Þórdís Guðmundsdóttir | fimmtudagurinn 7. júlí 2011
Stiklað á stóru
Loksins gefur maður sér tíma til að setjast niður og skrifa nokkrar línur á þessa síðu. Það hefur verið ansi mikið að gera síðan við komum heim, og mikill flækingur á okkur fram og til baka. Þetta hefur verið yndislegur tími með börnum og barnabörnum og vinum og öðrum ættingjum. Það verður nú ekki sagt frá öllu því þá yrði komin heil bók.
Við vorum með 3 börn í sveitinni í viku, Saga og Aron voru nú lengst en Bjarney var í viku svo það var nú fjör þá vikuna en veðrið var svo fallegt og börnin voru úti alla daga, en það hefði mátt vera hlýrra. En nú er sumarið loksins komið og hitinn alveg fínn og sólin skín.
Það var yndisleg athöfn þegar Helena útskrifaðist sem sálfræðingur BA gráðu veðrið var fínt og skemmtileg veisla á eftir með fjölskyldu og vinum. Á þessari athöfn hittum við óvænt okkar kæru vini Unnstein og Rut en Sigurlaug dóttir þeirra var líka að útskrifast að mig minnir á heilsufræðibraut. Á annan í hvítasunnu fór ég svo á frænkuhitting heima hjá Hrönn dóttir Fjólu og var það voða gaman að hitta frænkur síðan sem maður hefur ekki séð í fjölda ára. Þar var ákveðið að halda ættarmót á næsta ári afkomendur Ólafs Jakobssonar og Önnu Filippíu Bjarnadóttur. Það verður ábyggilega voða gaman.
Svo fórum við vestur aftur með Sögu og Aron og vorum í bústaðum með smá skreppi til Ísafjarðar að versla mat og fleira.
Þetta hefur verið svona ansi mikill asi en bara gaman.
Nú um þessa helgi erum við að fara á ættarmót hjá Dúdda það verður haldið að Laxárbakka, en um leið ætla ég að skreppa smástund til Borgarnes í afmæli hjá Fjólu frænku sem hún heldur þar.
Nú sit ég í Tangagötu 16 á Ísó, og pára þessar línur, búinn að kaupa mér pung frá símanum svo nú get ég farið í tölvuna mína hérna, en það hef ég ekki getað og þess vegna hefur verið lítið skrifað.
Lofa að ekki líður svona langt á milli skrifa,
Eigið góða daga.
Við vorum með 3 börn í sveitinni í viku, Saga og Aron voru nú lengst en Bjarney var í viku svo það var nú fjör þá vikuna en veðrið var svo fallegt og börnin voru úti alla daga, en það hefði mátt vera hlýrra. En nú er sumarið loksins komið og hitinn alveg fínn og sólin skín.
Það var yndisleg athöfn þegar Helena útskrifaðist sem sálfræðingur BA gráðu veðrið var fínt og skemmtileg veisla á eftir með fjölskyldu og vinum. Á þessari athöfn hittum við óvænt okkar kæru vini Unnstein og Rut en Sigurlaug dóttir þeirra var líka að útskrifast að mig minnir á heilsufræðibraut. Á annan í hvítasunnu fór ég svo á frænkuhitting heima hjá Hrönn dóttir Fjólu og var það voða gaman að hitta frænkur síðan sem maður hefur ekki séð í fjölda ára. Þar var ákveðið að halda ættarmót á næsta ári afkomendur Ólafs Jakobssonar og Önnu Filippíu Bjarnadóttur. Það verður ábyggilega voða gaman.
Svo fórum við vestur aftur með Sögu og Aron og vorum í bústaðum með smá skreppi til Ísafjarðar að versla mat og fleira.
Þetta hefur verið svona ansi mikill asi en bara gaman.
Nú um þessa helgi erum við að fara á ættarmót hjá Dúdda það verður haldið að Laxárbakka, en um leið ætla ég að skreppa smástund til Borgarnes í afmæli hjá Fjólu frænku sem hún heldur þar.
Nú sit ég í Tangagötu 16 á Ísó, og pára þessar línur, búinn að kaupa mér pung frá símanum svo nú get ég farið í tölvuna mína hérna, en það hef ég ekki getað og þess vegna hefur verið lítið skrifað.
Lofa að ekki líður svona langt á milli skrifa,
Eigið góða daga.