Þórdís Guðmundsdóttir | miðvikudagurinn 13. apríl 2011

Það er komið vor

Pálminn að koma með nýju blöðin
Pálminn að koma með nýju blöðin
« 1 af 9 »
Það er komið sumar eða vor eins og spánverjar kalla þessa mánuði, sumarið kemur reyndar ekki fyrr en 20 júní. Það hefur verið alveg yndislegt veður í heila viku og það hafa verið sleginn hitamet hérna á mörgum stöðum, miðað við árstíma.
Það er svo gott og gaman að labba hér um akurvegina núna, appelsínutrén að blómstra og lyktin er svo góð, vildi að ég gæti sett hana á krukkur og komið með hana heim til Íslands, og sleppt henni út í Skötufirði.
Blómin okkar eru líka að blómstra og pálminn er að koma með fullt af nýjum greinum. Það er voða spennandi að sjá hvernig þetta kemur, því þetta er í fyrsta sinn sem koma ný blöð. Vínberjatréð sem Svenni gaf okkur er allt að koma til eftir veturinn það er líka spennandi hvort við fáum vínber í haust.
Á síðasta laugardag voru Helga og Gummi hér í heimsókn hjá okkur og við ætluðum að fara í göngutúr en það var svo heitt að við sátum bara frammi í húsbóndaherbergi það var svalast þar, fengum okkur kampavín og skáluðum fyrir 9. apríl. Afmælisdegi og dánardegi pabba, elsku kallinn ég hugsa að hann hafi bara verið ánægður með það og eins hvað við höfum það gott hérna í sveitinni.
Það gengur vel hjá mér í skólanum og á föstudaginn förum við Dúddi í skólaferðalag til Orihuela með öllum nemendunum í skólanum. Förum að skoða söfn og kirkjur og borða ekta orihuelanskan mat, 4 réttir, eftirmatur og alles.
Það er nú verst að þurfa að skilja gestina, sem koma á morgun eftir heima, bíllaus en nóg af mat og vonandi verður bara sólskin svo þau geti farið í sólbað. En Helga og Lilli koma á morgun og er ég orðin voða spennt að fá gesti, því það hefur enginn komið síðan í haust, get varla beðið. Helga kemur frá Íslandi en Lilli frá Sevilla þar sem hann hefur verið í golfi.
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna hjá okkur, Fermín þessi elska kemur með grænmeti á hverjum degi og spjallar við okkur í leiðinni.
Reyndar fórum við í minigolf á Íslendingahittingnum á sl. föstudag og Dúddi vann og fékk eina rauðvínsflösku í verðlaun.
 Hitinn í dag var 25 gr. og sól.
 Takk fyrir innlitin og skrifin á síðuna, alltaf gaman að sjá þegar einhver skrifar smá.
Eigið góða daga.