Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 12. ágúst 2012

Sumarið í Sílakoti

Feðgin á ferð um Hornstrandir, Helena og Dúddi
Feðgin á ferð um Hornstrandir, Helena og Dúddi
« 1 af 11 »
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið fjör í sveitinni í sumar. Börnin og barnabörnin verið mjög mikið hjá okkur og mörg þeirra vilja helst ekki annarsstaðar vera. Þau eru líka svo frjáls þarna úti í náttúrunni og ekki miklar hættur nærri.
Aparólan hefur verið mjög vinsæl í sumar og líka að vera í búinu en þar er allt til alls til að drullumalla. Það hafa líka verið mikið um leiksýningar. Saga og Bjarney hafa samið mörg leikritin og frumsýnt stundum voru 4 á dag, og búningarnir notaðir mikið og mörg börn sem komu í heimsókn fengu hlutverk hjá þeim. Það voru bæði prinsessur, drekar og vondir kallar í þessu leikritum þeirra. Edda, Bjarney og Ásta Lind komu og voru hjá okkur í 1 viku áður en Atli Geir kom í sitt frí, og það var margt gert þá. Ásta Lind varð bara örugg með sig og skreið um allt túnið og fékk að fara í búið líka. Atli Geir og fjölskylda fóru með Dúdda í Vigur og einnig fóru þau sama dag að synda í sjónum, það var 16 stiga hiti og logn og þau voru bara dugleg að geta þetta, hrinstu sig aðeins og fóru svo í heitt bað á eftir.
Dúddi fór í 4 daga gönguferð með Helenu dóttur sinni norður á Hornstrandir, fóru þau með bát til Hesteyrar og löppuðu þaðan til Aðalvíkur að Látrum og eitthvað fleira og enduðu svo aftur á Hesteyri. Veit ekki alla ferðasöguna þar sem ég fór ekki með. En duglega voru þau, og skemmtu sér alveg konunglega að mér skilst.
Já, það hefur ýmislegt verið brallað, svo kom verslunarmannahelgin og var hún óvenju fámenn í þetta skipti sem var bara ágætt. Sissa Einars og Óli Páll komu frá Danmörku með sína fjölskyldu og skemmtu þau sér bara vel að ég held. Skruppu að skoða mýrarboltann kaupa kókoslengur í gamla, spila golf og hitta fólk á Ísó. Það koma engar myndir af þeirri helgi núna þær koma næst.
Ég sit bara hér á Ísó þessa helgi en Dúddi og Saga Líf eru inní bústað ég fer þangað á morgun með mat til þeirra og fleira góðgæti.
Farið vel með ykkur og eigið góða daga.