Þórdís Guðmundsdóttir | þriðjudagurinn 8. desember 2009
Þau fóru á tindinn
Hér er fjör með gestum. Við fórum á Bar Jesulín sem er matsölustðaur og krá hér í sveitinni.
Þar borðuðum við afmæliskvöldverð með Deddu. Við fengum okkur nokkra Tapasrétti og það gekk bara vel að velja reyndar urðu þetta bara fiskiréttir en þeir voru voða góðir. Við áttum staðinn fyrir utan eitt par sem var á staðnum.
Svo í gærmorgun fóru Dedda og Dúddi að klífa fjallið okkar Sierra de Callosa og gekk það bara vel að þeirra sögn, fundu gestabókina og gátu skrifað í hana. Þetta er nú bæði brött og erfið leið að fara en þau stóðu sig með prýði bæði tvö.
Á meðan sátum við og prjónuðum, fórum svo í göngutúr til Mudamiento, sátum við kirkjuna ó sólinni, horfuðm á strákana setja upp jólaljósin og fengum okkur kaffi og té á barnum, ég pantaði fyrir þær dísætt kaffi sem heitir Bombon kaffi með caramellurjóma.
Við fórum svo til Elce að kíkja á moll og komum seint heim.
Yndislegir dagar hjá okkur og vonandi ykkur líka
Þar borðuðum við afmæliskvöldverð með Deddu. Við fengum okkur nokkra Tapasrétti og það gekk bara vel að velja reyndar urðu þetta bara fiskiréttir en þeir voru voða góðir. Við áttum staðinn fyrir utan eitt par sem var á staðnum.
Svo í gærmorgun fóru Dedda og Dúddi að klífa fjallið okkar Sierra de Callosa og gekk það bara vel að þeirra sögn, fundu gestabókina og gátu skrifað í hana. Þetta er nú bæði brött og erfið leið að fara en þau stóðu sig með prýði bæði tvö.
Á meðan sátum við og prjónuðum, fórum svo í göngutúr til Mudamiento, sátum við kirkjuna ó sólinni, horfuðm á strákana setja upp jólaljósin og fengum okkur kaffi og té á barnum, ég pantaði fyrir þær dísætt kaffi sem heitir Bombon kaffi með caramellurjóma.
Við fórum svo til Elce að kíkja á moll og komum seint heim.
Yndislegir dagar hjá okkur og vonandi ykkur líka