Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 9. október 2012

Það er heitt

Gummi, Maggi, Helga, Auður og Helga
Gummi, Maggi, Helga, Auður og Helga
« 1 af 10 »
Það hefur nú verið margt og mikið sem hefur skeð frá því ég skrifaði síðast, það hefur eiginlega bara verið of mikið að gera til þess að ég hafi komið mér að því að skrifa nokkrar línur hér. Það hefur verið ansi heitt hér síðustu daga og ég ekki í netsambandi því við vorum með Helgu og Lilla í gamla húsinu í nokkra daga. Hitinn hefur verið þetta um 30 gr. á næstum hverjum degi og í dag þegar við komum hingað heim var hitinn 33 stig hér í patíóinu hjá okkur. Ég sat nú bara inni og prjónaði vettlinga hahaha.
Það var ansi gaman hér um daginn en þá fengum við góða gesti frá Íslandi sem voru í helgarferð í Alicante, Gummi Valda, Auður, Maggi Jóh. og Helga þetta var skemmtiferð hjá 3x það var nú vest að þetta var einmitt rigningardaginn eða þegar allt ringdi niður hér. Dúddi sótti þau á hótelið og fór með þau aftur og lenti hann í mikilli rigningu á leiðinni og var hraðbrautin farinn á 60 km hraða því það var allt á floti. Það kom ekkert fyrir hjá okkur, bændur voru mjög glaðir og vatnið fyllti akrana fyrir þá. En það var ljótt að sjá á ýmsum stöðum hér fyrir sunnan okkur þar sem allt fór á flot bæði innandyra og utan.
Tíminn hefur nú bara verið nýttur í sólbað og stöku búðarferðir fyrir okkur Helgu, en strákarnir hafa verið svaka duglegir, eru búnir að múra hálfan vegg hér í portinu hjá okkur og er það voða fínt hjá þeim. Það verður líklega haldið áfram þegar aðeins fer að kólna, en það er óvenju hlýtt á Spáni núna í október, ekki vildi ég vera hér yfir heitustu mánuðina ojjjj.
En um helgina fórum við sem sagt í gamla húsið og skildum Helgu og Lilla þar eftir með sínum gestum sem komu í dag. Á laugardagskvöldið buðum við til smáveislu. Helgu frænku, Gumma og Arnari syni þeirra. Við grilluðum og við Helga gerðum forrétt eftir Karlos kokkinn í sjónvarpinu og var hann mjög góður, uppskriftin kemur þegar ég verð búin að þýða hana nógu vel. Á sunnudeginum fórum við svo í gönguferð um Torrevieja og skoðuðum lífið þar fram eftir kvöldi í alveg rjómablíðu.
Það er bara of heitt til að skrifa þegar engin loftræsting er í húsinu, svitadropar detta á borðið, þeir mega nú ekki fara á nýju tölvuna mína. Nú er ég aftur byrjuð á því að reyna að troða einhverri spænsku  inn  í hausinn á mér og fer ég í 1 tíma á viku sem er nú ekki mikið fyrir svona stórt tungumál en það síast nú alltaf eitthvað inn en mann vantar æfinguna í að tala hana vonandi verð ég orðin góð um 70.
Eigið góða daga og Guð veri með ykkur