Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 18. júlí 2009
Sumar blogg
Það verður nú að segjast eins og er að það kemur nú yfir mann smá sumarleti við að setja hér inn línu, en vegna fjölda ákorenda þá held ég nú áfram við þetta. Það er víst svo að maður er nú hálf hallærislegur að vera ekki komin á facecbokk eða hvað það heitir en þangað hef ég ekki áhuga á að fara inn. Svo þeir sem vilja fylgjast með okkur verða bara að líkja á síðuna það er bara verst að ég get ekki fylgst með ykkur.
Það hefur nú ekki mikið verið að gerast hjá okkur síðan við lukum við pallinn, þá kom svona smá púst á eftir. Þann dag voru Helga og Gummi á leið vestur á Þingeyri í sína íbúð og gistu hjá okkur eina nótt í Gestahúsinu eða Pakkhúsinu eins og sumir vilja nefna svona hús. Þeir fóru aðeins á sjóinn og við fórum í labbitúr. Voða gaman að fá þau í heimsókn líka á Íslandi.
Einnig litum við í heimsókn í Hjallakot og kíktum þar á miklar stigaframkvæmdir en þetta verður mikill munur hjá þeim að ganga upp og niður í bústaðinn, alveg heljarinnar stigi og vel gerður.
Við fórum svo hingað á Ísó á mánudaginn og höfum verið að eða Dúddi að mála þakið á Tangó og ég að reyna að gera eitthvað við þennan garð úff,úff er ekki með græna putta bara bláa eða gráa og finnst gaman að prjóna. Það þarf samt að líta eftir eignunum, þær laga sig ekki sjálfar sem eru dauðar.
Ágúst og fjölskylda eru komin til Spánar og líkar vel hef ég heyrt frá þeim sem lesa facebook. Enda er þetta alveg yndislegur staður og það er víst ansi heitt á þeim.
Við erum að fara í skemmtilegt sveitabrúðkaup í kvöld þar sem veislan verður haldin á Góustöðum ættaróðalinu okkar hér á Ísafirði. Bubba og Atli eru að fara að gifta sig, það verður örugglega voða gaman. Segi ykkur frá því næst, áður en ég fer aftur í sveitina þar sem ég kemst ekki í tölvuna, sem er bara gott.
Hér er um 15 gr, hiti nærri logn og ég held það mætti gifta sig í þessu.
Eigið góða daga í sólinni elskurnar mínar það gerum við hér í Tangó núna.
Það hefur nú ekki mikið verið að gerast hjá okkur síðan við lukum við pallinn, þá kom svona smá púst á eftir. Þann dag voru Helga og Gummi á leið vestur á Þingeyri í sína íbúð og gistu hjá okkur eina nótt í Gestahúsinu eða Pakkhúsinu eins og sumir vilja nefna svona hús. Þeir fóru aðeins á sjóinn og við fórum í labbitúr. Voða gaman að fá þau í heimsókn líka á Íslandi.
Einnig litum við í heimsókn í Hjallakot og kíktum þar á miklar stigaframkvæmdir en þetta verður mikill munur hjá þeim að ganga upp og niður í bústaðinn, alveg heljarinnar stigi og vel gerður.
Við fórum svo hingað á Ísó á mánudaginn og höfum verið að eða Dúddi að mála þakið á Tangó og ég að reyna að gera eitthvað við þennan garð úff,úff er ekki með græna putta bara bláa eða gráa og finnst gaman að prjóna. Það þarf samt að líta eftir eignunum, þær laga sig ekki sjálfar sem eru dauðar.
Ágúst og fjölskylda eru komin til Spánar og líkar vel hef ég heyrt frá þeim sem lesa facebook. Enda er þetta alveg yndislegur staður og það er víst ansi heitt á þeim.
Við erum að fara í skemmtilegt sveitabrúðkaup í kvöld þar sem veislan verður haldin á Góustöðum ættaróðalinu okkar hér á Ísafirði. Bubba og Atli eru að fara að gifta sig, það verður örugglega voða gaman. Segi ykkur frá því næst, áður en ég fer aftur í sveitina þar sem ég kemst ekki í tölvuna, sem er bara gott.
Hér er um 15 gr, hiti nærri logn og ég held það mætti gifta sig í þessu.
Eigið góða daga í sólinni elskurnar mínar það gerum við hér í Tangó núna.