Þórdís Guðmundsdóttir | föstudagurinn 13. maí 2011

Það er heitt úti

Spænskur Dísudraumur, sem var bakaður fyrir Dúdda á afmælisdaginn
Spænskur Dísudraumur, sem var bakaður fyrir Dúdda á afmælisdaginn
« 1 af 10 »
Nú kl. 13:00 að spænskum tíma er hitinn kominn í 28 gr. og logn og mér er heitt og ég er sveitt, eða það lekur af mér svitinn ef ég hreyfi mig eitthvað. Svo ég ákvað bara að setjast við tölvuna og reyna að skrifa eitthvað á þessa síðu, sem mér finnst nú yfirleitt mjög gaman, en þegar efniviðurinn er lítill þá skrifa ég um lífið hérna hjá okkur, en það er nú frekar rólegt svona um miðja viku. Á síðustu helgi fórum við í heimsókn til Helgu og Gumma og þau gáfu okkur markesu þið vitið svona til að setja upp sem vörn fyrir sólinni. Það var auðvitað borðaður góður matur og rautt með og svo skelltum við okkur á ball. Þar var voða gaman allir að dansa frá 5 ára til níræðs hugsa ég. Mest voru þetta spánverjar og spænsk músík við reyndum að sýna smá spænska flamengo takta en það tókst nú ekki alveg nógu vel, þegar við sáum hvað hinar voru flottar.
Á sunnudagsmorgun fórum við svo í góðan göngutúr meðfram ströndinni. Takk fyrir skemmtilegt kvöld.
Seinna um daginn fórum við svo til að hitta vini okkar Unnstein og Rut og vorum þar fram á kvöld, þar fengum við grillaðan kjúkling að hætti Unnsteins, alltaf gaman að hitta þau. Takk fyrir þetta kæru hjón.
Nú er ég aftur byrjuð í skólanum og kennarinn setur manni svo mikið fyrir að læra heima að ég sit við á hverjum morgni í svona 2 tíma, en þetta er voða gaman og mér fer bara mikið fram.
Dúddi er búinn að setja upp markesuna þetta er voða fínt og betra að geta nú setið hérna fyrir utan í skugganum ef maður vill. Þetta kemur voða vel út og er Fermín voða hrifin af þessu hjá honum. Fermín kemur mikið til okkar núna og spjallar og það rignir yfir okkur hvítum spænskum laukum góðir í salat, og steikir á pönnu með eggjum segir Fermín, en allar hans uppskriftir eru með steiktum eggjum, kál, hvítlaukur, baunir, bueno segir hann.
Nú eru bæjarstjórnarkosningar hér hjá okkur, í gær kom Fermín með bæjarstjórann í Mudamiento hingað til að vita hvort við kjósum hér, en nei, hann var nefnilega að útbýta kosninga seðlum. Við hjóluðum til Rafal í morgun og var ansi heitt en þar í bæ keyrðu bílar um bæinn og voru með kosningaáróður allvega tveir frá sitthvorum flokknum. Við kíktum líka í kirkjuna en það er búið að taka hana alla í gegn bæði úti og inni og er hún stórglæsileg.
11. maí reið yfir mikill járskjálfi í Lorca, sem er borg í Murciahéraði og er líklega svona tveggja tíma akstur héðan frá okkur, það er hræðilegt að sjá mörg húsin í bænum sem hafa hrunið eins og spilaborgir og mörg eru mikið skemmd. Fólk má ekki fara heim til sín og svaf allavega fyrstu nóttina á götum úti. Þetta er hér í fréttum allan daginn í sjónvarpinu og maður finnur nú þegar þetta er svo nálægt manni, hvað þetta er hræðilegt, aumingja fólkið, Guð blessi það.
Við fundum smá hristing Dúddi sat í sófanum og kallaði jarðskjálfti, en ég var í símanum og var ekkert að hlusta á hann svo kveiktum við á sjónvarpinu og þá var þetta að ske.
Það er lítið af myndum tekið núna, myndavélin er oðin ansi gömul og leiðinleg, það þarf að fara að splæsa í nýja.
Hafið það gott og eigið góða daga.