Þórdís Guðmundsdóttir | laugardagurinn 29. mars 2008

Það er komið vor

Ég og Lína
Ég og Lína
« 1 af 10 »

Það hefur nú verið óvenjulega mikill gestagangur hér hjá okkur undanfarið og mjög gaman að fá alla þessa gesti. En á annan í páskum komu fyrst Ólína Halldórs. skólasystir mín og maðurinn hennar Arnaldur og var gaman að hitta Línu hér á Spáni en þau eiga hús á Playa Flamenca svæðinu.

Seinna um daginn komu svo Gósý, Tryggvi, og Anna Lára Gústafs. en þau voru að spila golf á suðausturhorni Spánar á stað sem mig minnir að heiti Vera eða í 2 tíma akstri héðan á hraðbraut. Það gekk allt vel hjá þeim þangað til þau komu til Almoradí þá misstu þau af leiðinni svo við fórum þangað til að leita að þeim og við fundum þau á torginu, þökk sé farsímum þá var hægt að vita hvar þau voru niðurkomin. Það var alveg svakalega gaman að fá gesti að heiman og allir fá kærar þakkir fyrir komuna ,að nenna að leggja þetta á ykkur og missa einn dag í golfi. Og Lína sjáumst aftur hér á Spáni líklega frekar hér en heima á Íslandi.

Svo á þriðjudagskv. komu Svana og Magni frá Íslandi og verða hér í viku. Það er mikið spjallað um mat og alltaf verið að elda góðan mat og er Magni kokkur alveg á fullu við að elda handa okkur Gourmetmat, þið getið ýmindað ykkur þið sem þekkið hann hvað hann nýtur sín hér í öllu þessu fína hráefni. Í kvöld er hátíðarkvöldverður með hvítlauksrækjum, nautafille, bökuðum kartöflum kryddsmjör, fylltum sveppum og salati. Við höfum nú verið að fara í göngutúra um svæðið og var farið á markaðinn í morgun og verslað. Á afmælisdaginn hennar Svönu 27. mars fórum við út að borða á kínverskan stað, og var ákeðið að fá Taxa svo allir gætu nú verið með í rauðvíninu og gekk það bara vel það kom hér ein spönsk stúlka sem kunni nokkuð í ensku og hún skutaði okkur fram og til baka við fórum bara út á pöbbinn þar sem hún tók okkur uppí.

Hér í bakhúsinu hjá okkur núna hafa tveir litlir fuglar sest að. Þeir voru að reyna að búa til hreiður á gömlum geitungabúum svo við tókum þetta niður en þeir koma bara aftur og stija núna á rafmagnssnúrunni öll kvöld og nætur alveg sama hvort gengið er um eða ekki.

Hér er bara sól og blíða alla dag og vor í lofti alltaf eitthvað nýtt græmeti að koma á markaðinn einnig nýir ávextir.

Góður dagur með góðu fólki.