Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 5. maí 2009

St Marqueshelgi

Sjáið litlu Svöluungana, þeir eru frjórir
Sjáið litlu Svöluungana, þeir eru frjórir
« 1 af 10 »
Ja, mikið líður tíminn hratt, mér finnst ég vera nýbúinn að skrifa á þessa bloggsíðu og svo er bara komin heil vika, ussuss.
Það er líka alltaf nóg um að vera, það er varla stund til að fara út að hjóla.
Við fórum nefnilega í útilegu á síðustu helgi, fórum á föstudagsmorgn og komun heim seinnipart á sunnudag.
Það var svona Marqueshelgi. Dúddi fór að hjálpa Gumma að setja upp Marqesu, svo þegar átti að fara að byrja þá vantaði eitthvað og þeir svo bjartsýnir að halda að einhver búð sé opin á 1. maí en þá var allt lokað, við munum nú varla eftir svona dögum, þó skömm sé að. En þeir fóru þá bara að steypa eitthvað smá. En Helga dreif mig í garðavinnu, rétti mér klippur og ég fékk svona klippiæði, þetta var allt komið í flækju þetta tré hjá henni, svo ég reif og sleit og hún líka og nú er þetta svo fínt, en handleggirnir á mér eru ein stór rispa eftir rósir og  annað, þetta grær allt saman aftur.
Við fórum svo seinnipartinn í 1 1/2 tíma göngutúr um svæðið hjá þeim voða dugleg.
Svo um kvöldið fengum við ja vitið þið hvað, systir hennar hún Björg og Úlfar maður hennar komu með saltkjöt og baunir svo það varð svona Marqesu 1.maí sprengidagur hjá okkur. Björg var búin að standa allan tímann sem við vorum í göngutúr að elda og passa að súpan brynni ekki við. Þetta var alveg voðalega gott nammmmmmmmm. Takk fyrir matinn Björg og Úlfar.
Laugardagmorgun fórum við kellurnar á markaðinn og þeir að halda áfram með Marquesuna, þetta gekk fljótt og vel hjá þeim þegar búið var að versla stóra skrúfbolta. Þá var skipt um viftu þeir voru nú svolítið skondið að sjá þá þrjá um þetta litla verk og enginn fann skrúfjárnið.
Það gengu nú ansi nargir góðir brandarar þessa helgi og góð músík spiluð.
Seinna um daginn fórum við svo niður í bæ til Torrevieja til að skoða torgið, labba um höfnina og fengum okkur svo kebab á pínulitlum stað í miðbænum. Allt í kringum hann voru stærri pöppar með stóra skjái til að horfa á Real Madrid- Barcelona spila í fótbolta, alltaf þegar Barcelona skoraði voru mikil öskur svo þetta var að mestu fólk sem hélt með þeim.
Höfnin var full af fólki sem var að horfa á þetta. Eiður var ekki að spila sögðu þjónarnir okkur.
Svo var haldið áfram á leið heim, labbandi því við höfðum geymt bílana langt frá og bara labbað í góða veðrinu.
Þá duttum við inná einn  ekta spænskan Tapasbar, þar stoppuðum við og fengum okkur rauðvín og disk með Tapas fyrir okkur öll alveg svakalega gott. Og ekki var hætt þar nei, það var keyrt heim og kíkt á pöpp rétt hjá þeim svo hægt væri að labba heim. Þetta varð því heljarinnar laugardagskvöld hjá okkur eftir alla þessa vinnu hmmmmmmmmm.
Við fórum svo heim á sunnudag fyrst fórum við á Sítrónumarkaðinn að skoða dótið þar, kítum svo við á nýjum veitingastað sem verður með íslensku ívfi og heitir Caruso. Svo með viðkomu hjá vinum okkar Unnsteini og Rut og fengum þar góðan kaffisopa og meðlæti.
Í gærkveldi fórum við svo í mat til Ægirs og Geirlaugar en þau eiga hús í La Marina. Þangað var líka boðið Elínu og Jóni.
Þið sjáið að það er nóg að gera hér í sveitasælunni. Dúddi er að hamast við að búa til sturtu í bakgarðinum svo hægt sé að smúla fólk sem kemur af ströndinni. Ég er að hekla sjal. Jón og Ásta koma á morgun.
Eigið góða daga.