Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 20. júlí 2013
Sumar í sveitinni
Það er nú kominn tími til að halda áfram með dagbókina mína áður en ég gleymi öllu, en það er nú gott að hafa myndirnar til að muna hvað hefur skeð í sumar. Þetta hefur verið ansi annasamt og margir gestir komið við, bæði til gistingar og lítið í kaffi.
Það er nú svo gaman að að fá gesti.
Saga Líf hélt uppá 8 ára afmælið sitt í sveitinni og þá var veðrið ansi leiðinlegt grenjandi rigning og rok en foreldrar létu nú það ekki á sig fá og mættu með börnin sem fengu júce og pylsur eins og hver vildi og inni í húsinu var kaffi og meðlæti fyrir þá eldri. Karlarnir slógu bara upp tjaldi á pallinn og þar fóru veitingar fram fyrir börnin, sem voru svaka lukkuleg. Þau fóru í leiki og léku sér í aparólunni. Það var líka gaman að við vorum svo saman Ágústar fjölskylda og Atla fjölskylda. Þetta var því ansi skemmtileg helgi það vantaði bara Helenu með sína og Óla og Elísabetu. Nú er Óli reyndar komin með kærustu sem á 3 börn og komu þau líka til okkar og voru hjá okkur í tvo daga og var þá ansi mikið fjör og mikið gert. Smíðaður kofi, bátar og flugvélar svo eitthvað sé nefnt, þau voru bara mjög ánægð í sveitinni og segjast ætla að koma aftur næsta sumar.
Svo kom Jakobína frænka mín og Carmen kærastan hennar í heimsókn en þær búa í Madrid á veturna, þær gistu hjá okkur eina nótt í gestahúsinu og voru alveg í skýjunum sérstaklega Carmen sem hefur búið í Madrid alla sína ævi. Hún sagði að þetta væri besti dagur í lífi hennar og gistingin í gestahúsinu litla væri besta hótelherbergi sem hún hefur gist í. Gaman þegar hægt er að koma fólki á óvart nú til dags þegar allt er til alls allsstaðar. Allavega voru þær hæstánægðar þegar þær fóru.
Svo fóru Dúddi og Aron á skak og fengu nokkra þorska og 2 markríla, vonandi verður ekki allt vitlaust í makríldeilunni út af því en þeir voru voða góðir ég steikti þá og allir borðuðu með góðri lyst. Þorskurinn var saltaður og svo frystur svo nú er til nógur matur í kotinu.
Þetta er nú bara gott hjá mér því ég er í barnapössun Ágúst og Hrefna fóru í gönguferð um Hornstrandir og eru á leiðinni heim aftur voða sæl og ánægð, og við förum í mallakútaveislu í kvöld hlakka mikið til að hitta kútana mína.
Eigið góða sumardaga.
Það er nú svo gaman að að fá gesti.
Saga Líf hélt uppá 8 ára afmælið sitt í sveitinni og þá var veðrið ansi leiðinlegt grenjandi rigning og rok en foreldrar létu nú það ekki á sig fá og mættu með börnin sem fengu júce og pylsur eins og hver vildi og inni í húsinu var kaffi og meðlæti fyrir þá eldri. Karlarnir slógu bara upp tjaldi á pallinn og þar fóru veitingar fram fyrir börnin, sem voru svaka lukkuleg. Þau fóru í leiki og léku sér í aparólunni. Það var líka gaman að við vorum svo saman Ágústar fjölskylda og Atla fjölskylda. Þetta var því ansi skemmtileg helgi það vantaði bara Helenu með sína og Óla og Elísabetu. Nú er Óli reyndar komin með kærustu sem á 3 börn og komu þau líka til okkar og voru hjá okkur í tvo daga og var þá ansi mikið fjör og mikið gert. Smíðaður kofi, bátar og flugvélar svo eitthvað sé nefnt, þau voru bara mjög ánægð í sveitinni og segjast ætla að koma aftur næsta sumar.
Svo kom Jakobína frænka mín og Carmen kærastan hennar í heimsókn en þær búa í Madrid á veturna, þær gistu hjá okkur eina nótt í gestahúsinu og voru alveg í skýjunum sérstaklega Carmen sem hefur búið í Madrid alla sína ævi. Hún sagði að þetta væri besti dagur í lífi hennar og gistingin í gestahúsinu litla væri besta hótelherbergi sem hún hefur gist í. Gaman þegar hægt er að koma fólki á óvart nú til dags þegar allt er til alls allsstaðar. Allavega voru þær hæstánægðar þegar þær fóru.
Svo fóru Dúddi og Aron á skak og fengu nokkra þorska og 2 markríla, vonandi verður ekki allt vitlaust í makríldeilunni út af því en þeir voru voða góðir ég steikti þá og allir borðuðu með góðri lyst. Þorskurinn var saltaður og svo frystur svo nú er til nógur matur í kotinu.
Þetta er nú bara gott hjá mér því ég er í barnapössun Ágúst og Hrefna fóru í gönguferð um Hornstrandir og eru á leiðinni heim aftur voða sæl og ánægð, og við förum í mallakútaveislu í kvöld hlakka mikið til að hitta kútana mína.
Eigið góða sumardaga.