Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 27. nóvember 2011

Sunnudagsmorgun

Dúddi að smíða búa til báta og flugvélar fyrir Adolfo
Dúddi að smíða búa til báta og flugvélar fyrir Adolfo
« 1 af 10 »
Sunnudagsmorgun heiður og tær, eða þannig. Eftir miklar úrhellisrigningar hefur loksins stitt upp, og það sama daginn og Helga og Lilli fóru heim eða á föstudagsmorgun. Bara blíða síðan setið uppá þaki og verið að rembanst við að læra sæpnsku eða lesa ensku blöðin, hlusta á hanan gala. Það er nefnilega komin upp nýr söngvari á þakinu núna og hann er á fullu að æfa sig greyið fyrir tónleikana um jólin. Þá syngur hann best og fer þá auðvitað beint í pottinn í jólamatinn, hann syngur kannski jólalögin áður fyrir Fermín. Bara bull en svona er að vakna eldhress á sunnudagsmorgi fá sér Canelte og ristað brauð með jarðarberjasultu ofaná sérstaklega þegar maður má ekki borða sultu. +Eg lét hafragrautinn alveg vera í dag nennti bara ekki að elda hann meira að segja Dúddi fékk sér líka brauð og kaffi og sleppti cornflaksinu og appelsínusafanum nýkreistum.
Nú er hann að gera við smá leka sem kom í ljós í þessum rigningarham, það voru svo mikil læti eina nóttina í þrumum og eldingum að Fermín sagði við okkur næsta dag að það hefði verið Fiesta um nóttina það var varla hægt að sofa.
En sem sagt Helga og Lilli eru farin heim og hefur verið ansi tómlegt hérna síðan maður svona vingsast um og kemur sér ekki að neinu lífið á eftir að falla aftur í sínar föstu skorður. Það var svo gaman að hafa þau þennan tíma aldrei leiðinleg stund alltaf eitthvað verið að gera, þvælast í búðir, markaði og skoða hitt og þetta. Villast aðeins á einhverri leiðinni, fá sér gott að borða sem við Helga erum nú duglegar við, sérstaklega að elda. Það var bara tvisvar farið út að borða. Við fórum á litla barinn hérna í Mudamiento og fengum okkur Tapas þar hjá hjónunum og var hann voða góður og ódýr. Það var skemmtilegt kvöld.
Nú er bara spurningin á ég að nenna að baka eitthvað fyrir jólin? hver á að borða það? eða á ég bara að fara í Ikea eins og fyrir hin jólin og kaupa mér sænskar, þær eru voða góðar og í svo fínum boxum sem gott er að baka rúgbrauð í, þetta er spurning sem ég verð líklega að svara mér bráðum. En í dag ætla ég að baka nokkrar pönnukökur fyrir okkur, ef ég á rjóma að segja.
Dúddi hefur eignast nýjan áhangenda sem heitir Adolfo og barnabarn Fermíns þeir voru í miklum flugvéla og bátasmíðum einn daginn og var mikið gaman að allar flugvélarnar enduðu uppá þaki, svo hann varð að koma uppá þak hjá okkur til að sjá hvar þær voru.
Fermín hefur það fínt hann fer út að veiða á hverju kvöldi og kemur heim með einn til tvo ála í hvert skipti. Og svo kemur hann með kál og appelsínur alltaf öðru hvoru þessi elska.
Eigið góða aðventudaga