Þórdís Guðmundsdóttir | sunnudagurinn 11. apríl 2010

Svona eitt og annað

Baunir frá Fermín
Baunir frá Fermín
« 1 af 10 »
Nú eru páskarnir liðnir og allt komið í sinn fasta farveg, hver sem hann nú er hérna. Það er samt alltaf nóg að gera og tíminn líður alltof hratt. Nú er búið að skoða bílinn, svo hann er löglegur bæði hér og heima, þurftum að kaupa ný dekk á greyið þau voru orðin svona Yul Brinner eins og sagt var í gamla daga. Dýrt er það, en þú færð ekki skoðun á bílinn nema hann sé á góðum dekkjum. Harpa og systir hennar komu hingað í smá heimsókn um daginn en Díana var hér í heimsókn ásamt manni og syni í viku. Þær komu til að skoða listaverkið sem verður bráðum afhjúpað með mikilli viðhöfn á afmælisdag Dúdda 10. maí, vona ég.
Á laugardagsmorguninn fórum við í göngutúr eða Ruta Verde sem er farinn frá Almoradi og er gengið um akra og tún og skoðuð falleg tré, gamlar brýr og fleira, við fórum alveg niður að ánni Rió Segura. þessi gönguleið kallast Ruta de los Mazones þar er að finna 93 ára gamalt fíkjutré sem er svaka stórt og hefur alltaf fengið að vaxa villt, aldrei klippt eða neitt hugsað um það, eigendurnir ákváðu bara að leyfa því að hafa sína hentisemi, enda er það ósköp fallegt. Því miður tæmdist rafhlaðan í myndavélinni svo við gátum bara tekið eina mynd og er hún af skilti sem segir hvaða leið við fórum. Þetta var voða gaman og margt fólk með i för flestir enskir að ég held. Þetta tók alveg tvo tíma, við urðum að flýta okkur til baka því við fórum út á flugvöll að sækja vini okkar Unnstein og Rut en þau voru að koma aftur út, þau fórum heim í desember. Mikið var gaman að hitta þau aftur og komu þau færandi hendi. Hvað haldið þið, á laugardagskvöldi sátum við hér og borðuðm Hrogn, ýsu og niðursoðna lifur, þetta voru sko aldeilis kræsingar nammmmmm. Þetta var yndisleg máltíð, takk fyrir kæru vinir.
Svo var sest og beðið eftir að fótboltaleikurinn hæfist og fékk ég mér smá rauðvín, það var ekki hægt með íslenska matnum. Svakalega var gaman að horfa á þennan leik Real Madrid og Barcelona og auðvitað unnu Barkarnir glæsilega og Messi alveg í essinu sínu. Við heyrðum svo að hér allt í kring var skotið upp blysum og haft hátt, því hér eru flestir áhangendur Barcelona.
Í dag fórum við á markað að kaupa grænmeti, svo kíktum við á torgið í Almoradí þar sem voru margir básar allair með Oulet vörur, svaka fín föt og skó allt á niðursettu verði þá meina ég niðursettu verði. Ég keypti mér eitt pils á 10 evrur sem átti að kosta 70. Svo var hæt að kaupa sér smá paellu og bjór á 1 evru mjög gott og gaman að vera þarna í þessu fína veðri.
Það er nú ekki margt að ske framundan en aldrei að vita hvað rekur á fjörur manns.
En heimferðin er pöntuð fimmtudaginn 27. maí.
Eigið góða daga öll.