemur og þylur upp hvað sé í matinn í kvöld hjá þeim, mamman er í eldhúsinu, pabbinn á barnum og strákurinn er þjónninn, þetta er voðalega heimilislegt og skemmtilegt andrúmsloft, kanattspyrna í sjónvarpinu allt kvöldið.
Við sem sagt fórum núna með eina spænskumælandi með okkur til að vita hvernig þetta gengi fyrir sig. (Helga frænka mín)
Tapas, það vissum við og þjónninn kom og sagði okkur hvaða rétti þau væru með í kvöld, Jú það var byrjað á þessu hefðbunda olívur, kartöfluflögur, og möndlur og svo kom brauð með hvítlaukssmjöri og tómötum,
þá kom túnfisksalat og sepia í grænni sósu, en sepia er kolkrabbi,
hann var grillaður alveg svakalega góður,
túnfiskur grillaður, sveppir í hvítlauk,
2 rauðvín og fullt af vatni og fyrir þetta borguðum við 38 evrur
vorum alveg pakksödd því þetta var allt svo gott og nóg af því.
Þessi staður er opinn alla daga en bara á laugardagskvöldum og er vel sóttur eins og ég sagði og þarna á ég örugglega eftir að borða aftur og þá getur verið allt annað á matseðlinum allavega man ég það var eitthvað annað sem við borðuðum þar síðast.
Skemmtilegt og gott kvöld með góðum vinum og auðvitað var skálað fyrir Ágúst nýkjörnum Búrlistamanni Ísafjarðar, eða bara bæjarlistamaður Ísafjarðar sem er skammarlegt að skuli vera búið að leggja niður, en vonandi vakna þessir herrar aftur og vita hvað listin gerir mikið fyrir bæjarfélagið.
Svo í gær fórum við í góðan göngutúr um Callosa nýja hverfið þar sem við höfum ekki séð áður og er með breiðum götum fullt af búðum og veitngastöðum við urðu bara hissa þegar við sáum þetta, höfum alltaf verið í gamla bænum. Og þarna fundum við líkamsræktarstöðina fyrir okkur, garður með græjum fyrir gamlingja passar okkur fínt við prófuðum þau allavega.
Svo í morgun hjóluðum við til Rafal á markað að kaupa grænmeti.
Eigið góða daga öll.