Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 18. júlí 2012
Stutt yfirlit um sumarið
Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur verið mikið að gera í skemmtilegheitum í sumar, allt á ferð og flugi út og suður alla daga, varla tími til að slappa af. Þetta er bara gaman. Það var fjölskylduhátíð í Sílakoti frá 15 til 17 júní þá mættu allir afkomendur og tengdabörn okkar Dúdda 21 í allt, og var þetta alveg ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað, þó veðrið hefði nú alveg mátt vera aðeins betra. Við gróðursettum fjögur tré fyrir þá sem ekki höfðu fengið tré en það var Ísar Logi og Ásta Lind enda svo ung ennþá. Svo bættum við 2 trjám við fyrir foreldra okkur. En þetta var sett í Eyjulundinn fyrir ofan bústaðin. Það er eini staðurinn þar sem hægt er að planta einhverju því rollunum finnst þetta voða gott, ég sett átta aspir núna um daginn fyrir utan lundinn og það er búið að éta þær allar.
Nóg um það við fórum svo á ættarmót hjá afkomendum Ömmu og afa á Urðarveginum og þar var mikið fjör og mikið gaman eitthvað um 80-90 manns þar og spilað á harmonikku og sög og Saga Líf söng fyrir okkur líka, leikið leirit og sögð úrdráttur úr sögu ömmu og afa, þetta tókst alveg ótrúlega vel miðaða við að stjórin sem átti að sjá um þetta var út um allt og þá var gott að hafa tölvutenginu.
Það hafa komið margir góðir gestir í heimsókn til okkar og takk fyrir heimsókina þið öll.
Við kláruðum með glans að losa Tangagötu 8 og er nú allt komið í hús sem þurfti að fjarlægja þaðan. og nú erum við hér í Tangagötu 16. Annars erum við nú mest bara í sveitinni. Dúddi er núna að labba á Hornströndum með dóttir sinni Helenu og verða þau í fjóra daga og þetta er bara gaman hjá þeim.
Við Saga erum að fara í sveitina en Edda, Bjarney og Ásta litla koma á morgun, alltaf fjör í sveitinni.
Þetta verður nú ekki meira að sinni það þarf bara að halda dagbókinni við.
Eigið góða daga og hafið það gott í sólinni eða rigningunni.
Aron Viðar á afmæli á föstudaginn til hamingju elsku Aron.
Nóg um það við fórum svo á ættarmót hjá afkomendum Ömmu og afa á Urðarveginum og þar var mikið fjör og mikið gaman eitthvað um 80-90 manns þar og spilað á harmonikku og sög og Saga Líf söng fyrir okkur líka, leikið leirit og sögð úrdráttur úr sögu ömmu og afa, þetta tókst alveg ótrúlega vel miðaða við að stjórin sem átti að sjá um þetta var út um allt og þá var gott að hafa tölvutenginu.
Það hafa komið margir góðir gestir í heimsókn til okkar og takk fyrir heimsókina þið öll.
Við kláruðum með glans að losa Tangagötu 8 og er nú allt komið í hús sem þurfti að fjarlægja þaðan. og nú erum við hér í Tangagötu 16. Annars erum við nú mest bara í sveitinni. Dúddi er núna að labba á Hornströndum með dóttir sinni Helenu og verða þau í fjóra daga og þetta er bara gaman hjá þeim.
Við Saga erum að fara í sveitina en Edda, Bjarney og Ásta litla koma á morgun, alltaf fjör í sveitinni.
Þetta verður nú ekki meira að sinni það þarf bara að halda dagbókinni við.
Eigið góða daga og hafið það gott í sólinni eða rigningunni.
Aron Viðar á afmæli á föstudaginn til hamingju elsku Aron.